Fréttir

Nýskráning bíla fer ekki eftir framleiðsluári

Nýskráning bíla hérlendis miðast við þegar bíllinn fer á götuna, en ekki við framleiðsluár. Félag Íslenskra bifreiðaeigenda telur að neytendur séu ekki alltaf meðvitaðir um þetta. Skráningin geti haft áhrif á endursöluverð bílsins.

Veggjöld koma harðast niður á þeim tekjuminni

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var ómyrkur í máli í ræðu sinni í óundirbúnum fyrirspurna tíma um samgönguáætlanir á Alþingi í gær þar sem hann sakaði forsætisráðherra og flokk hennar um stefnubreytingu og sagði að búið væri að veikja tekjustofna ríkisins. Þetta kom fram á mbl.is Þar fullyrti Logi að auðlindagjöld hefðu verið lækkuð og ríki ráði ekki við uppbyggingu innviða. Fremur er gripið til þess ráðs að fjármagna þarfar framkvæmdir eins og samgöngumál með nýrri skattlagningu sem kæmi niður á fólki með lægstu launin.

Dýrafjarðargöng - nýtt met í gangagreftri

Nýtt met var slegið í gangagreftri í vikunni sem leið þegar göngin lengdust um 111,0 metra og er það einnig nýtt íslandsmet. Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 796,8 m og samanlögð lengd ganga 4.454,4 m sem er 84,0% af heildarlengd. Lengd að gegnumbroti er nú 846,6 m.

Ökuréttindi atvinnubílstjóra án endurmenntunar ekki afturkölluð

Samkvæmt tilmælum frá dómsmálaráðuneytinu munu lögregluembætti ekki afturkalla gild skírteini gefin út fyrir 10. september 2018 með ökuréttindum fyrir bílstjóra til aksturs ökutækja í flokkum C, C1, D1 og D í atvinnuskyni, sem ekki hafa lokið lögbundinni endurmenntun. Þetta kemur fram á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Breikkun Vesturlandsvegar lýkur 2022

Framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar hefjast í haust og mun þeim ljúka á árinu 2022 eins og til hefur staðið. Þrátt fyrir tilfærslur á fjárveitingum í verkið milli ára mun verklokum ekki seinka.