Fréttir

Vörðum leiðina saman - íbúum í öllum landshlutum boðið til opins samráðs

Innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman.

Umferð á Hringvegi ein sú mesta frá því að mælingar hófust

Umferðin í september á Hringveginum jókst um meira en átta prósent og hefur aldrei mælst meiri í september, sama á við um ágúst sl. Nú stefnir í að umferðin í ár geti orðið 2,2 prósentum meiri en í fyrra og verði á svipuðu róli og metárið 2019 að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Yfir 13 þúsund nýskráningar fyrstu níu mánuði ársins

Nú liggja fyrir nýskráningar nýrra fólksbifreiða fyrstu níu mánuði árins. Alls eru þær orðnar 13.063 og er um ræða 33,4% söluaukningu að ræða miðað við sama tíma á síðasta ári. Þá voru nýskráningar alls 9.794. Það sem af er árinu eru nýskráningar til almennra notkunar 59% en til bílaleiga tæp 40%. Þetta kemur fram i tölum frá Bílgreinasambandinu.

Toyota dregur úr framleiðslunni

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tilkynnt að draga þurfi úr framleiðslunni í október um 6,3%. Framleiddir verða um 750 þúsund færri bílar vegna skorts á hálfleiðurum.

Endurkröfur á tjónvalda 171 milljón í umferðinni á síðasta ári

Endurkröfur á tjónvalda í umferðinni námu samtals 171 milljón króna í fyrra ð því er fram kemur fram í tilkynningu frá endurkröfunefnd sem úrskurðar um endurkröfur. Eins og undanfarin árer ölvun tjónvalda í umferðinni helsta ástæða endurkrafna en endurkröfum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna fer hlutfallslega fjölgandi.

Breytingar kynntar á umferðarlögum til að auka öryggi vegfarenda

Drög að frumvarpi um breytingar á umferðarlögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar að þvíer fram kemur í tilkynningu frá innviðarráðuneytinu. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 6. október 2022.

Ísland í áttunda neðsta sæti yfir fjölda látinna í umferðinni

Meðal markmiða stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2034 er að Ísland verði í hópi fimm bestu Evrópuþjóða hvað varðar fjölda látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa. Síðustu fjögur ár hefur Ísland verið í tíunda neðsta sæti á lista sem tekinn er saman af CARE, sem rekur samevrópskan umferðarslysagagnagrunn, en við útreikninga er tekið mið af meðaltali á 5 ára tímabili. Árið 2021 færðist Ísland niður um tvö sæti og situr nú í áttunda sæti yfir þau lönd sem standa sig best í Evrópu.

760 milljónum króna varið til sértækra umferðaröryggisaðgerða

Í ársskýrslu Vegagerðinnar 2021 um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar er að finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar um sértækar aðgerðir sem snúa meðal annars að sjálfvirku hraðaeftirliti, kynningum og fræðslu til almennings og eyðingu svartbletta, umhverfi vega og uppsetningu vegriða. Þessar aðgerðir eiga að leiða til fækkunar slysa og lækkunar kostnaðar samfélagsins af umferðarslysum.

Aukningin í nýskráningum fólksbifreiða 34,1% það sem af er árinu

Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða alls 12.539. Á sama tíma í fyrra voru þær 9.353 og nemur aukningin um 34.1%. Bílaleigur eru með 52,5% í nýkráningum á markaðnum og bílar til almennra notkunar er 46,7%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Yfir 40 þúsund hraðabrot skráð með sjálfvirku hraðaeftirliti

Hæsti hraði sem mældist með sjálfvirku hraðaeftirliti árið 2021 var 166 km/klst. Yfir fjörutíu þúsund hraðabrot voru skráð það ár og þar af um 19 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Átta nýjar meðalhraðamyndavélar voru teknar í notkun við árið 2021. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu 2021 um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar.