Fréttir

Alþjóðlegu vegaöryggis nýsköpunarverðlaunin 2020

Sænsk stjórnvöld voru í gær sæmd hinum eftirsóttu alþjóðlegu iRAP nýsköpunarverðlaunum. Alþjóðlegu vegaöryggissamtökin iRAP eru móðursamtök EuroRAP sem hefur allt frá árinu 2005 tekið út öryggi íslenskra vega.

Eng­inn veg­ur á Íslandi upp­fyll­ir skil­yrði fyr­ir 110 km/​klst

Eng­in áform eru af hálfu Vega­gerðar­inn­ar um að leggja til hækk­un há­marks­hraða um­fram 90 km/​klst. næstu árin, en Andrés Ingi Jónsson, þingmaður, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, á Alþingi hvar það hefði komið til álita að hækka hraðann. Í nýj­um um­ferðarlög­um seg­ir að heim­ilt sé að hækka hraðann um­fram 90 km/​klst. með upp­setn­ingu skilta.

Bjóða bætur í stóra útblásturs hneykslinu

Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Volkswagen hafa boðist að greiða þýskum bíleigendum um 830 milljónir evra sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu. Um það bil 450 þúsund eigendur Volkswagen dísilbíla höfðuð mál á hendur Volkswagen bílasmiðjunum.

Rafmagnaður strætó til reynslu á Íslandi

Nýr Mercedes-Benz eCitaro strætisvagn sem gengur eingöngu fyrir rafmagni hefur verið hér á landi í prófunum og reynsluakstri. Bíllinn vakti athygli hér á götum en hann var m.a. hjá Strætó, Hópbílum, Kynnisferðum og Isavia til reynslu í rekstri þessara fyrirtækja.

Hægst hefur á starfsemi Toyota í Kína

Japnaski bílaframleiðandinn Toyota ætlar af fremsta megni að halda sínu striki hvað framleiðslu fyrirtæksins áhrærir í Kína. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðust um helgina ætla að halda þremur af fjórum bílaverksmiðjum sínum gangandi. Hægst hefur á allri framleiðslu vegna kórónaveirunnar COVID-19 sem og hátíðarhalda vegna kínverka tunglsársins sem lauk um helgina.

Jaguar Land Rover prófar nýstárlegt endurvinnsluferli

Gert er ráð fyrir að árið 2050 nemi plastúrgangur heimsins um tólf milljónum tonna. Jaguar Land Rover hefur nú ákveðið að prófa nýstárlegt endurvinnsluferli í samvinnu við efnavöruframleiðandann BASF og er markmiðið að endurvinna plastúrgang frá breskum heimilum, sem annars væri brennt eða urðað, í hina ýmsu íhluti sem nú eru úr áli, koltrefjum eða stáli í bílaframleiðslu Jaguar Land Rover.

Ný stöðubrotsgjöld með nýjum umferðarlögum

Bílastæðasjóður vill vekja athygli á því að ný umferðarlög tóku gildi um áramótin. Helsta breytingin í nýjum lögum hvað varðar eftirlit stöðuvarða og lögreglu er sú að við ákvæðum sem áður voru sektir við skal nú setja setja stöðubrotsgjald.

Sundurliðun ábótavant við tilboðsgerð tryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið hóf í júlí 2019 athugun á því hvernig vátryggingafélög („félögin“ hér eftir) sundurliða kostnað og afslætti vátrygginga við tilboðsgerð til einstaklinga vegna ökutækjatrygginga og eignatrygginga (þ.e. bruna- og innbústrygginga). Niðurstöður lágu fyrir í nóvember 2019 og birt hefur verið á vef Seðlabanka Íslands.

Fleiri tilvik um kílómetrasvindl hafa komið upp

Í dag er ár síðan bílaleigan Procar viðurkenndi að hafa lækkað kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir. Það var eftir að Kveikur fjallaði um gögn sem sönnuðu mælasvindlið yfir fimm ára tímabil. Eftir það hafa komið upp níu sambærileg dæmi, ótengd Procar.

Fleiri Evrópulönd að banna reykingar í bílum

Frá og með árinu 2021 tekur í gildi reglugerð í Belgíu er varðar reykingar í bílum. Reglugerðin lítur að því að með öllu verði óheimilt að reykja í bílnum þar sem í eru ófrískar konur og börn undir 18 ára aldri. Svipaðar reglugerðir hafa þegar tekið gildi í nokkrum Evrópulöndum eins og í Frakklandi, Ítalíu og Austurríki.