Fréttir

Verum bjartsýn og sýnileg í skammdeginu

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Sjóvá og Samgöngustofa taka höndum saman og gefa 70.000 endurskinsmerki um allt land.

Bílatryggingar mun dýrari á Íslandi en hinum Norðurlöndunum

Bílatryggingar eru 50-100% dýrari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum samkvæmt samanburði sem FÍB gerði í október. Ítarlega er fjallað um þessa iðgjaldakönnun í nýútkomnu blaði FÍB.

Raf- og tengiltvinn bílar vinna mikið á

Þegar um fimm vikur eru eftir af þessu ári eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar alls 8.369 sem gerir um 24% færri skráningar miðað við sama tímabil á síðasta ári. Um 75% sölunnar er til almennra notkunar og til bílaleiga rúmlega 23%. Fyrstu þrjár vikurnar í nóvember voru nýskráningar 361. Þetta kemur fram í gögnum frá Bílagreinasambandinu.

Banaslysum í Svíþjóð fækkar

Banaslysum í umferðinni í Svíþjóð fækkar til muna. Samkvæmt tölum frá sænsku samgöngustofunni voru banaslys helmingi færri í október en í sama mánuði í fyrra. 11 manns létu lífið í umferðinni í október og hafa ekki verið færri um árabil í þessum mánuði.

Færri aka á nöglum en fyrir ári

Hlutfall negldra og ónegldra dekkja er kannað mánaðarlega yfir veturinn hér á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta talning vetrarins á hlutfalli milli nagladekkja og annarra dekkja fór fram 11. nóvember og reyndist hlutfallið skiptast þannig að 29,5% ökutækja var á negldum dekkjum og 70,5% var á öðrum dekkjum.

Um 1.900 voru teknir fyrir fíkniefnaakstur

Í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir 2019 kemur fram að þótt hraðakstursbrotin hafi verið fyrirferðamikil komu líka mörg önnur umferðalagabrot á borð lögreglunnar. Þar kemur fram að um 1.900 voru teknir fyrir fíkniefnaakstur og tæplega 1.200 fyrir ölvunarakstur.

Honda nær þriðja stigi í sjálfsaksturstækni

Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð.

Askja ehf innkallar 40 Mercedes-Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz bifreiðar af tegundunum, C-Class, GLC og EQG.

Um 30.000 ökumenn voru staðnir að hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu 2019

Um 30 þúsund ökumenn voru staðnir að hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu árið 2019 og voru hinir sömu sektaðir fyrir vikið. Einhverjir þeirra voru jafnframt sviptir ökuleyfi ef hraðinn var slíkur. Fyrir grófustu hraðakstursbrotin er gefin út ákæra, en slík mál koma upp reglulega. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2019.

Hyundai hefur mikla trú á vetnisbílum

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að styðja enn frekar við framleiðslu á vetnisbílum en gert hefur verið fram til þessa. Innleiða á nýja stefnu sem hefur það markmið að hvetja neytendur til að kaupa þessa bíla.