Fréttir

Þjónusta í nærumhverfinu fækkar bílferðunum

Í nýjasta FÍB blaðinu er fjallað um þær ábendingar tveggja skipulagsráðgjafa að besta leiðin til að draga úr bílaumferð sé fjölbreytt og aðgengileg þjónusta í nærumhverfi íbúa. Einungis ætti að taka 3-5 mínútur að ganga eða hjóla í helstu þjónustu.

Nýtt met verði slegið í umferðinni í ár

Umferðin í nýliðnum nóvember jókst um rúm fimm prósent frá sama mánuði í fyrra. Umferðin í ár er þegar orðin meiri en hún var allt árið í fyrra þannig að ljóst er að met verður slegið í ár. Reikna má með að umferðin í ár verði 7,5-8 prósetum meiri en í fyrra. Það er gríðarlega mikil aukning á milli ára að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Samgöngusáttmálinn byrjar á öfugum enda

Ef marka má tvo erlenda skipulagsráðgjafa byrjar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins á öfugum enda. Ráðgjafarnir segja að besta leiðin til að draga úr umferð einkabíla sé að gera fólki kleift að sækja daglegar þarfir fótgangandi eða hjólandi í nærumhverfinu. Samgöngusáttmálinn tekur ekkert á því, heldur einblínir á að hjólreiðar og almenningssamgöngur komi í stað einkabílsins. Um þetta er fjallað í FÍB blaðinu, sem er nýkomið út.

Tesla Cybertruck kominn á markað

Eftir fjögurra ára seinkun vegna ýmissa mistaka í framleiðslu er Tesla Cybertruck loksins kominn á markað. Forstjóri Tesla, Elon Musk, hélt ræðu af þessu tilefni í verksmiðju fyrirtækisins í Austin íTexas, þar sem hann lýsti m.a dráttargetu bílsins, skotheldum hurðum og mikilli hraðagetu. Nokkrir viðskiptavinir tóku við Cyber-trukkunum sínum á þessum tímamótum fyrirtækisins í Texas. Fram kom við afhendingu fyrstu bílana að ódýrasta afturhjóladrifna gerðin yrði ekki fáanleg fyrr en árið 2025.

600 kW hraðhleðslustöð opnuð í Reykjanesbæ

Brimborg Bílorka opnaði á dögunum öflugustu hraðhleðslustöð landsins á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ með hámarks afl upp á 600 kW. Verð á kWh hins vegar það lægsta miðað við hleðsluafköst eða aðeins frá 49 kr / kWh. Stöðin er opin fyrir alla rafbílanotendur með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu.

Dísilolía fór fyrir mistök á bensíntanka N1 á Vopnafirði

Starfsmaður Olíudreifingar dældi í misgripum dísilolíu á bensíngeyma á afgreiðslustöð N1 á Vopnafirði miðvikudaginn 22. nóvember sl. Að sögn Sigurðar Bjarnasonar, sölustjóra hjá N1, var búið að dæla um 800 lítrum af olíu á tankinn sem tekur um 20 þúsund lítra þegar þegar mistökin uppgötvuðust. Áhyggjufullir Vopnfirðingar hafa leitað til FÍB vegna gangtruflana í bílum sínum.

Nýskráningar í Tesla nálgast þrjú þúsund

Þegar rúmlega einn mánuður er aftir á þessu eru nýskráningar fólksbíla alls 15.839 en voru á sama tíma í fyrra 15.036. Nýskráningar eru því 5,3% meiri núna í ár en í fyrra. Sala á nýjum er búin að haldast nokkuð jöfn á haustmánuðum og til dagsins í dag.

Útboðsgögn vegna Ölfusárbrúar send þátttakendum

Útboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar hafa verið send til þeirra fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Vegagerðin auglýsti alútboð vegna hönnunar og smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá á Evrópska efnahagssvæðinu þann 3. mars síðastliðinn. Þann 18. apríl voru opnaðar umsóknir en umsóknir bárust frá fimm þátttakendum sem allir uppfylltu þau skilyrði sem sett voru í útboðsauglýsingunni og voru metnir hæfir.

Reykingabann og sektir við slíku í bifreiðum ekki í bígerð hér á landi

Reykingabann í bifreiðum og sektir við slíku hefur nú þegar tekið gildi í mörgum löndum. Fleiri þjóðir munu á næstunni fylgja í kjölfarið. Í Frakklandi, Ítalíu, Austurríki og í nokkrum öðrum löndum hefur verið lagt á bann við reykingum í bílum. Í sumum tilfellum er refsað fyrir brot með háum sektum. Markmiðið í grunninn er að vernda ólögráða börn sem eru farþegar í bílunum. Fjallað er um þetta mál í nýútkomnu FÍB-blaði.

Viðgerðir á vegaskemmdum í öryggisskyni

Undanfarið hefur Vegagerðin ásamt verktökum af svæðinu sinnt viðgerðum á vegum inn í Grindavík og einnig innanbæjar svo hægt sé að halda vegunum opnum, en sumir þeirra eru afar illa farnir eftir jarðhræringarnar. Grannt er fylgist ástandi vega og ásigkomulag þeirra er metið daglega.