Fréttir

33 ökutækjatjón á dag hjá VÍS

Á hverjum degi síðasta árs bárust að meðaltali 33 tilkynningar um ökutækjatjón til VÍS, samtals rúmlega tólf þúsund tjónsatburðir. Tala sem gróflega má margfalda með þremur til að fá út heildarfjölda tjóna sem tilkynnt voru til tryggingafélaganna. Febrúarmánuður var tjónaþyngstur og voru 75 tjón sem komu inn þann dag þegar tilkynningar voru flestar.

Góður gangur í innkölluninni vegna gallaðra loftpúða

Frá árinu 2008 hafa bílaframleiðendur um allan heim þurft að innkalla bíla vegna gallaðra loftpúða. Þetta er stærsta innköllun á bílum sem nokkurn tímann hefur verið gerð og tekur til tugmilljóna bíla – líka á Íslandi. Þetta kom fram í umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Það þarf að skipta um 50 milljón Takata-loftpúða í 35 milljón bílum. Búið er að skipta um stóran hluta þeirra, en ekki alla.

Enginn að gera neitt þrátt fyrir alvarleika málsins

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir Procar- málið afar víðfermt og þeir eru búnir að gangast við því sjálfir að hafa að minnsta kosti átt við 110 bíla. Síðan er þessi óvissa, hversu margir bílar eru hugsanlega þarna til viðbótar. Þessir bílar voru seldir og sumir voru með einhverja tugi þúsund kílómetra minni akstur á mæli þegar þeir voru seldir heldur en raunverulega var búið að aka þeim. Þetta var þess sem meðal annars kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöldi.

Verðmerkingar í lagi hjá 18 af 33 dekkjaverkstæðum

Könnun sem Neytendastofa gerði daganna 1.-5. apríl leiddi í ljós að 18 af 33 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu voru með verðskrá sýnilega á staðnum. Fjögur verkstæði voru með verðskrá en hún var ekki sýnileg og 11 voru ekki með verðskrá til staðar. Af þeim 17 vefsíðum sem skoðaðar var verðskrá á 9 síðum.

Jón Trausti endurkjörinn formaður BGS

Á aðalfundi Bílagreinasambandsins sem haldinn var sl. fimmtudag var sérstaklega fjallað um stöðu menntamála í iðngreinum og um bíla- og bílaleigumarkaðinn, auk þess sem Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka hélt gestaerindi um stöðu efnahagsmála. Góð mæting var á fundinn og sköpuðust líflegar umræður meðal félagsmanna sem voru ánægðir með fundinn.

Fyrrverandi forstjóri VW ákærður

Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílaframleiðandans, Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í hinu fræga útblásturssvindli sem upplýst varð árið 2015. Það var embætti saksóknara í borginni Braunschweig sem komst að niðurstöðunni.

Munur á hæsta og lægsta verði fyrir þjónustu við dekkjaskipti 69 – 160%

Verðkönnun á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun á milli þjónustu aðila eða frá 69%-160% og nemur minnsti verðmunurinn 4.300 kr. en sá mesti 12.785 kr. Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað með bílinn í dekkjaskipti. Þetta kemur fram í verðkönnum sem unnin var af Alþýðusambandi Íslands og birt var í dag.

Procar svindlið og aðgerðarleysi stjórnvalda

Procar-svikin, sem ljóstrað var upp um í fréttaskýringaþættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu 12. febrúar sl., kalla á viðbrögð og aðgerðir af hálfu stjórnvalda og markaðarins til að auka öryggi og neytendavernd í bílaviðskiptum og endurheimta traust á markaði með notuð ökutæki. Það þarf að vinna að úrbótum til framtíðar og halda opinbera skrá um þau ökutæki sem átt hefur verið við með sviksamlegum hætti. Með þessum orðum hefst pistill Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðeigenda, sem birtist í FÍB-blaðinu sem var að koma út.

Nýir bílar teknir í notkun hjá Vöku

Vaka hefur tekið í notkun nýjan dráttarbíl af gerðinni Dodge Ram en bíllinn var sérsmíðaður í Bandaríkjunum. Dráttarbíllinn hefur reynst mjög vel í alla staði og er kærkominn viðbót í endurnýjun á bílaflota fyrirtækisins. Vaka og FÍB hafa átt samstarf á annan áratug en Vaka veitir félagsmönnum í FÍB þjónustu þegar eftir því er óskað allan sólarhringinn.

Sala á rafbílum vex jafnt og þétt í Danmörku

Sala á rafbílum í Danmörku vex jafnt og þétt en sölutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði segja að Danir líta á rafbílinn sem álitlegri kost en áður. Sala á rafbílum í Danmörku hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum marsmánuði. Þá seldust hátt í sex hundruð bílar og helmingur þeirra var af gerðinni Tesla Model 3.