28.03.2024
Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafa að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað gjaldtökusvæði, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af græðgi. Nefna má bílastæðið á Barónsstíg 4, þar sem klukkutíminn kostar 1.000 kr og innheimt er allan sólarhringinn.
22.03.2024
Unnið er víða á kaflanum frá Krýsuvíkurvegi og að Hvassahrauni á milli þeirra kafla sem þegar hafa verið tvöfaldaðir. Þetta er síðasti kaflinn í tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Verktakinn ÍAV hf. vinnur nú að vegagerð á þremur stöðum auk brúarsmíði í Hraunavík. Kraftur er í framkvæmdum og líklegt að verkið klárist fyrr en ætlað var.
22.03.2024
Bílaframleiðandinn MG Motor sýndi úrval nýrra og spennandi fólksbíla á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf á dögunum. Meðal þeirra er ný útgáfa af hinum vinsæla MG3 sem MG kynnir nú til leiks í Hybrid-útgáfu, en þeim þarf ekki að stinga í samband.
21.03.2024
Það hefur ekki verið opnað fyrir umferð um Grindavíkurveg þar sem unnið er að gerð vegar yfir nýtt hraun öðru sinni. Unnið er að því að setja upp stikur og laga fláa til að bæta öryggi vegarins.
20.03.2024
Þegar rétt þrír mánuðir er liðnir af þessu ári heldur samdrátturinn áfram í nýskráningum fólksbifreiða. Bílasalan er nú 53,8% minni en hún var á sama tíma á síðasta ári. Nýskráningar eru nú alls 1.270 bifreiðar á móti 2.750 í fyrra.
17.03.2024
Tilboð í samkeppnisútboði vegna hönnunar og byggingar brúar yfir Ölfusá voru opnuð í vikunni. Eitt tilboð barst í verkið frá ÞG verktökum ehf. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
17.03.2024
Hraun rann yfir Grindavíkurveg í nótt og hætt er við að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg sem nú er lokaður. Engin ógn er við Nesveg sem stendur. Vegurinn er fær en laskaður eftir fyrri atburði á svæðinu. Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála og beðið er með aðgerðir á meðan enn gýs. Allir vegir til og frá Grindavík eru lokaðir fyrir almenna umferð sem stendur.
17.03.2024
Bílasala heldur áfram að minnka og fyrstu sjö vikur ársins eru nýskráningar fólksbíla helmingi færri en á sama tíma á síðasta ári. Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða 1.123 en voru í fyrra 2.248.
14.03.2024
Hreinsun gatna á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu hófst fyrir tíu dögum síðan. Nú hefur aukinn þungi verið lagður í verkefnið á síðustu dögum. Áfram hefur verið haldið að sópa götur á höfuðborgarsvæðinu en nú verður farið í öll hverfin. Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að ljúka því verkefni fyrir eða um helgina.
12.03.2024
Litlar breytingar hafa orðið á nýskráningum fólksbifreiða það sem af er árinu. Bílasala hefur haldist á sama róli og er núna þegar tíu vikur eru liðnar af árinu um 47,6% minni en á sama tímabili í fyrra.