Fréttir

Kia eykur markaðshlutdeild sína í Evrópu

Kia jók markaðshlutdeild sína í Evrópu um 5% milli ára og er í dag með 4,8% hlutdeild seldra bíla á Evrópumarkaði. Bílaframleiðandinn hefur aldrei verið með hærri markaðshlutdeild í sögu fyrirtækisins og seldi alls 542.423 nýja fólksbíla á síðasta ári og sló eigið sölumet um 7,9%. Kia Ceed var söluhæsti bíll framleiðandans í Evrópu á síðasta ári en Sportage og Niro komu í öðru og þriðja sæti.

Sífellt fleiri rafbílar á vegum í Evrópu

Þegar tölur er teknar saman fyrir árið 2022 kemur í ljós að rafbílum á vegum í Evrópu fjölgar jafnt og þétt. Ívilnanir stjórnvalda og sívaxandi tegundaúrval hefur orðið til þess að margir bíleigendur hafa skipt út brunavélinni.

Gríðarlegur fjöldi bifreiða með óvirkan mengunarvarnarbúnað

Lítið sem ekkert hefur gerst síðan 2018 þegar FÍB vakti athygli á því að fyrirtæki hér á landi væru að bjóða upp á þjónustu þar sem vélatölvur voru endurforritaðar meðal annars til að slökkva á mengunarvarnarbúnaði bílsins.

Aðrir rafbílar á eftirmarkaði munu lækka í veðri

Eftir að bílaframleiðandinn Tesla lækkaði verð á sínum bifreiðum um 20% í síðustu viku má allt eins búast við miklum verðlækkunum á notuðum bifreiðum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að áhrifa þessa muni seytla um allan bílamarkaðinn með notaða bíla í samtali við RÚV.

Jeep Avenger bíll ársins í Evrópu 2023

Jeep Avenger er bíll ársins í Evrópu 2023 en valið var kunngert á bílasýningu sem nú stendur yfir í Brussel.

Asíu- og amerískir bílar komu best frá örggysprófunum Euro NCAP

Evrópska öryggisstofnunin, Euro NCAP, sem er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu hefur sett fram lista yfir öruggustu bíla sem prófaðir voru árið 2022. Athygli vekur að ekki er að finna bíl sem framleiddur er í Evrópu. Þeir bílar sem komu best út úr öryggisprófunum koma frá Asíu og Bandaríkjunum.

Tesla lækkar í verði í Noregi

Verð á Tesla lækkaði umtalsvert í Noregi í síðustu viku en þetta hefur verið mest seldi bíllinn í Noregi um hríð. Fyrir lækkunina kostaði Model Y tæpar 7,5 milljónir króna en kostar nú tæplega 5,8 milljónir íslenskar krónur. Model 3 lækkar töluvert minna. Kostaði fyrir lækkunina tæpar sex milljónir en er núna á 5,7 milljónir. Reyndar hefur Tesla verið að lækka víða í verði, í Evrópu og Bandaríkjunum.

Mercedes-Benz stefnir á risa hraðhleðslukerfi

Meira en áratug eftir að Tesla opnaði sína fyrstu ofurhleðslustöð í því sem nú er stærsta hraðhleðslukerfi heims fyrir rafbíla hefur Mercedes-Benz ákveðið að gera eitthvað svipað. Í fyrirlestri á CES vörusýningunni í Las Vegas í síðustu viku talaði sænski forstjórinn Ola Källenius um áætlanir fyrirtækisins um að byggja upp alþjóðlegt net 10.000 hraðhleðslutækja, sem verða knúin endurnýjanlegri orku.

Kia hlýtur viðurkenningar

Kia hlaut fjórar virtar viðurkenningar í samgönguflokki GOOD DESIGN-verðlaunanna 2022 fyrir Niro, EV9-hugmyndabílinn, EV-upplýsinga- og afþreyingarkerfið og Magenta Design-upplýsinga- og afþreyingarkerfið.

Veturinn er rafmagnaður hjá Heklu

Bílaumboðið Hekla efnir til laugardaginn 14. janúar til rafmagnaðrar vetrarsýningar að Laugavegi 174 á milli klukkan 12 og 16. Árið 2023 verður viðburðarríkt fyrir Heklu sem fagnar meðal annars 90 ára afmæli. Á sýningunni verður lögð áhersla á rafmagnsbíla og allt sem viðkemur hleðslulausnum.