Fréttir

Bílafloti Íslendinga er með þeim yngri í samanburði við nokkur evrópulönd

Í tölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti kemur fram að bílafloti Íslendinga er með þeim yngri í samanburði nokkurra landa í Evrópu. Eurostat, birti nýverið yfirlit yfir aldur bílaflota í álfunni og þegar tölur um íslenska flotann eru bornar saman má sjá að tíu lönd hafa á að skipa hærra hlutfalli nýrra bíla, fimm ára og yngri. Ísland er í ellefta sæti listans en 17 lönd eru þar fyrir neðan með lægra hlutfall nýrra bíla. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið.

Vetrardekkjakönnun FÍB

Vetrardekkjakönnun FÍB er komin út og aðgengileg félagsmönnum á heimasíðu FÍB. Könnunin er unnin upp úr dekkjaprófunum sem félag norskra bifreiðaeigenda, NAF, vann og stóð straum að.

Þjónustukönnun FÍB

Félag Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, vill efla þjónustuna við félagsmenn. Af því tilefni hefur verið send út þjónustukönnun með það að markmiði að fá endurgjöf frá félagsmönnum varðandi þá þjónustu sem þeir hafa nýtt sér.

Nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar

Vegagerðin opnar nýjan umferðarvef, umferdin.is, á morgunfundi nk. fimmtudag. Vefurinn mun sinna því hlutverki sem núverandi færðarkort Vegagerðarinnar hefur sinnt um árabil og flestir vegfarendur þekkja vel. Nýi vefurinn verður mun aðgengilegri, sérstaklega í snjalltækjum, og mun gefa mun meiri möguleika til framþróunar.

Orka náttúrunnar fjölgar hverfahleðslum í Garðabæ

Við Eskiás í Garðabæ er að rísa nýtt hverfi þar sem umhverfissjónarmið spila stórt hlutverk. Ein af þeim leiðum sem byggingaraðilar ákváðu að fara var að hafa öll bílastæði ofanjarðar og sameiginleg með öllum húsunum sem eykur samnýtingu stæðanna.

Kínverski lúxusjeppinn frá Hongqi kominn til Íslands

Framleiðsla Hongqi hófst árið 1958 og afhenti framleiðandinn á síðasta ári yfir 3,5 milljónir ökutækja. Hongqi E-HS9, flaggskip merkisins, hefur fengið góðar viðtökur í Evrópu þar sem bíllinn er kominn í sölu, ekki síst Noregi, þar sem selst hafa um 1.300 eintök frá því að salan hófst fyrr á þessu ári. Auk Íslands eru um þessar mundir að taka til starfa umboð fyrir merkið í Svíþjóð og Hollandi.

Orkukreppan gæti dregið úr framleiðslu bíla í Evrópu um næstum 40%

Orkukreppan gæti dregið úr framleiðslu bíla í Evrópu um næstum 40% ef spár fyrirtækisins S&P Global Mobility, sem er leiðandi veitandi í bílalausnum, ganga eftir. Í tilkynningu fyritækisins er varað við því að í versta falli gæti orkukreppan í Evrópu dregið úr bílaframleiðslu sinni um nálægt 40%, eða meira en 1 milljón bíla, á ársfjórðungi til loka ársins 2023.

Metumferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í september reyndist 2,6 prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Umferðin hefur ekki áður mælst meiri í september. Maí og september eru iðulega umferðarmestu mánuðirnir. Nú stefnir í að umferðin verði svipuð og í fyrra en minni en metárið 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Vörðum leiðina saman - íbúum í öllum landshlutum boðið til opins samráðs

Innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman.

Umferð á Hringvegi ein sú mesta frá því að mælingar hófust

Umferðin í september á Hringveginum jókst um meira en átta prósent og hefur aldrei mælst meiri í september, sama á við um ágúst sl. Nú stefnir í að umferðin í ár geti orðið 2,2 prósentum meiri en í fyrra og verði á svipuðu róli og metárið 2019 að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.