Fréttir

Tesla að opna ofurhleðslustöð í Staðarskála

Raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla mun í kom­andi viku opna nýja of­ur­hleðslu­stöð fyr­ir viðskipta­vini sína við Staðarskála í Hrútaf­irði að því fram kemur í Morgunblaðinu. Afl hverr­ar hlöðu, sem eru átta tals­ins, er 250 kW en það er fimm­falt það sem fyrstu hraðhleðslu­stöðvarn­ar sem sett­ar voru upp hér á landi gátu annað.

Rafhleðslustöð komið upp í Skálholti

Rafhleðslustöð hefur verið komið upp í Skálholti og þar verður hægt að hlaða fjóra bíla samtímis. Á kirkjan.is kemur fram að fagurgræn merkingin á bíltasæðinu fer ekki fram hjá neinum og yljar aflaust öllum umhverfisvinum um hjartarætur.

Ný brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi verður tvíbreið og 163 metrar

Nýjan brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi sem smíði hefst við á næstunni verður tvíbreið og 163 metrar löng. Ennfremur verður ráðist í endurbyggingu á þjóðveginum þar hjá á um eins kílómetra kafla.

Þjónustubókin - rafræn lausn um þjónustusögu bíla

Þjónustubókin er ný rafræn lausn sem safnar viðgerðar- og þjónustuupplýsingum frá bílaumboðum og verkstæðum um bifreiðar, samhliða gögnum frá Samgöngustofu. Er það gert með umboði eigenda bifreiðanna til að útbúa samræmda skýrslu um sögu bifreiða.

Umferðin í nýliðinni viku 19,5% minni en í sömu viku á síðasta ári

Örlítill umferðarkippur varð í viku 43 miðað við vikuna þar á undan eða 3,1% aukning á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar reyndist umferðin í nýliðinni viku 19,5% minni en í sömu viku á síðasta ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Þetta er heldur minni samdráttur en varð í viku 42, sbr. eldri frétt þarf um.

Askja innkallar 87 Soul EV (PS EV) bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 87 Soul EV (PS EV) bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að uppfæra þarf hugbúnað vegna rafmagnshandbremsu.

Dýrafjarðargöng tekin í notkun

Dýrafjarðargöng voru opnuð fyrir umferð i gær. Opnunin var með óvenjulegu hætti vegna Covid-19 og hringdi Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. úr Vegagerðinni í Reykjavík vestur á Ísafjörð í vaktstöð Vegagerðarinnar. Þar lyftu menn síðan slánum upp frá báðum gangamunnum. Við munnana beið mikill fjöldi Vestfirðinga í löngu bílaröðum til að fá að komast í gegn og geta þannig fagnað þessari miklu samgöngubót sem göngin eru.

Askja innkallar Mercedes-Benz A-Class bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 24 Merceds-Benz A-Class. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að affallshosa fyrir miðstöðina sé ekki tengd.

Uppsetningu á kantlýsingu lokið í Hvalfjarðargöngum

Uppsetningu á kantlýsingu í Hvalfjarðargöngum er lokið og verður gerð loka úttekt á þeim í næstu viku. Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgöngum. Orkuvirki sá um uppsetningu ljósanna sem eru með 25 metra millibili í göngunum.

Frumsýna nýjan Kia Sorento á Facebook

Nýr Kia Sorento verður frumsýndur á Facebook síðu Kia á Íslandi kl. 12 í dag, föstudag. Frá og með hádegi á morgun verður jeppinn til sýnis í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og hjá umboðsmönnum Kia út um land allt þar sem mögulegt verður að fá að reynsluaka honum.