Fréttir

Aldrei mælst meiri umferð á Hringvegi í febrúar

Umferðin heldur áfram að slá eigin met á Hringveginum. Umferðin í febrúar um 16 lykilsnið Vegagerðarinnar jókst um tæplega 12 prósent. Aldrei áður hefur mælst meiri umferð í febrúar. Athygli vekur að það er umferðin um Suðurland sem eykst mest að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Tímasetningin röng og mögulega er kílómetragjaldið of hátt

Bann við nýskráningum bensín- og dísilbíla tekur í gildi hér á landi 2030. Frá og með þeim tíma eiga allir nýir bílar, fólksbílar, að vera knúnir rafmagni, vetni, metani og eða öðrum orkugjafa sem ekki er sóttur í jörðu. Þetta er sjálfsagt með mestu breytingum í loftslagsaðgerðum stjórnvalda sem almenningur mun finna fyrir. Það voru teknar upp ívilnanir til að greiða fyrir kaupum almennings á rafbílum og fyrir vikið lækkuðu þeir töluvert í verði. Síðan hefur eitt og annað verið gert af hálfu stjórnvalda sem hefur orðið þess valdandi að verð á rafbílum hefur hækkað.

Raf­bíll­inn Renault Scenic E-TEC bíll ársins í Evrópu

Raf­bíll­inn Renault Scenic E-TEC var val­inn Evr­ópu­bíll árs­ins á alþjóðlegu bíla­sýn­ing­unni í Genf í Sviss. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá BL hlaut Renault Scenic E-TEC af­ger­andi sig­ur með 329 stig­um. Þetta er í sjöunda sinn sem Renault hlýtur þessi verðlaun en þetta var í 61. skipti sem viðurkenningin er veitt.

Samdráttur í nýskráningum heldur áfram

Það sem af er þessu ári er samdráttur í nýskráningum fólksbifreiða um 52,4%. Nýskráningar eru núna orðnar alls 730 bifreiðar en voru á sama tímabili í fyrra 1535. Í febrúar einum eru þær alls 273 en voru í sama mánuði í fyrra 802. Bifreiðar til almennra notkunar eru alls 77,9% og rúm 20% til ökutækjaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Banaslys vegna mikillar aukningar þungaflutninga

Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, sem var gestur Spursmála á Morgunblaðinu, vill ekki meina að ástand vega hafi orðið þess vald­andi að bana­slys­um fjölgaði mjög í um­ferðinni í upp­hafi þessa árs. Sjö ein­stak­ling­ar hafa nú lát­ist það sem af er ári, ein­um færri en á öllu síðastliðnu ári.

Kílómetragjald lagt á með of skömmum fyrirvara

María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að innleiðing kílómetragjalds á rafbíla um áramótin með svo skömmum fyrirvara hefur haft töluverðan kostnað og óþægindi í för með sér hjá fyrirtækjum sem hafa stóra bílaflota. Skrá þurfi inn kílómetrafjöldann handvirkt sem sé afar tímafrekt. En lög um gjaldtökuna tóku gildi skömmu fyrir áramót.

Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í Hvalfjarðargöngum

Meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum verður tekið í notkun á fimmtudaginn kemur, þann 22. Febrúar. Sjálfvirkt hraðaeftirlit er ein af megin áherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Umferðaljósin enn án skynjara

Ekki hefur enn náðst að koma skynjurum á mótum Kleppsmýrarvegar og Sæbrautar í gagnið. Samgöngustjóri vonast til þess að úr rætist á næstu dögum. Fram kemur á ruv.is í umfjöllun um málið að starfsfólk Reykjavíkurborgar náði ekki að koma fyrir skynjurunum vegna umferðarljósa á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar um helgina eins og til stóð. Yfirborð vegarins var of blautt til að hægt væri að saga í veginn koma skynjara fyrir og loka aftur.Þetta var síðasti skynjarinn sem átti eftir að koma í virkni á Sæbraut.

40% ökutækja á nöglum í Reykjavík

Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum og 59,7% var á öðrum dekkjum. Hlutfallið var talið og reiknað miðvikudaginn 24. janúar að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Samdráttur í nýskráningum 42,4%

Fjöldi nýskráninga fólksbifreiða fyrstu sex vikur ársins eru alls 549 bifreiðar. Á sama tímabili á síðasta ári voru þær 953 og er því um ræða 42,4% samdrátt í bílasölunni á milli ára. Það sem af er árinu eru nýskráningar til almennra notkunar alls 444 bifreiðar, sem er um 80,9% hlutfall. Til bílaleiga eru nýskráningar alls 98 bifreiðar sem er tæplega 18% hlutfall. Þetta kemur fram í tölum frá Bilgreinasambandinu.