15.05.2017
Í Suður-Kóreu er í byggingu æfinga- og prófunarsvæði fyrir sjálfakandi bíla. Svæðið er um 88 hektarar að stærð og mun verða það stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar framkvæmdum lýkur.
12.05.2017
Ökumenn hafa á undanförnum dögum orðið varir við miklar umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu vegna framkvæmda við stórar umferðaræðar. Það er vel að ráðist hefur verið í að framkvæma og bæta umhverfi samgagna á höfuðborgarsvæðinu og síðast nú í morgun kom fram í viðtali við borgarstjóra á Rás 2 að mikið af malbikunarframkvæmdum hafi setið á hakanum og töluverður halli hafi myndast hvað þær varðar og hann þurfi að bæta upp.
11.05.2017
Sala á rafmagnsbílum, tengitvinnbíla og Hybrid bílum tók mikinn kipp á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs í Evrópu. Ástæðuna má rekja til lengra drægi bílanna en áður.
11.05.2017
Búið er að aflétta akstursbanni sem verið hefur vegna hvassviðris á Suður- og Suðausturlandi segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Engu að síður er rétt að ítreka að enn er víða mjög hvasst, s.s. á Reynisfjalli og við Sandfell í Öræfum, og þar ættu t.d. húsbílar alls ekki að vera á ferð.
11.05.2017
Elizabet II Englandsdrottning, sem er 91 árs gömul, lætur engan bilbug á sér finna og keyrir ennþá um þó ekki sé um langar leiðir að ræða. Samkvæmt lögum er hún sú eina sem má keyra án ökuréttinda.
10.05.2017
Þýsku Porsche verksmiðjurnar birtu í vikunni sölutölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og kemur í ljós að verksmiðjurnar hafa aldrei selt fleiri bíla. Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche AG, segir þessa niðurstöðu mjög ánægjulega og undirstriki að fyrirtækið er á réttri braut. Fyrirtækið bjóði upp á góða og spennandi bíla sem kaupendur um allan heim sýni mikinn áhuga.
10.05.2017
Þjóðvegi nr. 1 verður lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns kl. 11:00. Búast má við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. Tilkynning um það verður gefin út kl. 12:00. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
09.05.2017
Það hefur ekki farið framhjá ökumönnum að þær framkvæmdir sem hófust á Miklubraut við Klambratún í gærmorgun hafa haft í för með sér miklar umferðartafir. Langar biðraðir hafa myndast á morgnana þegar fólk er á leið til vinnu og eins síðan þegar fólk er á leið heim frá vinnu seinnipartinn.
09.05.2017
í 10. bekk við Foldaskóla í Grafarvogi hefur sl. ár staðið til boða valgrein við skólann sem heitir fornám til ökunáms. Í þessu fagi er farið yfir ýmsa þá þætti sem tengjast bílnum. Hjörtur Gunnar Jóhannesson, starfsmaður FÍB aðstoðar, heimsótti Foldaskóla í gær og fræddi nemendurna allt um dekkjaskipti.
09.05.2017
Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru nýskráningar fólks- og sendibíla á innlendum bílamarkaði alls 2.197 í apríl. Það er 119 bílum færri en í mars en ástæðuna má eflaust rekja til páskahelgarinnar og annarra frídaga í apríl mánuði.