Fréttir

Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir á ári

Morgunútvarpið á Rás 2 fékk Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, til að reikna hvað það kostaði að reka bíl sömu tegundar sem Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, á í eitt ár. Samkvæmt útreikningi FÍB þá kostar það rúmar tvær milljónir á ári að reka Kia Sportage þingmannsins miðað við notkun hans á bílnum í fyrra. Við þann útreikning er miðað við áætlað endursöluverð (3.8 m.kr.) sambærilegs bíls á markaði í dag. Ásmundur fékk í fyrra 4,6 milljónir króna í aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi.

Nýjasta hlaða ON á Minni Borg

Tuttugasta og sjöunda hlaða Orku náttúrunnar fyrir rafbílaeigendur er komin í gagnið. Gunnar Þorgeirsson oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps hlóð fyrsta rafbílinn í nýrri hlöðu við Minni-Borg nú í vikunni. Smáforrit ON – ON Hleðsla – hefur verið uppfært og þjónar rafbílaeigendum nú enn betur en áður.

Hagnaðurinn hjá Volvo aldrei meiri

Mikill uppgangur hefur verið hjá Volvo sænska bílaframleiðandanum hin síðustu ár. Fyrirtækið er að koma inn á markaðinn með athyglisverða bíla sem vakið hafa áhuga og hefur sala á bílum verið einstaklega góð. Uppgjör fyrirtækisins fyrir síðasta ár sýna glæsilega útkomu en hagnaðurinn nam yfir 180 milljörðum króna og hefur hann aldrei verið meiri.

Tesla stendur frammi fyrir erfiðleikum

Þrátt fyrir erfiðleika í rekstri ætlar bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla ekkert að gefa eftir í rekstrinum og hyggst framleiða 2500 bíla af gerðinni Model 3 í viku hverri. Þegar líður tekur á árið er stefnt að því að framleiða 5000 bíla í viku.

Góður gangur í verksmiðju Nissan í Sunderland

Þrjár milljónir Nissan Qashqai bifreiðar hafa verið framleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Sunderland á Bretlandseyjum. Þessum merka áfanga náði bílaverksmiðjan skömmu fyrir áramót en þessi sportjeppi hefur verið á markaði í Evrópu í tíu ár. Þessi bíll kom fyrst á markað 2007 og hefur síðan verið afar vinsæll og unnið til fjölda verlauna.

Gert er ráð fyrir minni aukningu í umferðinni í ár en í fyrra

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu fyrsta mánuð ársins 2018 jókst um 4,6 prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta er minni aukning en þá. Spálíkan umferðardeildar Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir því að miðað við það verði mun minni aukning í umferðinni í ár en í fyrra eða 3-4 prósent. Það er í takt við hagvaxtarspár en mikil fylgni er á milli umferðar á svæðinu og hagvaxtarins eftir því sem fram kemur úr tölum frá Vegagerðinni.

Hópun vörubíla er það sem koma skal

Framfarir í öryggis- og tæknimálum fleygir fram með ýmsum hætti og eru flutningsmál þar engin undantekning. Það nýjasta á því sviði lýtur að vöruflutningabílum og kallast fyrirbærið ,,hópun“ (e. Platooning). Hópun felur í sér mikil samskipti milli flutningsbílanna þar sem notaðar eru myndavélar og radar til að tengja saman tvo eða fleiri flutningabíla í eins konar flutningalest eða hóp.

Hafist verði handa við gerð stokks á Miklubraut

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hefja undirbúning að gerð neðanjarðarstokks á Miklubraut til borgarráðs. Borgarstjóra er falið að leita þegar í stað eftir samstarfi við ríkið og verði meðal annars skoðað hvort hagkvæmt sé að vinna verkið í einkaframkvæmd. Þetta kemur fram á mbl.is.

Umferð á Hringveginum jókst í janúar

Umferðin í janúar sem leið jókst um 5,9 prósent miðað við sama mánuð á síðast ári sem kemur ef til vill svolítið á óvart þar sem tíðarfar var frekar erfitt í mánuðinum og þörf á lokunum fjallvega tíðari en oft áður. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Tölur vestan hafs gefa góð fyrirheit

Bílaframleiðendur geta verið tiltölulega ánægðir í upphafi árs en sölutölur gefa til kynna þó nokkra söluaukningu, bæði í Evrópu og eins vestan hafs. Í Bandaríkjunum heldur GM áfram sínum hlut en framleiðandinn seldi tæplega 200 þúsund bíla í janúar sem er örlítil aukningu frá sama mánuði í fyrra.