Fréttir

Lagðir verða 43 km af malbiki í Reykjavík í ár

Borgarráð Reykjavíkur hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir fyrir árið 2018. Alls verða lagðir 43 kílómetrar af malbiki næsta sumar og er kostnaður áætlaður tæpir tveir milljarðar króna. Aldrei hafi verið malbikað jafn mikið í borginni á einu ári.

Samstaða einkenndi fund um samgöngumál á Vesturlandi

Á fjölmennum íbúafundi á Akranesi í gærkvöldi var þess krafist að ráðist yrði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst. Einn frummælanda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Það var Akraneskaupstaður sem stóð fyrir íbúafundinum.

Framkvæmdum við Dýrafjarðargöng miðar vel áfram

Framkvæmdir við Dýrafjarðargöng ganga vel en í viku 3 voru grafnir 79,0 metrar í göngunum sem er nýtt met í greftri á einni viku. Þetta kemur fram á vestfirska vefmiðlinum bb.is. Heildarlengd ganganna í lok viku 3 var 981 metrar sem er 18,5% af heildarlengd ganganna. Jarðlög í stafni samanstóðu af lögum af karga, basalti og kargabasalti.

PSA Peugeot Citroen taka stefnuna á markaði í Bandaríkjunum

Svo gæti farið að PSA Peugeot Citroen hefji á nýjan leik sölu bifreiða úr samsteypu sinni. Ef marka má orð Jean Philippe, forstjóra Peugeot, í frönsku fjölmiðlum á dögunum er þetta markmið fyrirtækisins en óvíst er með öllu hvenær af þessu verður.

Verktími Vesturlandsvegar

Verktími við breikkun Vesturlandsvegar fer eftir því hversu verkinu verður skipt upp í marga áfanga. Á heimasíðu Vegarðarinnar kemur að í svari til Morgunblaðsins, sbr. frétt blaðsins í gær 23. janúar, var nefnt að líklega yrði verkinu skipt upp í þrennt og þá gæti framkvæmdin í heild tekið 5-7 ár miðað við u.þ.b. tveggja ára verktíma á hvern hluta. Jafn líklegt er að verkinu verði skipt í tvennt og þá yrði verktíminn 3-4 ár í stað 5-7 ára.

Áætlað að það taki 5-7 ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi

Vesturlandsvegur um Kjalarnes hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu í kjölfar banaslyss og alvarlegra slysa. Mikill þrýstingur hefur verið lagður á stjórnvöld að grípa til aðgerða á Vesturlandsveginum.

Subaru XV og Impreza fengu báðir 5 stjörnur

Öryggi Subaru XV og Impreza á Evrópumarkaði fóru nýlega gegnum ítarlegar prófanir hjá umferðaröryggisstofnuninni Euro NCAP og komu þeir best út í sínum flokki í samanburði við aðrar bíltegundir sem einnig voru prófaðar í sama flokki.

Tvöföldun Reykjanesbrautar verði sett í forgang

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn árið 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar og skorar á þingmenn að sjá til þess að framkvæmdum verði forgangsraðað í samræmi við öryggissjónarmið. Þetta kemur fram á vísi.is og í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Áform um setningu nýrra umferðarlaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undirbýr nú heildarendurskoðun umferðalaga. Frestur til að koma að ábendingum og umsögnum er til og með 2. febrúar næstkomandi og sendist á netfangið postur@srn.is

Nýr og endurhannaður Duster

Dacia kynnti nýja og endurhannaða útgáfu af sportjeppanum Duster á bílasýningunni í Frankfurt undir lok síðasta árs. Næstkomandi laugardag 20. janúar kynnir BL bílinn í sýningarsalnum við Sævarhöfða þar sem einnig verða reynsluakstursbílar til taks.