Fréttir

Ábendingar og leiðsögn þegar átt hefur verið við akstursmæli bifreiðar

Í flestum tilvikum ef átt hefur verið við akstursmæli bíls er tilgangurinn að auka söluandvirði bílsins með sviksamlegu inngripi. Blekkingin er einnig söluhvati þar sem akstursnotkun (kílómetrastaða á akstursmæli) vegur mjög þungt varðandi val kaupenda á bíl. Röng staða á akstursmæli bíls getur verið af eðlilegum orsökum þ.e. t.d. ef búið er að skipta um mæla eða mælaborð bíls vegna bilunar eða tjóns. Þá á að liggja fyrir hvenær nýr mælir var settur í og hver km. staða ökumælis var á þeim tíma sem skiptin áttu sér stað.

Kílómetrasvindl stefnir öryggi farþega í hættu

,,Það er grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. meðalakstur hefðbundinna fjölskyldubíla sé í kringum 15.000 kílómetrar á ári en bílaleigubílum sé ekið að minnsta kosti tvisvar ef ekki þrisvar sínum meira en það. Hann vekur athygli á því að þegar bíl er ekið tiltekinn kílómetrafjölda beri að skoða ástand hans,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Svindlið hjá Procar viðameira en áður var talið

Eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur opinberaði fyrir röskri viku síðan að bílaleigan Procar hafði átt við ökumæla í bifreiðum sínum í þeim tilgangi að gera þá auðseljanlegri eru ýmis rangindi í yfirlýsingunni sem stjórn Procar sendi frá sér eftir útsendingu þáttarins. Þetta kemur fram á mbl.is.

,,Málið í heild sinni verði að taka föstum tökum með auknu eftirliti“

,,Markaðurinn hér hvað bílaleigubíla áhrærir er að mörgu leyti annar en í öðrum löndum. Hér á landi er hlutfall bílaleigubíla hátt og þess heldur er mikilvægt að opinberir aðilar komi að og kanni markaðinn betur en gert hefur verið. Hér er stórt hlutfall bíla í endursölu á íslenskum markaði sem eru bílar sem hafa verið í bílaleigu áður,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í kvöldfréttum á Stöð 2 um helgina. Runólfur telur að breytingar á kílómetramælum seldra bíla gæti verið útbreiddara vandamál hér á landi en af er látið.

Í samgönguáætlun er ekki ætluð króna til framkvæmda við helstu leiðir til og fá höfuðborgarsvæðinu

„Í samgönguáætlun er ekki áætluð króna til framkvæmda við þessa helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu sem eru hættulegustu leiðir landsins,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Með þessum samgöngubótum gætu fengjust 25 milljarðar króna á ári í arð inn í samfélagið. Þetta kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, á morgunvakt Rásar 2 í morgun.

Skynsamlegar hugmyndir samgönguráðherra

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Steinþór Jónsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að full ástæða er til að hrósa Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra og fleiri þingmönnum fyrir stórhuga áform um löngu tímabærar úrbætur á umferðarmestu þjóðvegum landsins til og frá höfuðborgarsvæðinu. Það er rétt hjá Sigurði Inga að við getum ekki beðið lengur eftir því að auka öryggi á þessum leiðum og bæta afkastagetu þeirra. Fullyrða má að allir séu því sammála.

Átt hefur verið við kílómetrastöðu lengra aftur í tímann

Bílasölur- og umboð sem átt hafa í viðskiptum við Procar eða haft milligöngu um sölu bíla fyrirtækisins,hafa þegar hafist handa í því að losa sig við bílana og afhenda þá aftur forsvarsmönnum Procar. Fram kemur að bílasali sem Kveikur ræddi við segist þegar byrjaður að aka bílum frá fyrirtækinu af bílaplani sölunnar og að skrifstofu Procar.

Mik­il­vægt á þessu stigi að ein­hver op­in­ber aðili stígi fram

"Við telj­um mjög mik­il­vægt á þessu stigi að ein­hver op­in­ber aðili stígi fram. Þarna þurfi ljós­lega ein­hver slík­ur aðili að grípa inn í. Það þurfi að tryggja það að þetta at­hæfi hafi ekki átt sér stað í til­felli annarra bif­reiða sem Procar hafi selt. Fyr­ir liggi aðeins orð for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins um að þessi iðja hafi aðeins verið stunduð á ákveðnu tíma­bili og hafi verið hætt. Til þess þurfi ein­hver aðili að fara þarna inn,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB í samtali við mbl.is. þegar málefni bílaleigunnar Procar voru borin undir hann.

Kaupendur standa frammi fyrir gríðarlegu tjóni

Kaupendur bíla sem áttu viðskipti við bílaleiguna Procar þar sem búið var að eiga við kílómetramælinn hafa miklar áhyggjur af endursöluverðmæti bílana. Þeir telja sig með svikna vöru undir höndum eftir viðskipti við Procar en eins og kom fram í gærkvöldi hefur Procar verið vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar.

Procar vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar

Samtök ferðaþjónustunnar fara fram á eftirlitsúttekt til að eyða óvissu um sölu notaðra bílaleigubíla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin voru að senda frá sér. Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sjónvarpað var á RÚV í gærkvöld kom fram að bílaleigan ProCar ehf. hafi átt við kílómetrastöðu á bílaleigubílum áður en þeir voru seldir á almennum markaði. Forsvarsmenn umræddrar bílaleigu hafa þegar gengist við brotunum í yfirlýsingu. Er ljóst að um víðtæk brot er að ræða sem snúa að fjölda bíla um nokkurra ára bil.