Fréttir

Svíar herða regluverkið

Á næsta vetri koma til framkvæmda í Svíþjóð hertar reglur um vetrardekk og notkun þeirra. Þá verða M+S dekk (heilsársdekk) að vera með Alpa-snjókornamerkingu til að teljast hæf fyrir vetrarakstur. Í frétt í sænskum fjölmiðlum kemur fram að samgönguráðuneytið þar í landi leggi fram breytingu á skilgreiningunni á vetrardekkjum. Eldri skilgreingin, sú með M+S markinu, þykir ekki lengur duga heldur verða vetrardekkin nú að vera merkt með „Alpine peak/snowflake“, eða svokölluðu 3 PMSFmerkið. Í raun standast mörg M+S merki ekki kröfur í vetrarakstri.

Fiat Chrysler vill sameiningu við Renault

Þó nokkrar hræringar eru á alþjóðlegum bílamörkuðum um þessar mundir. Bílaframleiðendur margir eru að taka til í rekstrinum með það að markmiði að ná fram sem mestri hagræðingu sem lítur að framleiðslunni í heild sinni.

Eldsneytisútgjöld erlendra ferðamana vegna bílaleigubíla 10 milljarðar

Í rannsóknum sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann kemur í ljós að 61% erlendra gesta sem nýttu sér bílaleigubíla árið 2017 óku að meðaltali um 1.560 km þann tíma sem þeir leigðu bílana, eða um 230 km á dag að jafnaði þá 6,8 daga sem leigan stóð. Heildarakstur á hvern leigusamning var að jafnaði lengstur í júlí, um 2.100 km, en stystur í janúar, um 940 km.

Sjö þúsund Model 3 bílar framleiddir í viku hverri

Vinsældir á Model 3 bílnum frá Tesla aukast jafnt og þétt og nú er útlit fyrir að framleiðslumet verði slegið á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Nú er verið að framleiða sjö þúsund í viku hverri og fyrirtækinu hafa borist um 50 þúsund pantanir í bílinn frá áramótum.

Draga mun úr samdrættinum þegar líður á árið

Bílasala hér á landi var 34% minni í apríl miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Í apríl síðastliðnum seldust rúmlega tólf hundruð bílar samanborið við rétt rúmlega 1800 hundruð bíla í apríl í fyrra. Þess má geta að 3.922 bílar seldust fyrstu fjóra mánuði ársins þessa árs samanborið við 6.427 bíla sömu mánuði í fyrra.

Vegfarendur sýni tillitsemi og þolinmæði

Í dag verður áfram unnið við að fræsa og malbika í borginni og viðbúið að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur, sem eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitssemi af því fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Askja og ON í samstarf

Bílaumboðið Askja hélt fræðslufyrirlestur á dögunum um rafmagnaða framtíð Mercedes-Benz. Sérfræðingur frá Mercedes-Benz kynnti EQC og spennandi framtíð Mercedes-Benz rafbíla. Fjallað var um framtíð rafbílavæðingarinnar á Íslandi og sérfræðingar frá ON og hlada.is héldu stutt erindi um hleðslulausnir og þjónustu fyrir rafbíla. Rúmlega 100 manns mættu á viðburðinn sem fékk góðar undirtektir hjá gestum og greinilega mikill áhugi fyrir framtíð rafbíla á Íslandi.

Neytendur borga uppbyggingu og rekstur bensínstöðva í formi hærri álagningar

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar áformum Reykjavíkurborgar um að fækka bensínstöðvum um helming á næstu árum.Runólfur telur að fækkunin hafi í för með sér lægra eldsneytisverð. Þetta kom fram í máli hans á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Sáttmáli hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra

Sáttmáli um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni hefur verið gerður. Markmið sáttmálans er að auka gagnkvæman skilning og koma í veg fyrir slys, því mikilvægast af öllu er að tryggja öryggi allra vegfarenda.

Askja innkallar 132 Kia Niro bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi KIA Niro bifreiðar. Um er að ræða 132 bifreiðar af undirtegundunum DE, HEV og PHEV