08.04.2020
Vegagerðin og Íslenskir Aðalaverktakar skrifuðu í dag undir verksamning vegna annars áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verkið er unnið í beinu framhaldi af fyrsta áfanga sem lauk í fyrra og er um að ræða ríflega 7 km kafla.
08.04.2020
Í marsmánuði voru alls 1.165 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 5,3% færri en í sama mánuði 2019. Hafa nú alls 2.784 bílar verið nýskráðir frá áramótum, 317 færri en á sama tímabili í fyrra og nemur samdrátturinn 10,2 prósentum.
07.04.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gæti verið búin að ná einhverskonar jafnvægi í kjölfar afleiðinga kórónuveiru faraldurins með tilheyrandi fækkun ferðamanna og samdrætti almennt í efnahagslífinu. Umferðin hefur dregist gríðarlega saman en samdrátturinn í viku 14 er eigi að síður nú sá sami eða nánast sá sami og vikunni á undan, viku 13.
07.04.2020
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er að gera sér vonir um að geta opnað verksmiðju sína í Navarra á Spáni 20. apríl. Verksmiðja fyrirtækisins hefur verið lokuð frá því um miðjan mars vegna kórónuveirunnar.
06.04.2020
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við malbikun í sumar. Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga sem og endurnýjun með fræsingu og malbikun.Þannig er áætlað að malbika um 20,2 kílómetra m af götum. Áætlaður kostnaður er 784 mkr.
06.04.2020
Sjóvá hefur ákveðið að lækka iðgjöld af bifreiðatryggingum einstaklinga með því að fella niður gjalddaga þeirra í maí. Ástæða niðurfellingarinnar er að verulega hefur dregið úr umferð bifreiða eftir að samkomubann vegna COVID-19 tók gildi, að því er segir í tilkynningu.
06.04.2020
Í tölum sem birtar voru í Þýskalandi í dag kemur fram að útflutningur á bílum hefur ekki verið lægri síðan í alþjóða kreppunni 2009. Vegna Covid-19 hafa horfurnar í þýska bílageiranum versnað til muna. Væntingar fyrirtækja í bílaframleiðslu hafa lækkað verulega á milli febrúar og mars.
03.04.2020
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að Olíufélögin hafa hækkað álagningu sína verulega að undanförnu, enda hefur eldsneytisverð ekki fylgt heimsmarkaði og gengisþróun að öllu leyti. Fram kom í viðtali við Runólf í Morgunblaðinu að meðalálagning olíufélaganna á hvern seldan bensínlítra í febrúar var ríflega 46 kr. en um 60 kr. í mars.
03.04.2020
Bílaframleiðendur búa yfir mikilli þekkingu og hugviti sem nær alla leið til framleiðslu á öndunarvélum. Um þessar mundir er víða skortur á öndunarvélum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. . Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur hafið framleiðslu á öndunarvélum eftir að óskir um það bárust frá stjórnvöldum þar í landi.
03.04.2020
Umferðin á Hringveginum í mars dróst gríðarlega mikið saman frá sama mánuði í fyrra eða um 24,4 prósent. Mestur varð samdrátturinn á Mýrdalssandi en þar dróst hún saman um heil 52,3 prósent. Þar hafði straumur ferðamanna verið hvað mestur og aukingin árin á undan líka gríðarmikil. Þetta eru augljós áhrif Covid-19 og hruns í ferðamennskunni.