Fréttir

Nýir Rio og Picanto frumsýndir

Bílaumboðið Askja mun frumsýna nýja Kia Rio og Kia Picanto laugardaginn 6. maí kl. 11-17. Kia Rio er vinsælasti bíll sem Kia hefur framleitt frá upphafi. Ný kynslóð bílsins er mikið breytt frá forveranum bæði hvað varðar útlit og búnað. Straumlínulagaðar línur og kraftaleg umgjörð gefa bílnum fallegt heildaryfirbragð.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu reyndist mest á miðvikudögum í apríl

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í apríl jókst um fimm prósent frá sama mánuði í fyrra, heldur minni aukning en þá en eigi að síður hefur umferðin aldrei verið meiri á svæðinu í apríl mánuði. Nú er útlit fyrir að í ár aukist umferðin um heil sjö prósent sem er mikil aukning á einu ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.

BL ehf. Innkallar BMW bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á tveim bifreiðum af gerðinni BMW Alpina F10, framleiðsluár frá 2010-2011.

Umferðin í apríl aldrei verið meiri á Hringveginum

Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um 12 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrr.

Þjóðverjar andsnúnir nýrri reglugerð á gerð ökutækja

Þjóðverjar mjög andsnúnir nokkrum lykilþáttum í endurskoðunarvottorði ökutækis. Endurskoðunarvottorðið leggur til að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fái víðtækari eftirlitsheimildir, þar með talið rétt til að leggja sektir á bílaframleiðendur um allt að 30.000 evrur á ökutæki ef ekki er farið eftir settum reglum. Þessu eru Þjóðverjar ekki sammála, þeir vilja að prófun og vottun ökutækja sé frekar hjá hverju ríki fyrir sig. Þetta er haft eftir fréttastofu Reuters.

Rafmagnsbíllinn Hyundai IONIQ kynntur á Íslandi

Rafmagnsbíllinn Hyundai IONIQ verður kynntur hjá Hyundai við Kauptún í Garðabæ nk. laugardag, 6. maí, milli kl 12 og 16. Þessi bíll, ásamt systurbílum sínum; IONIQ Hybrid og IONIQ Plug in Hybrid, hefur hlotið afar góðar viðtökur á mörkuðunum, en IONIQ er fyrsti bíllinn og sá eini enn sem komið er þar sem neytendur geta valið bílinn í þremur mismunandi útgáfum.

Svíar skoða að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi

í Svíþjóð eru stjórnvöld með til skoðunar tillögu að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi undir ákveðnum skilyrðum. Mikill hljómgrunnur eru fyrir þessari tillögu sem myndi einnig falla undir hjólreiðamenn. Sænsk stjórnvöld bera þá von í brjósti að þessi breyting muni draga úr umferðaslysum og efla öryggið á allan hátt.

Nokkur atriði sem vert er að hafa í huga eftir veturinn

Þegar veturkonungur hefur kvatt og sumarið tekið við er vert að huga hvernig bílinn kemur undan vetrinum. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

Bílaumboðið Askja innkallar 31 Mercedez Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 31 Mercedes Benz Actros 963, Antos 963, Arocs 964, Atego 967 og Econic 956 bifreiðum.