19.01.2017
Opel boðaði á síðasta ári margar nýjungar og nú er ein þeirra komin fram. Þetta er lítill ,,jepplingur“ og þó ekki, því ekkert er fjórhjóladrifið. Þessi nýi bíll heitir Crossland X, ekki ósvipaður jepplingnum Mokka, en minni. Að stærð er Crossland X áþekkur Mazda CX-3.
18.01.2017
Norðmenn eru byrjaðir að slökkva endanlega á FM og AM (miðbylgju) útvarpssendum í landinu. Í stað FM útvarpsins kemur stafrænt útvarp (DAB). Net DAB-senda er þegar tilbúið að mestu til að leysa FM- útvarpið af hólmi
17.01.2017
Sala á nýjum bílum í Evrópu jókst árið 2016 um 6,5 prósent frá 2015. Alls keyptu íbúar Evvrópska efnahagssvæðisins (ES og EFTA) 15 milljón 131 þús.719 bíla í fyrra og af þeim keyptu Íslendingar 18.448 bíla miðað við 14.004 árið 2015, sem er 31,7 prósenta aukning. Nýbílasalan í Evrópu í fyrra er sú mesta undanfarin níu ár. Þetta kemur fram í tölugögnum ACEA sem eru samtök evrópskra bílaframleiðenda
17.01.2017
Í kjölfar þess að bandaríska umhverfisstofnunin EPA sakaði Fiat Chrysler um að hafa komið fyrir svindlhugbúnaði í dísilgerðum Jeep Grand Cherokee sem fegrar útblástursgildi bílanna þegar þeir eru mengunarmældir, hafa bresk stjórnvöld ákveðið að taka einn eða fleiri þessara bíla til sérstakrar rannsóknar. Reuters fréttaveitan greinir frá þessu
17.01.2017
Hin opinbera bandaríska umhverfisverndarstofnun EPA (Environment Protection Agency) sakar FCA (Fiat Chrysler Automobiles) um að hafa komið fyrir hugbúnaði í dísiljeppum af gerðunum Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 sem gerir pústhreinsibúnað bílanna meira og minna óvirkan nema þegar bílarnir eru mengunarmældir. Sergio Marchionne forstjóri FCA hefur harðneitað þessu og segist öskureiður yfir getsökunum.
16.01.2017
Frá kl 6 í fyrramálið (7 að ísl. tíma) verður akstur dísilbíla bannaður á götum Oslóborgar að viðlagðri 1.500 kr. sekt (20.200 ísl. kr.). Bannið gildir þar til loftmengunarstigið í borginni minnkar frá því sem það er nú. Hugsanlegt er að banninu verði aflétt strax á miðvikudag, gangi veðurspár eftir sem gera ráð fyrir strekkingsvindi í borginni.
16.01.2017
Nýr Bronco jeppi kemur á markað 2020. Þetta var tilkynnt á fyrsta degi bílasýningarinnar í Detroit sem nú er á endasprettinum. Lítið sem ekkert gáfu talsmenn Ford þó upp um hverskonar jeppi þetta yrði í tæknilegu tilliti eða hve stór.
11.01.2017
Árum saman hefur Volkswagen viðrað hugmyndir um nýtt ,,rúgbrauð“ með svipmóti þess gamla með gerðarheitið T1 og síðar T2 og -3. Nú er eins og nýtt rúgbrauð sé að fæðast því að á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur sem hæst, er til sýnis frumútgáfa bíls sem á líklega að koma á markað 2020.
10.01.2017
Venju samkvæmt var tilkynnt við opnun n. amerísku bílasýningarinnar í Detroit í gær, hver væri bíll ársins í Bandaríkjunum og Kanada þetta árið. Það er nýi rafbíllinn Chevrolet Bolt (Opel Ampera-e í Evrópu).
09.01.2017
Volkswagen Group hefur mælst stærsti bílaframleiðandi heimsins á nýliðnu ári. Alls seldust í fyrra í heiminum öllum 10,1 milljón bíla frá Volkswagen Group (VW, Audi, Seat, Skoda, Porsche o.fl. teg.). Þrátt fyrir útblásturshneykslið hjá VW grúppunni sem enn er ekki að fullu til lykta leitt hefur VW enn haft betur í baráttunni við Toyota um efsta sætið, þótt vissulega muni ekki miklu.