Fréttir

Varúðarleiðbeiningar vegna aksturs um vegi með háu vatnsyfirborði

Borið hefur á mikilli vatnssöfnun á vegum og götum landsins undanfarið. Þetta tengist m.a. rysjóttri tíð, storma- og úrkomusamri veðráttu með frosta- og hlákuköflum á víxl. Snjóruðningar, klaki, rok og rigning. Oft finnur leysingavatnið ekki farveg í fráveitukerfin enda niðurföll víða í klakaböndum. Mikill klaki og þéttur snjór er á mörgum götum og vegum. Að undanförnu hafa vegir verið að koma mjög illa undan vetri og mikið um holur og hvörf í vegakerfinu. Vatn safnast fyrir í holum, hvörfum, álum og í dældum eða við stífluð niðurföll. Bíleigendur þurfa að sýna aðgát og vera við öllu búnir til að draga úr líkum á tjóni.

Snjómokstur gengið hægt og illa – hlutirnir ekki alveg hugsaðir í botn

Ökumenn hafa ekki farið varhlutan að slæmri færð sem hefur verið götum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Þungur snjór og mikil klakamyndun hefur myndast sem gerir ökumönnum erfitt að komast leiðar sinnar og á það alveg sérstaklega við í húsagötum. Snjóruðningstæki á vegum borgarinnar hafa vart undan að brjóta klakann og ryðja götur.

Panasonic áformar byggingu á rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum

Japanska fyrirtækið Panasonic áformar byggingu á stórri rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum til framleiðslu á rafhlöðum fyrir bílaframleiðandann Tesla. Panasonic er að leita að landi til kaupa í Oklahoma eða í Kansas nálægt Texas. Fyrirhuguð bygging er talin muni kosta nokkra milljarða dollara.

Útsöluverð á bensínlítranum hér á landi gætið farið yfir 300 krónur

Í kjölfar hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu er ekki talið ólíklegt að útsöluverð á bensíni fari yfir 300 krónur hér á landi. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í Morgunblaðinu í dag.

Nýskráningar 56% meiri miðað við sama tíma í fyrra

Nýskráningar í nýjum fólksbifreiðum fyrstu tvo mánuði þess árs voru alls 1.767. Á sama tíma í fyrra voru nýskráningar alls 1.133 og er því um að ræða 634 fleiri bíla það sem af er árinu. Hlutdeild nýorkubíla á markaðnum eykst jafnt og þétt og er um 81,7%.

Klaki í húsagötum leikur ökumenn grátt

Ökumenn hafa ekki farið varhlutan að slæmri færð sem hefur verið í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Mikil ofankoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í janúar og febrúar þó hægt hafi á henni á síðustu dögum.

Mikill samdráttur í umferð á Hringvegi

Umferðin í febrúar á Hringveginum dróst saman um 16,4 prósent í febrúar og hefur aldrei á þessum árstíma dregist jafn mikið saman. Sama á við um umferðina frá áramótum. Hér munar mestu um samdrátt í umferð um Hellisheiði sem kemur ekki á óvart miðað við veðurfar og þar af leiðandi óvenju tíðar lokanir það sem af er ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.

Félag bifreiðaeigenda í Finnlandi slítur samstarfi við olíufélag í meirihlutaeigu Rússa

Systurfélag FÍB í Finnlandi, Autoliitto, sem hefur verið með aflsláttarsamning við olíufélagið Teboil í Finnlandi, hefur ákveðið að slíta samstarfinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta félag er í meira hluta eign rússneskra aðila.

Rafbíllinn KIA EV6 bíll ársins í Evrópu

Rafbíllinn KIA EV6 er bíll ársins í Evrópu 2022. Tilkynnt var um valið í Palexpo sýningarhöllinni í Genf í Sviss en þar hefur farið fram ein stærsta bílasýning um árabil. Sýningunni var hins vegar frestað þriðja árið í röð vegna heimsfaraldursins. Dómnefndin er skipuð yfir 60 blaðamönnum frá 22 löndum á vettvangi farartækja í Evrópu. Rússland var útilokað frá valinu að þessu sinni.