Fréttir

Langflestar nýskráningar í hreinum rafbílum

Nýskráningar fólksbíla eru 5,2% meiri það sem af er árinu, samanborið við árið á undan. Alls eru nýskráningar 14.197 en var á sama tíma í fyrra 13.491. Langflestar nýskráningar eru í hreinum rafmagnsbílum, hlutfall þeirra er 42,7%.

Kia kynnir þrjá nýja rafbíla

Suður kóreski bílaframleiðandinn Kia kynnti á dögunum á árlegum rafbíladegi þrjá nýa rafbíla. Bílarnir undirstrika um leið metnaðurfulla stefnu Kia um að vera í fararbroddi í þróun og innleiðingu rafbílabyltingarinnar.

Umsögn FÍB - frumvarp til laga um kílómetragjald

Áform um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar bifreiða (gjaldtaka aksturs hreinorku- og tengiltvinnbifreiða) sem sett var í samráðsgátt stjórnvalda er liðinn. Þar gafst félögum og almenningi kostur á að senda inn umsagnir um frumvarpið og bárust alls 52 umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Allt að 76% verðmunur á umfelgun

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, kannaði verð á umfelgun hjá 35 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Tesla að innkalla 1,1 milljón bíla í Kína vegna bilunar í hemlakerfi

Rafbílaframleiðandinn Tesla er að innkalla 1,1 milljón bíla í Kína vegna bilunar í hemlakerfi, skrifar bandaríski fjölmiðillinn Bloomberg með vísan til kínverska markaðseftirlitsins. Þetta samsvarar nánast öllum Tesla bílum sem seldir eru í Kína, skrifar Bloomberg.

Íslensku olíufélögin níðast á neytendum

Fyrir tveim vikum var algengt verð á bensínlítra í Danmörku 14,69 DKK sem gerir um 286,50 íslenskar krónur. Algengt verð á lítra á þjónustustöð í Svíþjóð var þá ríflega 21 SEK sem gerir um 262 íslenskar krónur. Á þessum tímapunkti kostaði bensínlítri á þjónustustöð hjá N1 329,90 krónur og 325,70 krónur hjá Orkunni.

Tillögur FÍB um kílómetragjald kannski angi af þessari hugmyndafræði

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. Þetta kom fram í viðtali við Runólf á vísi.is

Enn nýtt met í umferð á Hringvegi

Umferðin í nýliðnum september á Hringveginum reyndist nærri fjórum prósentum meiri en í september fyrir ári síðan. Umferðin eykst mest á Suðurlandi. Búast má við að umferðin í ár aukist um sjö prósent sem er töluvert mikil aukning á einu ári að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Kílómetragjald leggst á raf­magns-, vetn­is- og ten­gilt­vinn­bíla 2024

Í tilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins í dag kemur fram að eig­end­ur raf­magns-, vetn­is- og ten­gilt­vinn­bíla munu þurfa að greiða kíló­metra­gjald árið 2024. Er það um ári fyrr en eig­end­ur dísel- og bens­ín­bíla sem verða rukkaðir um gjaldið í árs­byrj­un 2025. Kíló­metra­gjaldið sé hluti af nýju kerfi, og muni það leysa af hólmi sér­stakt gjald á bens­ín og olíu sem nú sé í gildi.

Stórar innkallanir hjá Hyundai og Kia í Bandaríkjunum

Suður-kóresku bílaframleiðendurnir Hyundai og Kia hafa innkallað tæplega 3,4 milljónir bíla í Bandaríkjunum vegna eldhættu. Fyrirtækin hafa hvatt eigendur bílanna að nota þá ekki fyrr en innköllunarviðgerð er lokið.