Fréttir

Svipaður samdráttur í umferðinni helst áfram

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var svipuð í nýlíðinni viku (viku 17) og vikunni þar áður (viku 16) en enn gerir mismunandi tímasetning páska samanburð á milli ára erfiðan. Samdrátturinn nemur tæpum 20 prósentum. Þessi vika mun segja betri sögu af samanburðinu við síðasta ár en þær tölur verða birtar eftir viku af því fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Tunnan á Norðursjávarolíu rétt undir 20 dollurum

Miklar sviptingar hafa verið á olíumörkuðum síðustu vikurnar sem að mestu er rakið til kórónuveirufaraldursins. Eftirspurnin hefur farið niður úr öllu valdi og hafa tölur í því sambandi ekki sést um árabil.

Nýskráningar fólksbíla alls 3.141 það sem af er á árinu

Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða 3.141. Fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru nýskráningar um 3.800. Sala á nýjum bílum i apríl var með rólegra móti.

Skráningar- og skoðunarskylda eftirvagna

amgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um að taka út ákvæði í nýjum umferðarlögum um skráningar- og skoðunarskyldu léttra eftirvagna. Þetta virðist gert að undirlagi Samgöngustofu. FÍB telur það veigamikið öryggisatriði að skrá og hafa eftirlit með ástandi léttra eftirvagna.

Starfsemi Volkswagen í Wolfsburg af stað á ný

Stærsta bílaverksmiðja Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi hóf starfsemi að nýju í dag eftir nokkurra vikna lokun sökum kórónafaraldursins. Um átta þúsund starfsmenn snéru að nýju til vinnu í verksmiðjunni í Wolfsburg. Verksmiðjan verður ekki í fullum afköstum til að byrja með en þó ger

Askja innkallar Mercedes-Benz

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 17 Mercedes-Benz bifreiðar af C-Class, CLK, E-Class og CLS gerð. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að líming á topplúgu sé ófullnægjandi.

Eldsneytissala dregst verulega saman

Reiknuð sala á eldsneyti (í rúmmetrum) í lok mars 2020 var 42% lægri en meðal dagleg sala í mars 2019. Meðal sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra. Samkomubann var sett á 4. mars 2020, en í aðdraganda þess var sala eldsneytis um 8% hærri en meðal salan í mars 2019. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

FÍB-Aðstoð - gott að komast af verkstæðinu og hjálpa fólki

Á annan áratug hefur Erlingur Gíslason sinnt FÍB Aðstoð á Hellu og á svæðinu þar um kring. Erlingur segir starfið vera skemmtilegt og gefandi í hinum ýmsu aðstæðum sem koma upp. Flest útköll fara í að aðstoða erlenda ferðamenn yfir sumartímann og þá aðallega í bilunum sem upp koma. Gríðarleg umferð ferðamanna fer um Hellu.

Tímabundið fjárfestingarátak samþykkt

Þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak var samþykkt á Alþingi um síðustu mánðarmót Heildarfjárheimild til átaksins er alls 17.936 milljónir sem skiptist á nokkra verkefnaflokka. Til samgöngumannvirkja á að verja 6.506 milljónum kr. og af þeim fara 5.660 milljónir króna í verkefni hjá Vegagerðinni.

Eldsneytisverð lækkar lítilega hér á landi

N1 lækkaði um kl. 10:00 í morgun algengasta lítraverðið á bensíni um 3 krónur eða í 213,90 krónur. N1 lækkaði einnig ódýrasta verðið á stöðinni við Skógarlind í Kópavogi niður í 187 krónur. Dísilolíuverðið lækkaði á sama tíma hjá N1 um tvær krónur á lítra. Algengasta verðið er 212,40 krónur en ódýrast við Skógarlind, 186 krónur á lítra. Það munar því 26.90 krónum á algengasta bensínverðinu og 26,40 krónum á algengasta dísilverðinu hjá N1 og besta verðinu sem félagið býður viðskiptavinum sínum.