Fréttir

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Sunnudaginn 18. nóvember verður þeirra minnst sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður til þessarar athafnar í sjöunda sinn og er hliðstæð athöfn víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Um það bil 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af völdum þessa. Segja má að allir upplifi með einum eða öðrum hætti afleiðingar umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni.

Nær allir bílstjórar og framsætisfarþegar í bílaleigubílum nota bílbeltin

Samkvæmt báðum könnununum Rannsókna og ráðgjöf ferðaþjónustunnar frá 2017-2018 notuðu nær allir bílstjórar og framsætisfarþegar í bílaleigubílum bílbeltin (99%). Hins vegar var talsverður misbrestur á því hjá aftursætisfarþegum þar sem þrír eða fleiri voru í bíl. Þannig voru 82% aftursætisfarþega í könnun meðal ökumanna alltaf í beltum en 18% ekki. Í könnuninni í Leifsstöð voru 86% aftursætisfarþega alltaf í beltum en 14% ekki.

Frumvarp um breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum samþykkt úr nefnd

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær frumvarp um breytingar á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. (29/1993), bifreiðagjald (39/1988) og virðisaukaskatt (50/1988) með það að markmiði að koma í veg fyrir að ósamræmi skapist við álagningu skatta og gjalda á ökutæki sem að óbreyttu hefðu komið til framkvæmda þann 1. janúar næstkomandi. Í meðferðum nefndarinnar hafa verið gerðar breytingar á frumvarpinu í kjölfar ábendinga frá Tollstjóra, Bílgreinasambandinu, FÍB o.fl.

Nýr Kia e-Soul frumsýndur í Los Angeles

Nýr Kia e-Soul rafbíll verður frumsýndur á Bílasýningunni í Los Angeles síðar í mánuðinum. Ný kynslóð e-Soul verður talsvert breytt í hönnun sem og aksturseiginleikum frá núverandi rafbíl Soul EV.

Tilkynningar um innbrot í 100 ökutæki

Frá 1. október sl. hefur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist tilkynningar um innbrot í rúmlega 100 ökutæki. Um það bil helmingur þessara innbrota hafa átt sér stað í miðborginni.

Olíuverð á heimsmarkaði heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð af hráolíu hefur ekki verið lægra í átta mánuði. Tunnan lækkaði á mörkuðum í gær um rúmlega 6% og hefur lækkunin á einum degi ekki verið meiri síðan í byrjun júlí í sumar. Í október var tunnan á 86 dollara en í gær var tunnan komin niður í 66 dollara.

Þúsundasti rafbíllinn afhentur

Bílaumboðið BL hefur afhent eitt þúsundasta rafbílinn frá því að fyrirtækið seldi fyrsta bílinn 12. júlí árið 2013. Það var Nissan Leaf sem nú hefur verið ekið tæpa 70 þúsund kílómetra.

Erlendir ferðamenn óku bílaleigubílum um 635 milljónir km á Íslandi 2017

Í rannsóknum sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann kemur í ljós að 61% erlendra gesta sem nýttu sér bílaleigubíla árið 2017 óku að meðaltali um 1.560 km þann tíma sem þeir leigðu bílana, eða um 230 km á dag að jafnaði þá 6,8 daga sem leigan stóð. Heildarakstur á hvern leigusamning var að jafnaði lengstur í júlí, um 2.100 km, en stystur í janúar, um 940 km.

Brimborg innkallar 113 Ford Edge bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf að innkalla þurfi dísel Ford Edge bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Um er að ræða 113 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að hersla á kúplingu fyrir loftkælingu er mögulega ekki í lagi.

Sólarrafhlöður til að auka eldsneytis- og orkunýtingu

Tækninni fleytir fram á ýmsum sviðum og þar er bílagreininni ekki undan skilin. Hyundai Motor Group hefur verið að koma fram með ýmsar nýjungar og nú hefur fyrirtækið kynnt áætlun um að búa þök og jafnvel vélarhlífar tiltekinna bílgerða fyrirtækisins með sólarrafhlöðum til að auka eldsneytis- og orkunýtingu og draga úr útblæstri. Von er á fyrstu bílunum með tækninni í lok næsta árs eða byrjun 2020.