Fréttir

Upplýsingasíða fyrir óvitana

Samkeppniseftirlitið hefur sett upp sérstaka upplýsingasíðu um samkeppnisreglur fyrir hagsmunasamtök atvinnugreina. Á vefsíðunni segir að tilgangur hennar sé að koma í veg fyrir að starf hagsmunasamtaka fyrirtækja skaði samkeppni.

Fær SFF milljarða króna sekt?

Samkeppniseftirlitið hefur hugsanlegt brot Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) á samkeppnislögum til meðferðar. Nánar er fjallað um málið í nýjasta hefti FÍB blaðsins. Allt bendir til að SFF hafi brotið freklega gegn sátt við Samkeppniseftirlitið um að taka ekki þátt í opinberri umræðu um verðlagningu tryggingafélaganna eða gagnrýni á gjaldtöku þeirra. Framkvæmdastjóri SFF birti grein á Vísi þar sem hún réttlætti hækkun iðgjalda og andmælti gagnrýni FÍB á gjaldtökuna.

Gera þarf verðsamanburð bílatrygginga mögulegan

Í nýútkomnu FÍB blaði er fjallað um hvernig Samkeppniseftirlitið geti beitt afli sínu til að afhjúpa þá leynd sem hvílir yfir iðgjaldaákvörðunum tryggingafélaganna. Staðreyndin er sú að engin leið er fyrir FÍB eða almenning að gera einfaldan verðsamanburð á iðgjöldum bílatrygginga. Tryggingafélögin gera aðeins tilboð til einstaklinga og fyrirtækja.

Óheilbrigðir viðskiptahættir í boði fjármálaeftirlitsins

Í reglum Seðlabankans fyrir tryggingafélög og önnur fjármálafyrirtækjum eru ákvæði um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Reglunum er meðal annars ætlað að efla traust og trúverðugleika á fjármálamarkaði. Ætla mætti að fjármálaeftirlit Seðlabankans hefði áhyggjur af því hvernig iðgjaldaokur tryggingafélaganna rýrir þetta traust og þennan trúverðugleika.

Fjármálaeftirlitið kannast ekki við iðgjaldaokrið

Í svörum fjármálaeftirlits Seðlabankans við fyrirspurnum FÍB blaðsins segist eftirlitið ekki taka „efnislega afstöðu til fullyrðinga“ um að iðgjöld tryggingafélaga hafi hækkað úr hófi fram, umferðarslysum fækkað að að iðgjöld bílatrygginga séu lægri á hinum Norðurlöndunum en hér. Þetta eru engar fullyrðingar af hálfu FÍB. Þetta eru beinharðar staðreyndir frá Hagstofunni og Samgöngustofu, svo og eigin samanburðarrannsóknum félagsins. En fjármálaeftirlitið kannast ekki við þetta.

Umsókn um fullnaðarskírteini til ökuréttinda orðin stafræn

Umsókn um útgáfu fullnaðarskírteinis til ökuréttinda er nú orðin stafræn og hægt að sækja um á Ísland.is. Þá geta ökukennarar nú einnig gengið frá akstursmati með stafrænum hætti. Þetta er fyrsti liður í mikilvægu umbótaverkefni um að gera umgjörð fyrir almennt ökunám stafræna frá upphafi til enda að því fram kemur í tilkynningu á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Ofurhleðslustöðvar Tesla ná allan hringinn

Tesla hefur nú tryggt að hringvegurinn er fær þeim sem vilja notast við ofurhleðslustöðvar Tesla. Tesla opnaði fyrir skemmstu stöðvar á Höfn og á Akureyri sem þýðir að Hringvegurinn er orðinn greiðfær, aldrei meira en 300 km. á milli ofurhleðslustöðva.

Hlutdeild rafmagns- og tengiltvinnbíla hnífjöfn

Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru flestar nýskráningar í október í Hyundai bifreiðum, alls 122. Toyota bifreiðar komu í næsta sæti með 84 bíla og Volvo var í þriðja sæti með 71. Nýskráningar fólksbifreiða voru alls 1020 í október en það sem af er árinu eru þær alls orðnar 10.658. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 8.008 og nemur aukningin um 32%.

Umferðin í október jókst um 20% miðað við sama mánuð í fyrra

Umferðin í október á höfuðborgarsvæðinu jókst um nærri 20 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Umferðin er eigi að síður töluvert minni en hún var árið 2019 og einnig minni en hún var 2018. Á höfuðborgarsvæðinu er því ekki slegið met líkt og á Hringveginum að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

500 þúsund nýjar hleðslustöðvar fyrir árið 2030 í Bandaríkjunum

Bandarísk stjórnvöld hafa uppi áform um að fjölga rafknúnum ökutækjum til muna á næstu árum. Þau hafa átt í viðræðum við rafbílaframleiðendur um að auka framleiðslu á rafbílum og bæta þá en í staðinn verða innviðir bættir til muna. Mikilvægur þáttur í þessu er að tryggja nægt rafmagn og fjármagn til að uppbyggingin gangi hratt og vel fyrir sig.