Fréttir

FIA leggur áherslu á umferðaröryggi

Formúla 1 hófst um helgina og fór fyrsta keppnin fram í Barcelona. Við það tækifæri gaf FIA, Alþjóðasamtök bifreiðaeigenda, frá sér stuttmynd þar sem samtökin leggja áherslu á umferðaröryggi.

Aðstoð FÍB alveg ómetanleg

Nemendum í 10. bekk við Foldaskóla í Grafarvogi stendur til boða valgrein við skólann sem nefnist fornám til ökunáms. Í þessu fagi er farið yfir öryggi og ýmsa þá þætti sem tengjast bílum. Hjörtur Gunnar Jóhannesson, starfsmaður FÍB, aðstoðar þar. Hann heimsótti Foldaskóla og fræddi nemendur um allt sem snýr að dekkjaskiptum. Einnig fór fram kennsla í því hvernig maður tengir startkapla og gefur straum.

Stefnt að fækkun bensínstöðva í borginni um helming á næstu árum

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi í gær meg­in­lín­ur og samn­ings­mark­mið í viðræður við olíu­fé­lög­in með það að mark­miði að fækka bens­ín­stöðvum í borg­inni um helm­ing. Í stað bens­ín­stöðva komi íbúðaupp­bygg­ing, hverf­is­versl­an­ir eða önn­ur starf­semi á lóðunum. Alger einhugur var í borgarstjórn um málið.

Nýtt og endurbætt slysakort tekið í notkun á vef Samgöngustofu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóð fyrir morgunverðarfundi um umferðaröryggi í Norræna húsinu í morgun. Þar opnaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtt og endurbætt slysakort á vef Samgöngustofu en á kortinu eru upplýsingar um öll umferðarslys sem orðið hafa á Íslandi frá 2007 til ársloka 2018.

LED lýsing á gangbrautir til að auka öryggi

Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir verður tekin í notkun á fimm stöðum í Reykjavík í haust. Tillaga Sjálfsstæðisflokksins um að ráðist verði í þetta tilraunaverkefni var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar í gær.

Götuþvottur og malbikunarframkvæmdir

Götuþvottur stendur nú yfir af fullum krafti en það er hluti af hreinsun gatna í Reykjavík að vori. Byrjað var af krafti í apríl með sópun stofnleiða og þessa dagana er farið skipulega um hverfin og húsagötur sópaðar og þvegnar.

Sala hafin á Mercedes-Benz EQC

EQC, fyrsti hreini rafbíllinn í nýrri línu Mercedes-Benz, er nú kominn í sölu á Íslandi. Fyrstu bílar koma til landsins í ágúst en Ísland er er meðal fyrstu landa í heiminum sem fær þennan eftirsótta bíl. Nú er hægt að panta bílinn og samhliða því hefur Bílaumboðið Askja birt verðlista þar sem fram kemur að bíllinn kostar frá 9.390.000.

Tengiltvinnbílum fjölgar hratt

Árið 2008 urðu straumhvörf innan bílageirans og áherslur framleiðenda og neytenda fóru í meiri mæli að beinast að endurnýjanlegum orkugjöfum. Árið 2009 voru fyrstu tveir metanbílarnir nýskráðir hér á landi og hefur nýskráningum metanbíla fjölgað nokkuð jafnt í gegnum árin. Þetta kemur fram í Árbók Bílgreinasambandsins.

Bann við notkun eiturefnisins metanóls í rúðuvökvum

Nokkuð er um að rúðuvökvar sem innihalda metanól hafi verið til sölu hér á landi. Umhverfisstofnun hefur í nokkur skipti þurft að hafa afskipti af því þegar hættumerkingum á slíkum vörum hefur verið ábótavant.

Lexus í efsta sætinu fyrir frábæra hönnun

Í merkjakönnun sem breska bílatímaritið Auto Express stóð fyrir röðuð Lexus, Alfa Romeo og Kia sér í þrjú efstu sæti hvað ánægju snertir. Lexus, sem hafnaði í efsta sætinu, þótti sérlega vel hannaður og það skilaði honum í efsta sætið. Sex af tíu efstu bílategundunum komu frá Japan.