11.10.2018
Enn á ný er umræða farin af stað um vegtolla en samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp þess efnis eftir áramót. Ráðherra mælti samtímis í gær á Alþingi bæði fyrir fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Ennþá vantar fjármuni upp á til að mæta kröfum úr öllum landshlutum eins og kom fram í umfjöllun Stöðvar 2.
10.10.2018
Hyundai Motor hefur fjárfest í svissneska frumkvöðla- og hátæknifyrirtækinu WayRay AG sem gera WayRay kleift að flýta þróun sinni á tækni sem veitir alveg nýja nálgun við veitingu margvíslegra hagnýtra upplýsinga og birtingu ökuleiðsagnar.
09.10.2018
Toyota bílaframleiðandinn hefur orðið að grípa til þess ráðs að innkalla bíla af gerðinni Prius og Auris tvinnbíla sem framleiddir voru á árunum 2008 til 2014. Það voru fjölmiðlar í Japan sem greindu frá þessu fyrir helgina. Um er að ræða 2,5 milljónir bíla um allan heim.
05.10.2018
Umferðin á þjóðvegum landsins hefur aukist um tæplega 40% á síðustu fimm árum. Á milli 30-40 þúsund ferðamenn fara um vegakerfið á hverjum degi og því fylgja miklar áskoranir. Þetta var sem kom m.a. fram í máli Sigurður Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Umferðarþingi sem hófst á Grand Hóteli í Reykjavík í morgun.
05.10.2018
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í september jókst um 1,5 prósent en það er minnsta aukningin í einum mánuði á þessu ári. Þetta er einnig mun minni aukning en að meðaltali í september áranna 2005-2018. Umferðin á svæðinu hefur aukist í ár um 2,7 prósent sem er einungis einn þriðji þess sem aukning var á sama tíma í fyrra.
05.10.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi Subaru Legacy og Subaru Outback bifreiðar af árgerðunum 2010 til 2014. Um er að ræða 137 bifreiðar.
04.10.2018
Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) stendur á ári hverju fyrir vali á Bíl ársins og var valið tilkynnt við athöfn í húsnæði Blaðamannafélags Íslands í gærkvöldi. Sigurvegarinn í ár var Volvo V60. Þetta árið var 31 bíll sem uppfyllti það skilyrði að vera gjaldgengur í valinu, en bílarnir þurfa annaðhvort að vera nýir bílar eða af nýrri kynslóð.
03.10.2018
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað þann 18. september sl. að hefja ítarlega rannsókn á því hvort BMW, Daimler (Mercedes Benz) og VW (Volkswagen, Audi, Porsche) hefðu átt í samráði, sem bryti í bága við auðhringareglugerð ESB, til að koma í veg fyrir samkeppni um þróun og innleiðingu á tæknilausnum til að hreinsa útblástursmengun frá bensín- og dísilbílum. Tilkynningin kemur nákvæmlega þremur árum eftir að dísilhneyksli Volkswagen – oft kallað Dieselgate – komst í hámæli.
03.10.2018
Stórleikarinn Robert De Niro verður sérlegur sendiherra hins nýja rafbíls Kia e-Niro og mun auglýsa hann og kynna á næstu vikum og mánuðum. Kia e-Niro verður í sviðljósinu á Alþjóðlegu bílasýningunni í París. Kia verður með margt annað spennandi í gangi á sýningunni.
02.10.2018
Umferðin á Hringveginum í nýliðnum september mánuði jókst um tæp sex prósent sem er töluvert meira en að meðaltali í september mánuði frá því árið 2005. Aukningin er hinsvegar töluvert minni en hún hefur verið undanfarin nokkur ár. Umferðin jókst mest á Suðurlandi en hún dróst saman á Norðurlandi. Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 4,4 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.