05.10.2017
Hyundai Motor er í 35. sæti á lista yfir 40 verðmætustu fyrirtæki heims þriðja árið í röð. Fyrirtækið er nú metið á 13,2 milljarða bandaríkjadala sem er hækkun um 5,1% frá fyrra ári. Hyundai er nú sjötti verðmætasti bílaframleiðandi heims samkvæmt alþjóðlega greiningafyrirtækinu Interbrand.
04.10.2017
Í dag var umferð hleypt á nýja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn og er þá Hringvegurinn allur opinn á ný. Brúin yfir Steinavötn laskaðist í miklum vatnavöxtum á fimmtudag í síðustu viku þegar grófst undan einum stöplinum. Þegar var hafist handa við smíði bráðabirgðarbrúar sem nú er opnuð allri umferð sex dögum síðar.
04.10.2017
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tilkynnti í vikunni framtíðarstefnu fyrirtækisins í framleiðslu á rafmagnsbílum. Í áætlunum er gert ráð fyrir að árið 2023 verði hátt í tuttugu tegundir bifreiða sem fyrirtækið framleiðir rafmagnsbílar.
03.10.2017
Bílgreinasambandið, Borgarholtsskóli Verkmenntaskólinn á Akureyri,Iðan fræðslusetur og Félag Iðn og tæknigreina stóð fyrir stefnumótunarfundi á Icelandair Hótel Flúðum nú um nýliðna helgi. Um 20 aðilar mættu til verksins.
03.10.2017
Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn á suðausturlandi verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun miðvikudaginn 4. október. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa unnið af miklum þrótti frá því að gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku.
02.10.2017
Orka náttúrunnar hefur verið tilnefnt til alþjóðlegu CHARGE vörumerkjaverðlaunanna, sem besta vörumerkið í flokki grænnar orku. ON er eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt er í flokknum og keppir þar við fjögur erlend vörumerki.
02.10.2017
Konur í Sádi-Arabíu fá loksins að aka bílum en fram til þessa hefur þeim verið það óheimilt. Konungur Sádi-Arabíu hefur undirritað tilskipun þess efnis að frá og með júní á næsta ári geta konur í landinu gengist undir ökupróf og farið að keyra bíl.
29.09.2017
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að verið sé að þyrla ryki í augu almennings með því að tala um að veggjöld því að í raun sé um að ræða aukna skattlagningu á tiltekinn hóp bifreiðanotenda.
29.09.2017
Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga.
28.09.2017
Kostnaður samfélagsins sem hlýst af umferðarslysum á helstu stofnæðum út frá Reykjavík nemur mörgum milljónum króna. Hann nam tæpum 16 milljörðum á árunum 2012-2016. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Selfoss nam áætlaður kostnaður vegna slysa á sama tímabili rúmlega sex milljörðum. Samgöngubætur á suðuvesturhorninu verða meðal til umræðu á Umferðaþingi sem fram fer á Selfossi í dag.