Fréttir

Krafa hvílir á seljendum að veita neytendum allar nauðsynlegar upplýsingar

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur kvartað á opinberum vettvangi yfir innleiðingu E10-bensínblöndunnar. Í umfjöllun á fib.is í síðustu viku gagnrýndi Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, það að enginn aðdragandi var að þessum breytingum á vöruvali né upplýsingum frá söluaðilum til almennings.

Tvíbreið brú yfir Stóru-Laxá í Hreppum eflir öryggi

Vígsla á tvíbreiðri brú yfir Storu Laxá í Hreppum er mikill áfangi í auknu öryggi og fækkar slysum í umferðinni. Brúin tengir saman tvö sveitarfélög, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Hrunamannahrepp. Stefnt er að því að gamla brúin fái nýtt hlutverk og verði útbúin sérstaklega fyrir gangandi, hjólandi og vegfarendur á hestum.

Lítilsvirðing við neytendur

Íslensku olíufélögin eru aðlöguð fákeppni og virðast stundum gleyma grunngildum góðra viðskipta um virðingu og þjónustulund gagnvart viðskiptavinum.

Eitruð loftmengun skemmtiferðaskipa

Eitruð loftmengun frá skemmtiferðaskipum við hafnir er er meiri nú en fyrir heimsfaraldur.

Vilja auka samkeppni á eldsneytismarkaði í Bretlandi

Samkeppnis- og markaðseftirlitið í Bretlandi, CMA, sendi í síðustu viku stjórnvöldum tillögur um aðgerðir til að efla samkeppni á eldsneytismarkaði. Ítarleg rannsókn CMA leiddi í ljós að samkeppni í smásölu á bensíni og dísilolíu hefur verið að veikjast umtalsvert frá árinu 2019.

Hækkun bílastæðagjalda enn einn naglinn í kistu íslenskrar verlsunar

Eins og fram hefur komið hyggst Reykjavíkurborg hækka bíla­stæðagjöld á gjaldsvæði 1 um 40% í miðborg Reykja­vík­ur. Þá verður tími gjald­töku lengd­ur frá 18 til 21 á virk­um dög­um og laug­ar­dög­um. Eins verður tek­in upp gjald­skylda á sunnu­dög­um á gjaldsvæðum 1 og 2. Tilllaga þess efnis var samþykkt í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði í síðustu viku og staðfest í flýtimeðferð í borg­ar­ráði. Stefnt er að því að þessi nýju bílastæðagjöld taki gildi með haustinu.

Metumferð á höfuðborgarsvæðinu í júní

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júní reyndist 5,2 prósentum meiri en fyrir ári síðan. Ekki hefur áður mælst jafn mikil umferð á svæðinu í einum mánuði. Reikna má með að umferðin í ár aukist um 4-5 prósent og yrði það nýtt met í umferðinni verði það niðurstaðan. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hlutdeild rafbíla 38,2% það sem af er árinu

Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða alls 10.262 en voru á sama tíma í fyrra 9.327. Aukningin nemur 10%. Alls hafa farið 5.590 bifreiðar til bílaleiga og 5.064 til almennra notkunar. Þegar einstakir mánuðir í bílasölunni eru skoðaðir var hún mest í maí en þá seldust alls 2.578 bílar en í júní seldust alls 2.559 bílar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.

Óskiljanlegt að draga úr upplýsingagjöf til almennings

Reglugerð um gæðieldsneytis lagði áður þær kröfur á birgja bensíns að þeim væri skylt að tryggja að viðeigandi upplýsingar um lífelds neytis innihald bensíns væru tilgreindar með skýrum hætti á sölustað fyrir neytendur. Ákvæðið um upplýsingaskyldu birgja var afnumið úr reglugerðinni þann 28.nóvember árið 2020 af umhverfis-og auðlindaráðuneytinu þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson var umhverfis-og auðlindaráðherra.

Brimborg opnar í sumar öflugustu hraðhleðslustöð landsins í Reykjanesbæ

Brimborg hefur hafið framkvæmdir við uppsetningu á öflugustu hraðhleðslustöð landsins þar sem rafmagnsvinnuvél sér um jarðvinnu og aðföng eru flutt á verkstað á rafmagnssendibíl. Stöðinni hefur verið valinn staður á Flugvöllum í Reykjanesbæ stutt frá flugstöðinni.