16.04.2018
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skrifað undir nýja reglugerð um sektir og önnur viðurlög fyrir umferðarlagabrot. Tekur hún gildi 1. maí næstkomandi.
13.04.2018
Aðalfundur Bílgreinasambands Íslands var haldin í gær í Húsi atvinnulífsins og var fundurinn vel sóttur og málefnalegur. Á aðalfundinum var ein ályktun samþykkt er snýr að tækniþróun bíla og þá allra bíla,bæði nýorkubíla sem og bíla sem knúnir eru áfram af jarðefnaeldsneyti.
12.04.2018
Framleiðendur Kia bílanna geta glaðst yfir mjög góðum viðtökum sem nýjasta kynslóð sportjeppans Kia Sportage hefur fengið. Bíllinn kom á markað fyrir einu og hálfu ári og hafa nú þegar selst á aðra milljóna bíla. Þetta eru mun betri viðtökur en framleiðendur gerðu sér vonir um.
11.04.2018
Orka náttúrunnar vinnur að því að tryggja gott aðgengi hreyfihamlaðra að hlöðunum ON, sem nú eru 31 talsins, hringinn í kringum landið. Í gær var tekin í notkun ný hraðhleðsla í hlöðunni við Bæjarháls 1, þar sem ON er til húsa. Þar reis fyrsta hlaða ON vorið 2014 og var hún ein þeirra þar sem aðgengi var ófullnægjandi.
10.04.2018
Nissan Leaf var á dögunum „Heimsins grænasti bíllinn á árinu“ (the World Green Car 2018) á alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Verðlaun World Car Awards eru ein þau eftirsóttustu sem veitt eru í bílgreininni á heimsvísu, en Leaf er jafnframt fyrsti bíllinn sem hlotið hefur verðlaunin í þessum flokki.
09.04.2018
Umferðin á Hringveginum í nýliðnum mars jókst mikið frá sama mánuði fyrir ári eða um ríflega þrettán prósent. Þetta er þó mun minni aukning en varð fyrir ári, aukningin skýrist að einhverju marki af tímasetningu páskanna. Útlit er nú fyrir að aukning verði í umferðinni í ár sem nemur 4-6 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
06.04.2018
Í nýliðnum mars voru nýskráðir 1.833 nýir fólksbílar sem er samdráttur upp á 11.9% samanborið við sama mánuð á síðasta ári. Í mars í fyrra seldust 2081 bílar þannig að samdrátturinn nemur 248 bílum. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
04.04.2018
Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp þrjú prósent í mars sem er mun minni aukning en undanfarin ár. Í fyrra nam aukningin nærri 15 prósentum. Reikna má með að umferðin aukist í ár um 2-4 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
03.04.2018
Volvo heldur áfram að sópa til sín verðlaunum en nú hefur Volvo jeppinn XC60 verið útnefndur heimsbíll ársins 2018. Þetta var kunngert á hinni árlegu bílasýningu í New York sem hófst um páskana. Volvo XC40 var valinn bíll ársins í Evrópu á bílasýningunni sem haldin var fyrir skemmstu í Genf í Sviss. Þessar útnefningar eru því mikil viðurkenning fyrir framleiðslu Volvo.
31.03.2018
Þrátt fyrir styrkingu krónunnar síðustu vikurnar er Costco þeir einu um að láta neytendur njóta þessarar þróunar. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Runólfur vísar þar til styrkingu krónunnar að undanförnu gagnvart bandaríkjadal. Hann segir ennfremur almennt vera fylgni á milli lækkunar eldsneytisverðs og styrkingu krónunnar.