Fréttir

Steypt slitlag á brú yfir Steinavötn

Steypt slitlag var lagt út á nýja brú yfir Steinavötn í Suðursveit nú í vikunniSteypta slitlagið er 50 mm þykkt og um 100 MPa að styrk. Það eru Ólafur Wallevik og starfsmenn RB á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Helga Ólafssyni brúarhönnuði hjá Vegagerðinni, sem í sameiningu hafa þróað þetta steypta slitlag á brýr.

Heimsending á reynsluakstri

ílaum­boðið BL hef­ur nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða viðskipta­vin­um sem kjósa að fá send­an nýj­an sótthreinsaðan reynsluakst­urs­bíl heim að dyr­um í stað þess að gera sér ferð í sýn­ing­ar­sali fyr­ir­tæk­is­ins við Sæv­ar­höfða, Hest­háls eða Kaup­tún.

Íkvekjuhætta kom fram í Ford Kuga tvinnbílum – unnið að lausn málsins

Ford bílaframleiðandinn hefur í tilkynningu greint frá því að eftir yfirgripsmikið prófunarferli við þróun Kuga endurhlaðanlega tvinnbílsins hafi komið í ljós að nokkur fjöldi af þessari bílategund hefur lent í vandræðum með að loftræsa hita frá háspennu í rafhlöðunni.

Dýrafjarðargöng verða opnuð sunnudaginn 25. október

Dýrafjarðargöng verða opnuð sunnudaginn 25. október 2020. Opnunin verður með óvenjulegu sniði í ljósi þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu. Stutt athöfn fer fram klukkan 14 í húsnæði Vegagerðarinnar Borgartúni 7 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun halda ræðu sem útvarpað verður í þá bíla sem bíða þess að aka í fyrsta sinn í gegnum göngin.

Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir

Í kjölfar útboðs útboðs fyr­ir hönd lög­reglu­embætt­anna á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um hefur Ríkiskaup tekið lægsta til­boði Brim­borg­ar um kaup á 17 nýj­um Volvo lög­reglu­bif­reiðum að verðmæti yfir 200 millj­ón­ir króna.

Stór innköllun á tengiltvinnbílum hjá BMW

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur orðið að grípa til stórrar aðgerða vegna innköllunar á tengiltvinnbílum frá fyrirtækinu. Komið hefur í ljós íkveikjuhætta í rafhlöðum bílanna sem framleiddir voru á tímabilinu 20. janúar til 18. september á þessu ári. Um er að ræða yfir 26 þúsund bíla.

Amazon kaupir rafmagnsbíla til að auka hagkvæmni

Amazon hefur pantað 1.800 Mercedes-Benz rafmagns atvinnubíla til að lækka kolvetnisspor fyrirtækisins og auka hagkvæmni í rekstri sínum. Meirhluti bílanna mun fara í notkun strax á þessu ári. Um er að ræða 1.200 eSprinter rafmagns atvinnubíla og 600 eVitos bíla.

Rafræn rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Árleg Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður rafræn í ár en hún fer fram föstudaginn 30. október. Ráðstefnan er sú 19. í röðinni en hún hefur skapað sér sérstöðu í ráðstefnuhaldi hér á landi. Fáar ráðstefnur bjóða upp á jafn fjölbreytileg umfjöllunarefni en þau falla undir fjóra flokka; mannvirki, umferði, umhverfi og samfélag.

Raunhæft að við verðum orðin óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050

Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir formaður starfshóps stjórnvalda um Orkustefnu til næstu þrjátíu ára telur raunhæft Ísland verði orðið óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050. Þetta kom fram á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn

Fyrstu eintök af Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu.