Fréttir

Bílaleigan Procar svindlar á neytendum

Lögregla hefur fengið inn á sitt borð mál bílaleigunnar Procar sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á ríkissjónvarpinu í gærkvöldi sem er grunuð um að hafa átt við kílómetramæli bíla áður en þeir eru seldir. Samgöngustofa bíður eftir að fá ábendingar frá lögreglu til að skoða málið. Einstaklingur sem tengdist rekstri bílaleigunnar aflaði þessara gagna, og afhenti Kveik. Í um­fjöll­un­inni kom einnig fram að gögn sem þessi sami maður út­vegaði og af­henti Kveik, sýni að tug­ir þúsunda kíló­metra hafi verið tekn­ir af akst­urs­mæl­um í tug­um bíla.

Aukning í umferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,6 prósent í nýliðnum janúarmánuði sem er heldur minni aukning en að jafnaði í janúar. Þrátt fyrir það hafa aldrei fleiri ökutæki ekið um mælisnið Vegagerðarinnar í janúar.

Skattar af bifreiðum og umferð námu 80 milljörðum 2018

Hvað eru bifreiðaeigendur hér á landi að borga mikið í skatt árlega. Hvernig er það sundurliðað og hversu há upphæð fer beint til vegamála og uppbyggingar í vegkerfinu. Þetta var umræðu efni í Býtinu á útvarpsstöðunni Bylgjunni fyrir helgina og var Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, þar til svara.

Stefnuljós gefin alltof seint

Fyrir nokkru gerði VÍS könnun á stefnuljósanotkun ökumanna sem beygðu af þjóðvegi 1 yfir á Biskupstungnabraut rétt vestan við Selfoss. Mikill meirihluti ökumanna gaf stefnuljós eða 93%. Það sem var þó áberandi var hversu seint ökumenn gáfu stefnuljósin. Þegar fylgst var með bílum sem óku í átt að Selfossi og voru að beygja inn á Biskupstungnabrautina gáfu 60% þeirra stefnuljósin of seint þ.e. um leið og þeir beygðu inn á fráreinina eða eftir að komið var inn á hana.

Ráðherra segir enga ákvörðun liggja fyrir um veggjöld

Fram kom máli í Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld. Í viðtalinu varpaði ráðherrann því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins og bíða með vegtolla í 4-5 ár.

Yngstu ökumennirnir telja sig flestir yfir meðallagi

Þótt sjálfstraust sé vitanlega mikill kostur þá er hættan sú að ökumenn knúnir áfram af óraunsönnu sjálfstrausti taki áhættur og hagi ekki akstri samkvæmt aðstæðum. Í viðhorfskönnun sem Gallup gerði í lok síðasta árs fyrir Samgöngustofu kemur fram að örfáir ökumanna telja sig vera undir meðallagi hvað hæfni þeirra til aksturs varðar.

Veggjöld – margir óljósir þættir og útfærsla liggur enn ekki fyrir

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að það skipti ekki öllu máli hvort frumvarp um veggjöld komi fram í mars, apríl eða maí. Það sé mest um vert að ná utan um málaflokkinn. Fram kom í máli hans í Kastljósi í gærkvöldi að aldrei meira fjármagn verði sett í samgönguáætlun sem sé fullfjármögnuð til næstu fimm ára.

Honda innkallar 576 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf um að innkalla þurfi Honda bifreiðar af árgerðunum 2010 til 2015. Um er að ræða 576 bifreiðar af gerðunum Accord, Jazz og CR-V.k.

Umferðin á Hringvegi eykst

Umferðin í janúarmánuði reyndist 5,4 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra og því hefur umferðin á Hringvegi í þessum mánuði aldrei verið meiri. Umferðin jókst mest um Vesturland. Mest er ekið á föstudögum. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hámarkshraði í 40 km á Hringbrautarkafla

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að lækka hámarkshraða á nokkrum götum í Vesturbæ, þar á meðal á Hringbraut á milli Ánanausta og Sæmundagötu, í 40 km/klst.