Fréttir

Lokun á Hringveginum

Þjóðvegi nr. 1 verður lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns kl. 11:00. Búast má við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. Tilkynning um það verður gefin út kl. 12:00. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Miklar tafir á helstu umferðaræðum í borginni

Það hefur ekki farið framhjá ökumönnum að þær framkvæmdir sem hófust á Miklubraut við Klambratún í gærmorgun hafa haft í för með sér miklar umferðartafir. Langar biðraðir hafa myndast á morgnana þegar fólk er á leið til vinnu og eins síðan þegar fólk er á leið heim frá vinnu seinnipartinn.

Nemendum í Foldaskóla kennt að skipta um dekk

í 10. bekk við Foldaskóla í Grafarvogi hefur sl. ár staðið til boða valgrein við skólann sem heitir fornám til ökunáms. Í þessu fagi er farið yfir ýmsa þá þætti sem tengjast bílnum. Hjörtur Gunnar Jóhannesson, starfsmaður FÍB aðstoðar, heimsótti Foldaskóla í gær og fræddi nemendurna allt um dekkjaskipti.

Landsmenn keyptu 13% fleiri nýja bíla fyrstu fjóra mánuði ársins

Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru nýskráningar fólks- og sendibíla á innlendum bílamarkaði alls 2.197 í apríl. Það er 119 bílum færri en í mars en ástæðuna má eflaust rekja til páskahelgarinnar og annarra frídaga í apríl mánuði.

Framleiðslu á Lancer verður hætt síðar á árinu

Það verða kaflaskipti í sögu Mitsubishi síðar á þessu ári þegar framleiðslu á Lancer bíl fyrirtækisins verður hætt. Saga framleiðslu þessa bíls spannar 44 ára sögu en nú verður kraftur settur í framleiðslu á jepplingum.

Ökumenn eru hvattir til að gefa sér rýmri tíma

Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hefjast í dag, mánudag, en þá verður akreinum til vesturs fækkað tímabundið frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir töfum á í morgunumferðinni á næstunni. Ökumenn eru hvattir til að gefa sér rýmri tíma en venjulega, sem og að sýna tillitssemi og aðgát við framkvæmdasvæðið.

Rangt eldsneyti á bílinn

Margur bifreiðaeigandinn kannast við mistök við eldsneytisáfyllingu en þau eru í langflestum tilfellum á þann veg þegar að fólk setur bensín á dísílbíla sína. Mistök á hinn veginn eru sjaldgæfari.

Volkswagen Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls

Volkswagen Amarok er glæsilegur pallbíll með stíl sem hefur upp á að bjóða mikla notkunarmöguleika fyrir fólk með fjölbreyttan lífsstíl. Hann kemur með einstaklega aflmiklum 3.0 lítra V6 dísilvélum með allt að 550 Nm togi og átta gíra sjálfskiptingu.

Bílaumboðið Askja innkallar Kia bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 3 Kia Niro bifreiðum, framleiddar frá 23. desember 2016 – 4. janúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er sú að Kia Motors hefur gefið það út að raftengi við stýristúpumótor gæti verið skemmt eftir samsetningu hjá birgja.

Leiðin milli Akureyrar og Reykjavíkur opnuð rafbílum

ON hefur í samstarfi við N1 og fleiri aðila bætt við þremur hlöðum fyrir rafbíla á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Leiðin er orðin fær,“ segir Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri ON.