Fréttir

BMW i7 lúxusbíll ársins hjá Auto Express

BMW i7 var kjörinn „Lúxusbíll ársins 2023“ af dómnefnd bílavefjarins og blaðsins Auto Express í Bretlandi.

Stefnu­leysi og skort­ur á framtíðar­sýn

Það vantar skýrileika í rekstrarumhverfi bílgreina á næsta ári. Innflytjendur ökutækja eru þegar byrjaðir að panta bíla til afhendingar í febrúar og mars. Óviðunandi sé að vita ekki hvernig verðleggja megi vöruna,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Ríkið hlustar á FÍB með öðru eyranu - kílómetragjald á rafbíla

Þrátt fyrir loðið orðalag í kynningu fjármálaráðherra á breyttri gjaldtöku af notkun ökutækja, þá er ljóst að áformað er að fara að hluta þá leið sem FÍB hefur lagt til um kílómetragjald.

Allir verði að greiða fyrir þátt­töku eða fyrir notkun á vega­kerfinu

Sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga 2024 sem kynnt voru á fréttamannafundi í morg­un í fjármálaráðuneytinu er gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra gat þess í kynningu frumvarpsins að gefið hafi verið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Það kom fram í máli fjármálaráðherra að áfram verði samt hagkvæmara að eiga rafbíl.

Rúmlega 8% aukning í nýskráningum fólksbíla

Bílasala hefur verið með ágætum það sem af er þessu ári. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu kemur fram að að nýskráningar fólksbíla eru orðnar alls 12.986 en voru á sama tíma í fyrra 12.013. Þetta er aukning um 8,1% á milli ára.

Sáttmáli nær tvöfalt dýrari – framkvæmdum jafnvel frestað

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann vilji endurskoða Samgöngusáttmálann en allar fjárhagslegar forsendur skorti fyrir framkvæmdinni í dag. Áætlaður kostnaður við verk­efni Sam­göngusátt­mál­ans hef­ur nær tvö­fald­ast frá því sem gert var ráð fyr­ir og er nú 300 millj­arðar í stað þeirra 160 millj­arða sem upp­reiknuð kostnaðaráætl­un ger­ir ráð fyr­ir. Upp­haf­leg áætl­un var hins veg­ar upp á 120 millj­arða. Bjarni seg­ir þar að eft­ir því sem verk­efn­inu hafi undið fram hafi komið bet­ur í ljós að upp­haf­leg­ar áætlan­ir hafi verið stór­lega van­metn­ar og virðist það eiga við um nær alla þætti sátt­mál­ans.

Met í umferðinni í ágúst á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,3 prósent í ágúst miðað við ágúst í fyrra. Þetta er mesta mælda umferð í ágústmánuði en umferðarmesti mánuður hingað til var júní síðastliðinn. Útlit er fyrir að umferðin í ár aukist um 4,5 prósent sem myndi leiða til umferðarmesta árs frá því mælingar hófust og met frá árinu 2019 yrði slegið. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Vaðlaheiðargöng töpuðu 1.3 milljörðum króna árið 2022

Vaðlaheiðargöng hf., sem byggði og rekur samnefnd göng á Norðurlandi og eru í 93 prósent eigu íslenska ríkisins, töpuðu rúmlega 1,3 milljörðum króna á árinu 2022. Það er umtalsverð aukning á tapi frá árinu áður, þegar tapið var 885 milljónir króna. Þetta kemur fram í umfjöllun á Heimildinni um málið.

Skóflustunga tekin vegna þriðja áfanga Arnarnesvegar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók á dögunum fyrstu skóflustungu á gröfu að framkvæmdum vegna þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi, stytta ferðatíma og létta á umferð við Vatnsendaveg. Áætluð verklok eru haustið 2026

Umferð á Hringvegi ekki áður verið meiri í ágúst

Umferðin í ágúst á Hringveginum hefur ekki áður mælst meiri. Hún jókst um rúm átta prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan en var eigi að síður heldur minni en umferðin í júlí. Nú má búast við að umferðin í ár aukist um 6-7 prósent á Hringveginum að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.