Fréttir

Góð sala í nýjum bifreiðum

Ekkert lát er á góðri sölu á nýjum bílum en á fyrstu þremur vikum maímánaðar seldust alls 2.551 nýjar bifreiðar. Á sama tíma í fyrra seldust alls 3.392 bifreiðar en hafa verður í huga að þá voru 20 dagar virkir í mánuðinum en 14 í ár.

Costco með mun ódýrari dekk - verðkönnun

Bandaríska verslunarkeðjan Costco opnar fjórtán þúsund fermetra verslun við Kauptún í Garðabæ á morgun. Costco er þriðja stærsta smásölukeðja í heimi og í versluninni verður mikið vöruúrval, allt frá matvöru yfir í dekk og bensín. Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að sala á eldsneyti hófst í gær þar sem bifreiðaeigendum býðst lítraverð á bensíni á 169,9 krónur sem er mun lægra verð en í boði hefur verið hér á landi.

Hér hefur ríkt klassískur fákeppnismarkaður í mörg ár

Áhrifa Costco með innkomu sinni á bensínmarkaðinn um helgina gæti eflaust haft þau áhrif á næstu dögum að íslensku olíufyrirtækin sæju sig knúin til að lækka verðið. Á mbl.is kemur fram að hlutabréf olíufélaganna hafa lækkað frá opnum markaða í morgun.

Bensínstöð Costco selur lítrann á 169,9 krónur

Costco hóf í dag sölu á bensíni en verslunin í Kauptúni verður opnuð á þriðjudaginn kemur. Lítrinn hjá Costco kostar 169,9 krónur sem er verulega ódýrara en hjá íslensku olíufélögunum. Lítrinn af díselolíu er á 164,9 krónur.

Tafirnar á Miklubraut í beinni á Google Traffic

Útgáfur í upphafi af Google-kortum veittu notendum m.a. upplýsingar um hversu lengi það myndi taka að ferðast um ákveðna vegi. Voru þessar upplýsingar byggðar á umferðargögnum á þeim tíma. Þetta voru straumhvörf og hafa reynst vegafarendum vel í gegnum tíðina.

BL ehf. Innkallar Land Rover bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 39 bifreiðum af gerðinni Range Rover, Range Rover Evoque, Discovery Sport, framleiðsluár 2016.

Mikil eftirvænting eftir nýjum Mercedes-Benz Marco Polo

Nýr Mercedes-Benz Marco Polo verður frumsýndur nk. laugardag 20. maí hjá söludeild atvinnubíla hjá Öskju á Fosshálsi 1. Marco Polo er ferðabíll og segja má að hann sé hinn fullkomni ferðafélagi fyrir útileguna, næturgistingu og helgarfrí fjarri hversdagsins amstri.

200 milljónum varið í framkvæmd í ár vegna nýs Hringvegar í Hornafirði

Í vikunni voru fyrstu samningarnir við landeigendur vegna nýs Hringvegar í Hornafirði undirritaðir en í ár verða settar 200 milljónir króna í framkvæmdina. Framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út. Við þessa framkvæmd fækkar einbreiðum brúm á Hringveginum um þrjár.

Ný Octavia og Kodiaq frumsýnd á árlegum Skoda degi

Skoda dagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 20. maí milli kl. 12 og 16 í höfuðstöðvum Skoda við Laugaveg 170 – 174 þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur, svaladrykki og andlitsmálningu. Að auki verður Skoda deginum fagnað á Bílasölu Selfoss, Höldi Akureyri og HEKLU Reykjanesbæ. Á öllum stöðum verður margt um að vera og helst ber að nefna frumsýningar á nýrri og uppfærðri Skoda Octaviu ásamt sportjeppanum Skoda Kodiaq.

Umferðatafir á höfuðborgarsvæðinu

Í dag, miðvikudaginn 17. maí, er stefnt að því að fræsa og malbika á Vesturlandsvegi til vesturs, á milli Víkurvegar og Suðurlandsvegar. Malbika á vinstri akrein og verður hún lokuð á meðan.