Fréttir

Aldrei áður hefur mælst meiri umferð á Hringvegi

Aldrei áður hefur mælst meiri umferð á Hringvegi en í nýliðnum júní mánuði. Umferðin jókst um 7,6 prósent frá því í sama mánuði fyrir ári. Umferðin í ár hefur aukist mjög mikið eða um nærri 10 prósent og er útlit fyrir að í lok árs slái árið 2023 öll met í umferð. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

FÍB Aðstoð þjónustar vegaaðstoð Toyota, Lexus og BNB

Frá og með 1. júlí mun Toyota á Íslandi bjóða viðskiptavinum Toyota, Lexus og Betri notaðra Bíla vegaaðstoð í 12 mánuði. Toyota á Íslandi og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hafa undirritað samstarfssamning. Samningurinn felur í sér að umráðamenn nýrra Toyota og Lexus bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi og keyptir frá og með í dag hafa aðgang að vegaþjónustu. Sama á við um notaða bíla sem seldir eru undir vörumerkjum Betri notaðra bíla (BNB) og KINTO bílaleigubíla.

Bílastæðagjöld á gjaldsvæði 1 í miðborg Reykjavíkur hækka um 40%

Reykja­vík­ur­borg hyggst hækka bíla­stæðagjöld á gjaldsvæði 1 um 40% í miðborg Reykja­vík­ur. Þá verður tími gjald­töku lengd­ur frá 18 til 21 á virk­um dög­um og laug­ar­dög­um. Eins verður tek­in upp gjald­skylda á sunnu­dög­um á gjaldsvæðum 1 og 2.

Ferðum landsmanna í umferðinni fækkar samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun

Daglegum ferðum landsmanna í umferðinni fækkar talsvert um land allt samkvæmt nýrri könnun á ferðavenjum Íslendinga sem framkvæmd í lok árs 2022. Daglegar ferðir á mann voru 3,2 að meðaltali á landsvísu eru voru 3,7 árið 2019 þegar síðasta könnun var gerð. Ferðum fækkar í öllum landshlutum og hjá flestum aldurshópum, nema börnum yngri en 17 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innviðarráðuneytinu.

Askja tekur næstu skref í átt að stafrænum bílakaupum

Bílaumboðið Askja hefur sett nýjan rafrænan sýningarsal í loftið. Sýningarsalurinn er sá fyrsti á Íslandi sem býður upp á valmöguleikann að klára bílakaup á vefnum.

Stafrænt ökunámsferli fer vel af stað

Notkun á stafrænu ökunámsferli hefur farið vel af stað. Markmiðið með verkefninu er að einfalda ferlið og bæta þjónustu svo um munar.

Ný útgáfa af rafbílnum MG4 komin í sölu

L við Sævarhöfða hefur fengið í sölu nýja útgáfu af rafbílnum MG4, sem ber gerðarheitið MG4 Standard Range og er með 51 kWh rafhlöðu og 350 km drægni. MG4 Standard Range er á sérlega hagstæðu verði eða á 4.490 þúsundir króna sem er eitt lægsta verðið í þessum stærðarflokki á rafbílamarkaði hérlendis. Reynsluakstursbílar eru þegar til taks fyrir áhugasama við Sævarhöfða.

Eigendur Citroën C4 í Bretlandi eru ánægðastir bílaeigenda

Eigendur Citroën C4 bíla í Bretlandi eru ánægðastir allra bílaeigenda árið 2023. Þetta kemur fram í árlegri könnun í Bretlandi sem birtir niðurstöður fyrir notendaupplifun á 75 bílategundum.

Tesla opnar útibú á Akureyri

Útibú bílaframleiðandans Tesla verður opnað á Akureyri í lok árs 2024 eða byrjun árs 2025. Útibúið verði við Baldursnes, í nýbyggingu sem reist verður á lóðinni sunnan við BYKO.

Samningur vegna tvöföldun Reykjanesbrautar

Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær hafa undirritað samning um kostnaðarskiptingu vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns að því er fram kemur í tilkynningu.