Fréttir

Bílasala dregst stórlega saman en hreinorkubílum fjölgar verulega

Kórónuveiran hefur haft veruleg áhrif á skráningu nýrra fólksbíla hér á landi. Bílaleigur líkt og ferðaþjónustan í heild hafa glímt við mikinn samdrátt. Í nokkur ár fór um helmingur nýskráðra fólksbíla til bílaleiga en sú sala hefur hrunið í ár. FÍB hefur tekið saman tölfræði úr ökutækjaskrá Samgöngustofu um sölu fólksbíla hér á landi eftir orkugjöfum yfir fimm hálfsárs tímabil frá 2018 til júníloka í ár.

Ný göngubrú yfir Reykjanesbrautina

Ný göngubrú yfir Reykjanesbrautina var hífð á stöpla sína í gærmorgun. Loka þurfti Reykjanesbrautinni milli Kaldárselsgatnamóta og Strandgötubrúar meðan verktakinn Ístak hífði brúna á sinn stað við Ásland.

Tvö þúsundasti rafbíllinn afhentur hjá BL

BL náði ánægjulegum áfanga í vikunni þegar tvö þúsundasti rafbíllinn frá BL var afhentur nýjum eigendum við Sævarhöfða. Um var að ræða MG ZS EV, sem er nýtt merki í flóru BL sem hóf rafbílasölu í lok ágúst árið 2013 þegar BL kynnti fyrsta fjöldaframleidda rafbíl heims, Nissan Leaf.

Volkswagen eykur umsvif sín á Asíumarkaði

Þýski bílaframleiðandi Volkswagen ætlar auka umsvif sín enn frekar á Asíumarkaði eins og með prófunum á nýjum bílum og í fjárfestingum tengdum bílaiðnaði. Í sumar eignaðist fyrirtæki helmingshlut í kínversku rafeindabifreiðasamsteypunni JAC.

Bresk bílaframleiðsla dróst saman um 20,8%

Bresk bílaframleiðsla dróst saman um 20,8% í júlí samanborið við sama mánuð fyrir ári síðan. Óvissan í þessum geira er mikil vegna kórónuverufaraldursins. Í júlí voru framleiddir 85.696 bílar á Bretlandseyjum en í júlí í fyrra voru þeir 108.239.

Slysum fækkað þar sem meðal­hraðamynda­vél­ar eru í notkun

Um þess­ar mund­ir er verið að ganga frá og stilla fyrstu meðal­hraðamynda­vél­arn­ar á Íslandi. Þess­ar hraðamynda­vél­ar munu vakta Grinda­vík­ur­veg og ekki ósenni­legt að ef tækn­in reyn­ist vel verði hún tek­in í notk­un víðar um landið.

Framkvæmdum á Reykjanesbraut miðar vel áfram

Framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) á 3,2 km kafla frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi ganga vel. Þessa dagana er verið að klára að malbika síðasta kafla endurbættrar norðurakreinar milli Strandgötu og Kaldárselsvegar. Þar með má segja að nánast allri malbikunarvinnu sé lokið.

Tesla stefnir á framleiðslu á rafhlöðum með lengri líftíma og orkuþéttleika

Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríska bílaframleiðandans Tesla, segir að hugsanlega geti fyrirtækið farið að framleiða rafhlöður með lengri líftíma og með allt að 50% meiri orkuþéttleika á næstu þremur til fjórum árum.

Systurnar unnu sparakst­urs­hluta keppn­inn­ar

Íslands­mót í ná­kvæmn­isakstri 2020 lauk um helgina en það var haldið sam­hliða heims­meist­ara­mót Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA) í ná­kvæmn­isakstri raf­bíla, dag­ana 20.-22. ág­úst.

Volvo trónir í efsta sæti í nýskpunartækni og öryggi

Í bandarískri könnun sem J.D. Power, gagnagreiningar- og neytendagreiningarfyrirtækið, vann og birti á dögunum kemur í ljós hversu góðir bílaframleiðendur eru að innleiða nýsköpuntækni inn á bílamarkaðinn sem lítur meðal annars að rafbílum og öryggi svo eitthvað sé nefnt. Það kemur fáum á óvart að þar trónir Volvo í efsta sætinu en sænski bílaframleðandinn hefur vermt það sæti um langt skeið.