Fréttir

Ólöglegt verður að taka upp og nota farsímann við akstur í Bretlandi

Í nýjum lögum sem sett verða á Englandi á næsta ári verður með öllu ólöglegt að taka upp og nota farsímann við akstur. Breska samgönguráðuneytið hefur unnið að gerða þessara nýja laga í langan tíma í samvinnu við lögreglu og aðra fagaðila.

Gríðarlegur samdráttur í umferð í október

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í október dróst sama um 20 prósent miðað við sama mánuð í fyrra og kemur til af auknum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Samdrátturinn er eigi að síður ekki jafn skarpur og hann var í vor. Í síðustu viku var ekið örlítið meira en í vikunni áður en samdrátturinn frá því í sömu viku og fyrir ári er mjög mikill. Þetta kemur fram í tölum sem Vegagerðin tók saman.

Isuzu og Volvo gera með sér samkomulag í vörubílaframleiðslu

Vörubílaframleiðsla sænska bílaframleiðandans Volvo og Izuzu Motors í Japan hafa undirritað skuldbindandi samning sem felur það í sér að japanska fyrirtækið kaupir UD Trucks Volvo fyrir um 20 milljarða sænskra króna. Fyrirtækin bæði gáfu fyrir ári síðan út viljayfirlýsingu um hugsanleg kaup sem nú virðast komin í höfn.

Tillögu um evrópskt stafrænt ökuskírteini vel tekið

Á fundi evrópskra samgönguráðherra í gær lagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fram tillögu þess efnis að stafræn ökuskírteini yrðu viðurkennd í öllum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES-svæðinu). Tillögunni var vel tekið og verður málið tekið upp á vettvangi EES-samstarfsins.

Tesla fjölgar þjónustumiðstöðvum um allan heim

Mikill uppgangur er hjá bandaríska bílaframleiðandanum Tesla og nú hefur fyrirtækið áform um að bæta að minnsta kosti við einni nýrri þjónustumiðstöð á heimsvísu í hverri viku á næsta ári. Tesla hefur verið að þétta net þjónustumiðstöðva um allan heim í kjölfar aukinna sölu sem kalli á betri þjónustu við viðskiptavini.

Hafin verður gjaldtaka fyrir rafbíla á hleðslustöðvum Reykjavíkurborgar

Um­hverf­is- og heil­brigðisráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að haf­in verði gjald­taka fyr­ir hleðslu raf­bíla og ten­gilt­vinnraf­bíla á hleðslu­stöðvum Reykja­vík­ur­borg­ar í miðborg­inni. Til­laga um þetta kom frá skrif­stofu um­hverf­is­gæða.

Tesla að opna ofurhleðslustöð í Staðarskála

Raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla mun í kom­andi viku opna nýja of­ur­hleðslu­stöð fyr­ir viðskipta­vini sína við Staðarskála í Hrútaf­irði að því fram kemur í Morgunblaðinu. Afl hverr­ar hlöðu, sem eru átta tals­ins, er 250 kW en það er fimm­falt það sem fyrstu hraðhleðslu­stöðvarn­ar sem sett­ar voru upp hér á landi gátu annað.

Rafhleðslustöð komið upp í Skálholti

Rafhleðslustöð hefur verið komið upp í Skálholti og þar verður hægt að hlaða fjóra bíla samtímis. Á kirkjan.is kemur fram að fagurgræn merkingin á bíltasæðinu fer ekki fram hjá neinum og yljar aflaust öllum umhverfisvinum um hjartarætur.

Ný brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi verður tvíbreið og 163 metrar

Nýjan brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi sem smíði hefst við á næstunni verður tvíbreið og 163 metrar löng. Ennfremur verður ráðist í endurbyggingu á þjóðveginum þar hjá á um eins kílómetra kafla.

Þjónustubókin - rafræn lausn um þjónustusögu bíla

Þjónustubókin er ný rafræn lausn sem safnar viðgerðar- og þjónustuupplýsingum frá bílaumboðum og verkstæðum um bifreiðar, samhliða gögnum frá Samgöngustofu. Er það gert með umboði eigenda bifreiðanna til að útbúa samræmda skýrslu um sögu bifreiða.