Fréttir

Vegagerð fjárfesta 33% dýrari en hjá ríkissjóði

Samkvæmt útreikningum FÍB er 33% dýrara að fela fjárfestum að sjá um vegaframkvæmdir heldur en ríkinu. Munurinn felst í hærri fjármagnskostnaði einkafjárfesta og kostnaði við innheimtu vegtolla.

Hleðslustöðvum í Þýskalandi fjölgað til muna

Þýsk stjórnvöld hafa áform um að skylda allar bensínstöðvar að þær bjóði ennfremur upp á rafknúna bílhleðslu. Þessi óform eru til komin vegna aukinnar eftirspurnar á rafbílum þar í landi á komandi árum. Framkvæmd þessi ef af verður hefði mikinn kostnað í för með sér en þýska ríkið er tilbúið að borga hana að hluta.

Veður­stof­an var­ar við slæm­um akst­urs­skil­yrðum á Austurlandi

Þótt komið sé inn í fyrstu viku júnímánaðar er ökumönnum bent á að akstursskilyrði geta verið varhugaverð í vissum landshlutum í dag .Það er hálka, hálkublettir eða krapi á nokkrum fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi og þar er gul viðvörun í gildi. Veður­stof­an var­ar við slæm­um akst­urs­skil­yrðum.

Renault fær neyðarlán frá franska ríkinu

Franski bílaframleiðandinn Renault gekk í dag frá 5 milljarða evra neyðarláni við frönsk stjórnvöld en fyrirtækið stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda vegna kórónuveirurnar. Margar af stærstu lánastofnunum Frakkland koma einnig að láninu með franska ríkinu sem á 15% hlut í Renault.

Meiri bjartsýni ríkir innan þýskra bílaframleiðenda

Meiri bjartsýni er innan þýskra bílaframleiðenda en fyrir nokrum vikum síðan. Í könnun sem þýska efnahagsstofnunin stóð fyrir kom fram að framleiðendur horfu nú fram á veginn með meiri bjartsýni en áður.

Mesta salan í rafbílum á Bretlandseyjum

Eins og komið hefur fram er bílasala í sögulegu lágmarki um allan heim. Kórónaveiran hefur leikið bílasmiði grátt og er ljóst að áframhald verður á í þeim efnum. Það mun taka langan tíma fyrir bílaframleiðendur að rétt úr kútnum á nýjan leik.

Mikil uppstokkun blasir við hjá Nissan

Bílaiðnaðurinn um allan heim standur frammi fyrir vanda og eru stjórnendur bílaframleiðenda strax farnir að bretta upp ermar, rýna í framhaldið og gera áætlanir. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið bílaframleiðendur ansi grátt og hefur eftirspurnin sjaldan eða aldrei verið minni. Nú heyrast þær raddir að einhverjir bílasmiðir ætla í aukið samstarf og það sé ein leið til að komast fram úr þeim erfiðleikum sem þeir nú kljást við.

Toyota innkallar RAV4

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 30 Toyota RAV4 bifreiðar af árgerð 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að stýrisarmar bifreiðanna séu gallaðir.

Uppsagnir blasa við hjá Renault

Mikill rekstrarvandi blasir við franska bílaframleiðandanum Renault eins og komið hefur fram í fréttum. Ekki verður komist hjá því að segja upp starfsfólki á næstunni. Nú þegar hefur verið tilkynnt að segja þurfi upp hátt í 15 þúsund starfsmönnum.

Bílaframleiðsla á Bretlandseyjum í algjöru lágmarki

Það segir sína sögu hvað kórónaveiran hefur leikið bílaframleiðendur grátt en í aprílmánuði einum voru framleiddir 197 bílar í bílaverksmiðjum á Bretlandseyjum.Hafa verður í huga að bílaverksmiðjur hafa að mestu verið lokaðar eða starfsemin í lágmarki. Í sama mánuði fyrir ári síðan voru framleiddir 71 þúsund bílar að sögn breskra bílaframleiðenda.