Fréttir

Verkefnið ,,Allir vinna" útvíkkað

Á dögunum voru samþykkt lög á Alþingi um aðgerðir stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Bílgreinasambandið og Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að útvíkka verkefnið "Allir vinna". Nú býðst eigendum fólksbíla, utan rekstrar, 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti þess sem þeir hafa greitt af vinnu vegna bílaviðgerðar, bílamálningar og/eða bílaréttingar fólksbifreiða.

1.860 milljónum kr. varið í vegaframkvæmdir og viðhald á árinu

Alþingi samþykkti nú í vikunni þingsályktunartillögu um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru.

Viðlíka samdráttartölur í umferðinni aldrei sést áður

Umferðin í mars á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent og aldrei hafa viðlíka samdráttartölur sést. Eftir efnahagshrunið 2008 dróst umferðin mest saman um 3,5 prósent á milli mánaða í mars og mesti mældi samdráttur milli mánaða hingað til nemur 9,1 prósenti í apríl 2009. 35 þúsund færri ökutæki fóru um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tesla mest selda bílategundin á Íslandi

Eftir því sem fram kemur á vef Samgöngustofu er Tesla sú bílategund sem hefur selst mest á fyrstu þremur mánuðum þess árs. Alls hafa 415 bifreiðar selst af þessari tegund en fyrstu bílarnir komu hingað til lands í lok febrúar. Tesla er 16% nýskráninga það sem af er á árinu. Stærsti hluti Tesla bifreiða eru af gerðinni Model 3.

Toyota innkallar 53 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 53 Toyota bifreiðar af ýmsum tegundum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bensíndæla getur verið gölluð.