Fréttir

Nýskráningar nálgast 17 þúsund

Hægt hefur aðeins á nýskráningum fólksbíla eftir sem liðið hefur á desembermánuð. Nýskráningar eru nú orðnar alls 16.680 en voru á sama tíma í fyrra 15.970. Nýskráningar í desember eru alls 585 en voru á sama leyti í í fyrra 738. Það verður spennandi að sjá hvort sala á nýjum bílum fer yfir 17 þúsund bíla fyrir árslok.

Sjö bílar í úrslit um bíl ársins

Tilnefningar til bíl ársins 2024 liggja nú fyrir. Bílarnir voru valdir af dómnefnd sem samanstendur af 59 bílablaðamönnum frá 22 löndum. Úrslit verða tilkynnt á bílasýningunni í Genf mánudaginn 26. febrúar 2024. 28 gerðir bíla voru tilnefndir í upphafi en nú hafa sjö þeirra tryggt sér inn í úrslitin.

Kílómetragjald á rafbíla samþykkt á Alþingi

Á lokadegi Alþingis fyrir jólaleyfi voru samþykkt lög um kílómetragjalds sem kveða á um að af bíl sem knúinn er rafmagni eða vetni verði greitt kílómetragjald að fjárhæð sex krónur fyrir hvern ekinn kílómetra, en kílómetragjald af tengilbifreið verður tvær krónur á kílómetra.

Tesla innkallar tvær milljónir bíla í Bandaríkjunum

Öryggisgallar í sjálfstýringu neyða Tesla til að innkalla og lagfæra yfir tvær milljónir bíla. Umferðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, National Highway Traffic Safety Administration (NHTSA), hefur í tvö ár farið yfir árekstra og slys á Tesla-bílum sem voru með ökumannsaðstoðarkerfið (autopilot) virkt þegar slys varð.

Styrkir til rafbílakaupa – furðulegur seinagangur

Líkt og kemur fram í frétt sem birt var á vefsíðu FÍB fyrir stuttu stendur til að setja á laggirnar nýtt styrkjakerfi vegna kaupa á hreinorkubílum frá og með næstu áramótum. Nýja kerfið á að taka við af skattaívilnunum vegna rafbílakaupa sem hafa verið í boði á liðnum árum.

Tesla söluhæsta bílategundin

Nýskráningar fólksbíla eru orðnar 16.383 þegar rúmar tvær vikur eru eftir af þessu ári. Nýskráningar voru 15.545 á sama tíma í fyrra þannig að aukningin í ár er um 5,4%. Alls voru nýskráningar fólksbifreiða á síðasta ári 16.685 en árið þar á undan, 2021, voru þær 12.789. Það bendir því flest til þess að nýskráningar verða aðeins fleiri á þessu ári en því síðasta. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Stefnir í að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ár slái öll met

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nóvember reyndist 3,5 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta er heldur minni aukning en á Hringvegi en töluvert mikil aukning. Nú stefnir í að umferðin á svæðinu í ár slái öll met og verði 4,5 prósentum meiri á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra af því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Nagladekkjum í Reykjavík fækkar

Nagladekkjum fækkar í Reykjavík samkvæmt talningu sem gerð var um mánaðamótin. Tæplega þriðjungur reyndist vera á nöglum nú í byrjun desember. Reykjavíkurborg mælir með góðum vetrardekkjum til að draga úr mengun, hávaða og sliti á götum.

Beinir styrkir í stað skattaívilnana vegna orkuskipta

Beinir styrkir taka við af skattaívilnunum sem hvatar til orkuskipta í landssamgöngum frá og með næstu áramótum. Á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hefur verið unnið að gerð styrkjakerfis sem hraða á orkuskiptum í bílaflotanum í tengslum við flutnings hvata til kaupa á hreinorkubílum til Orkusjóðs. Áhersla er lögð á að kerfið verði einfalt, fyrirsjáanlegt, gagnsætt og tryggi réttlát umskipti.

BYD SEAL U og BYD TANG fengu 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP

BYD SEAL U og nýr 7 sæta BYD TANG borgarjeppi hlutu fimm stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP og það áður en bílarnir komu á markað í Evrópu. Skilgreining Euro NCAP fyrir fimm stjörnum er að ökutæki standist með afburðum kröfur um vernd farþega í árekstrum og séu einnig vel búin tækni sem á viðamikinn og öruggan hátt dregur úr líkum á árekstri.