Fréttir

Íslendingar vilja vera umhverfisvænni í samgöngum

Í umfangsmikilli könnun um rafbíla, sem gerð var meðal almennings á Norðurlöndum í upphafi þessa árs, leiddi í ljós að Íslendingar eru einna viljugastir til að skipta yfir í rafbíl. Helsta hindrunin sem fólk sér er drægi bílanna. Hlöður ON eru til þess fallnar að draga úr ótta við ónógt drægi og þá eru ýmsir bílaframleiðendur sem óðast að setja á markað sífellt langdrægari rafbíla.

Skítugar götur, sandur og ryk skapa slæm loftgæði

Mjög stillt og þurrt veður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í þó nokkurn tíma. Á vefsíðu FÍB hefur verið fjallað um aukinn styrk svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs væri hátt auk þess sem há gildi koma fram í mælingum á styrk brennisteinsvetnis. Veðurspár gera ekki ráð fyrir miklum breytingum á veðri næstu daga svo áfram má búast við slæmum loftgæðum.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst í febrúar

Ólíkt Hringveginum þá jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Hún jókst þó minna en undanfarna mánuði eða um tæp þrjú prósent. Alls fóru 155 þúsund ökutæki á hverjum sólarhring um þrjú mælisvið Vegagerðarinnar og hafa þá aldrei verið fleiri.

Hekla hf. Innkallar bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen bifreiðum. Um er að ræða fimm Passat og Sharan bifreiðar sem framleiddar voru árið 2011 á tímabilinu mars og júlí.

Vetrarsýning Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja heldur sérstaka vetrarsýningu nk. laugardag kl. 12-16 í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. Mercedes-Benz býður upp á mjög breiða línu bíla, allt frá hinum sportlega A-Class til hinna stóru og stæðilegu GLS og G-Class jeppa.

Hraðhleðsla fyrir rafbíla í Þorkákshöfn

Orka náttúrunnar (ON) hefur reist hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla í Þorlákshöfn. Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri í Ölfusi tók hana formlega í vikunni og hlóð rafbíl sem sveitarfélagið nýtir í þágu félagsþjónustunnar. Hlöður ON með hraðhleðslum eru orðnar 28 talsins og verður allur hringvegurinn opinn fyrir páska.

Ástandið algjörlega óásættanlegt

Það hefur ekki farið framhjá ökumönnum að ástand gatna á höfuðborgarsvæðinu og raunar víða um land er mjög slæmt. Á þessum árstíma kemur í ljós hversu alvarlegt ástandið er og víða er ekki brugðist við skemmdum vegum og holum í tæka tíð. Fyrir vikið verða bifreiðaeigendur fyrir miklum óþægindum og í mörgum tilfellum hafa bílar orðið fyrir tjónum sem ekki fást bætt. Í langflestum atvika hafa dekk skemmst og undirvagnar bifreiða orðið fyrir tjóni.

Volvo XC40 bíll ársins í Evrópu

Volvo XC40 var valinn bíll ársins í Evrópu á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Þetta er mikil viðurkenning fyrir framleiðenda bílsins en þetta er jafnframt í í fyrsta skipti sem Volvo áskotnast þessa viðurkenningu. Það voru 60 bílablaðamenn frá 23 Evrópulöndum sem komu að þessu kjöri sem hefur farið fram frá árinu 1994.

Bílasala dróst saman í febrúar

Nýskráning fólksbíla dróst saman um 184 bíla í febrúar í samanburði við sama mánuð á síðasta ári og nemur lækkunin um 13,7%. Janúar gaf góð fyrirheit enda stór mánuður en nýskráningar frá áramótum eru 2782 fólksbílar samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.

Rekstur bifreiða veigamikill þáttur í vísitölu neysluverðs

Hagstofan hefur birt vísitölu neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2018 og er hún 449,5 stig sem er hækkun um 0,60% frá fyrra mánuði og 2,3% hækkun síðustu 12 mánuði. Rekstur bifreiða er veigamikill þáttur í vísitölu neysluverðs.