Fréttir

Kia efst fimmta árið í röð hjá J.D Power

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja. Þetta er fimmta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power.

Ölfusárbrú sandblásin og máluð

Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi viðhaldsframkvæmda á Ölfusárbrú. Um er að ræða sandblástur og málun stálgrindar undir brúnni. Gert er ráð fyrir að sandblása og mála alla grindina í aðalbrúnni sem er undir brúnni. Þetta kemur fram á sunnlenska.is

Býður nýja Citroen bíla með 5 ára ábyrgð

Brim­borg býður nú alla nýja Citroen­bíla með fimm ára ábyrgð. Um er að ræða víðtæka verk­smiðju­ábyrgð sem gild­ir fyr­ir bæði fólks­bíla og sendi­bíla Citroen.

Rafbíllinn I-Pace fær enn eina viðurkenninguna

Heimsbíll ársins, rafbíllinn I-Pace frá Jaguar, heldur áfram að fá viðurkenningar en bíllinn hefur vakið verðskulduga athygli. Nýlega bættist enn ein viðurkenningin við þegar bíllinn hlaut þrenn helstu verðlaun tímaritsins Engine Technology International magazine þegar hann hlaut verðlaunin „Drifrás ársins 2019“, „Besti nýi rafmótorinn“ og „Besta vélin í flokki 350 til 450 hestafla“ á verðlaunahátíðinni „The International Engine + Powertrain of the Year Awards“ sem fram fór í Stuttgart.

Vegmerkingum ábótavant við Vaðlaheiðargöng

Vegmerkingar við Vaðlaheiðargöng, eða skortur á þeim, hafa sætt nokkurri gagnrýni en við göngin kemur hvergi fram að önnur, gjaldfrjáls leið sé í boði. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir að skiltunum verði breytt en Vaðlaheiðargöng hafi átt að leysa Víkurskarð af hólmi og meginreglan sé sú að vísa á stystu og öruggustu leiðina.

Beygjuljósin á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sæta gagngrýni

Töluverðar óánægju gætir á meðal ökumanna með stýringu beygjuljósa á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu. Dæmi eru um að ökumenn á leið í vinnu og úr vinnu hafa lent þar í töluverðum umferðartöfum vegna knapps græns beygjuljóss á umræddum gatnamótum.

Fjölförnum gatnamótum lokað í kvöld og nótt

Í kvöld og nótt er stefnt að því að malbika gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 20 – 6 í fyrramálið.

Tækninni fleygir svakalega hratt fram

„Það er alltaf nóg að gera í því að aðstoða fólk sem þarf á þjónustu okkar að halda. Þó er minna um að verið sé að laga læsingar en áður. Við erum nú mest í því að aðstoða fólk sem hefur týnt bíllyklum. Enn fremur er nokkuð um að fólk brjóti lyklana sína. Nú er að mestu notuð fjarstýring og nota verður síledrín þegar bílinn verður straumlaus en það hefur aldrei aldrei notað og allt situr fast svo að lyklar brotna oft á tíðum. Umfram allt er gaman að koma fólki til hjálpar í neyð,“ sagði Kristján Ibsen Ingvarsson hjá Neyðarþjónustunni í spjalli við FÍB-blaðið.

Lögreglan í Sviss tekur rafbíla í sína þjónustu

Lögreglan í svissnesku kantónunni St. Gallen tók á dögunum í notkun þrettán nýja rafbíla af gerðinni Hyundai Kona EV. Fimm bílanna verða í þjónustu einkennisklæddra lögreglumanna við skyldustörf. Hinir verða notaðir í almennum störfum starfsmanna embættisins.

Sigur að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanns hafi verið lækkað

Eins og fram hefur komið voru ný umferðarlög samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í vikunni. Meðal breytinga er lækkun leyfilegs vínandamagns í blóði ökumanna, sem fer úr 0,5 prómílum í 0,2 prómíl. Þá er einnig heimild í lögum til að banna umferð á tilteknu svæði, fari mengun yfir heilsuverndarmörk.