Fréttir

Umferðarmet á Hringvegi í október

Aldrei hafa fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í október en í þeim október sem nú er nýliðinn að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni. Umferðin frá sama mánuði fyrir ári jókst um nærri 32 prósent sem er gríðarlega mikil aukning. mesta aukning er á Mýrdalssandi og í Hvalnesi í Lóni þar sem umferðin reyndist tvisvar og hálfu sinni meiri en í fyrra eða aukning upp á um 250 prósent.

BMW sýnir hagnað þrátt fyrir erfitt árferði hjá bílaframleiðendum

Bílaframleiðendur um allan heim kvarta sáran en framleiðslugeta þeirra hefur dregist verulega saman á síðustu mánuðum vegna skorts á hálfleiðurum og öðrum íhlutum. Þetta má að mestu rekja til heimsfaraldursins en verksmiðjur sem annast framleiðslu þessara hlutu þurftu á tímabili að grípa til lokanna. Þetta ástand hefur valdið því seinkanir hafa orðið á afhendingu nýrra bíla.

Vinnuvélar í umferð eru nú skráningarskyldar

Vinnunnuvélar sem ætlaðar eru til aksturs í umferð, það er að segja á opinberum vegum, þurfa nú að skrá þær í ökutækjaskrá og setja á þær skráningarmerki til auðkenningar. Skráning þessara vinnuvéla hófst, 1. nóvember, og þarf að hafa farið fram fyrir 31. desember næstkomandi. Eftir þann tíma má eiga von á sektum.

Hrun í Norðfjarðargöngum

Hrun varð úr lofti Norðfjarðarganga upp úr hádegi í gær. Um var að ræða sprautusteypu í loftinu en einnig nokkuð af lausu berglagi úr loftinu. Göngunum var lokuð um leið og þetta gerðist en ljóst er að einhvern tíma mun taka að losa laust efni í lofti til að tryggja aðstæður áður en hægt verður að opna fyrir umferð.

Kia EV6 Bíll ársins í Þýskalandi

Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum.

Bílabúð Benna setur upp öflugustu bílahleðslustöð landsins

Bílabúð Benna hefur sett upp öflugustu bílahleðslustöð landsins við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar að Krókhálsi 9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, vígði helðslustöðina fyrir helgina.

Bílasala í Japan dregst saman um þriðjung

Bílasala í Japan dróst saman um 31,3% í októbermánuði. Síðustu mánuði hefur bílasala í landinu dregist verulega saman og er það meira um minna rakið til heimsfaraldursins. Aukin framleiðsluskerðing veldur auk þess að mikill skortur er á bílum og afhendingartíminn hefur lengst um marga mánuði.