15.12.2016
Hið þýska systurfélag FÍB; ADAC, er fyrsti óháði aðilinn í Evrópu sem hefur tekið út lagfæringu og uppfærslu Volkswagen á 1,2 l dísilvélinni – þeirri sem er í VW Polo. ADAC mældi VW Polo 1,2 TDI bæði fyrir og eftir viðgerð. Niðurstaðan er sú að viðgerðin sé fullnægjandi og án óæskilegra áhrifa á afl og eyðslu. Eftir hana minnkaði losun NOx (níturoxíða) um 22 prósent en afköst og eldsneytiseyðsla breyttist nánast ekkert
14.12.2016
Þeim Svíum sem týna bílunum sínum í jólainnkaupunum og jólastressinu – gleyma hvar þeir lögðu þeim eða jafnvel gleyma því að þeir fóru að heiman frá sér á bílnum - fer fækkandi ár frá ári.
14.12.2016
GM hefur gefið út verðlista í Noregi yfir nýja rafbílinn Opel Ampera-e sem kemur verulega á óvart. Bíllinn, sem er einn langdrægasti rafbíllinn til þessa mun kosta með 60 kílóWatta rafgeymum (allt að 500 km drægi) og öllum fullkomnasta búnaði tæplega 3,9 milljónir ísl kr. Það er tæpum 400 þ. ísl. kr. lægra en búist var við. Fastlega er búist við verðstríði á markaði nýrra rafbíla í Noregi á nýju ári.
14.12.2016
Ekki er langt síðan Google lagði á hilluna áætlanir um eigin framleiðslu sjálfakandi bíla heldur á þróun hug- og vélbúnaðar fyrir sjálfakandi bíla almennt. Nú berast fregnir frá Google um stóraukna áherslu á þróun og framleiðslu slíks búnaðar og að eigin bílaframleiðsla sé alls ekkert útilokuð.
13.12.2016
Sl. laugardag, þann 10. des. var frumsýnd í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík heimildamynd um 40 ára sögu rallsins á Íslandi eftir Braga Þórðarson. Í myndinni er rakin sagan allt frá fyrsta rallinu á Íslandi í myndum og máli.
12.12.2016
Allt bendir til þess að nýjar Evrópureglur um hemla mótorhjóla taki gildi um næstu áramót. Í þeim felst það að flestöll mótorhjól með stærri vél en 125 rúmsm sem nýskráð verða eftir 1. Janúar 2017 verða að vera búin læsivörðum (ABS) hemlum.
12.12.2016
Umboðsmaður neytenda í Danmörku hefur kært Ford Motor Company í Danmörku til lögreglu fyrir duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meint brot fólust í því að setja inn myndir af dönsku frægðarfólki og Ford bifreiðum þessa fólks inn á samfélagsmiðla án þess að tilgreina að um auglýsingar væri að ræða.
12.12.2016
Framburður á nafni eins þekktasta sportbíls veraldar hefur lengi verið á reiki, ekki bara hér á Íslandi heldur líka víðar um heim. Þessi bifreiðategund er kennd við hinn upphaflega skapara sinn sem á árunum milli heimsstyrjalda 20. aldarinnar skóp einnig Volksvagen bjölluna, þann bíl sem varð alþýðuvagn hins vestræna heims að lokinni síðari heimsstyrjöld. Þessi maður var þýski vélaverkfræðingurinn Ferdinant Porsche.
08.12.2016
Ferry Smith stjórnarformaður EuroRAP hélt mjög athyglisvert erindi um öryggisrýni vega á ráðstefnunnin Bílar, fólk og framtíðin í Hörpu 17. nóvember sl. Hann skýrði tilurð og tilgang Euro RAP og Euro NCAP (öryggismat nýrra bíla). Bæði þessi verkefni urðu upphaflega til hjá alþjóðasamtökum bifreiðaeigenda, FIA, og er tilgangur þeirra að draga sem mest úr dauða og meiðslum í umferðinni í heiminum með því að bæta farartæki, umferðarmannvirki og síðast en ekki síst viðhorfum almennings, stjórnvalda og fjölmiðla til öryggismála.
07.12.2016
General Motors hefur byrjað á að setja sérstakan öryggisbúnað í nýja bíla. Búnaðurinn varar ökumenn við svo þeir gleymi ekki neinu og allra síst sofandi barni í aftursætinu þegar þeir yfirgefa bílinn. GM vonast til að búnaðurinn fækki dauðaslysum á börnum af völdum ofhitnunar í bílunum