Fréttir

Maðurinn sem fann upp ESC skrikvörnina fær evrópsk heiðursverðlaun

Eftirlaunaþeginn Anton van Zanten verkfræðingur, uppfinningamaður og fyrrum starfsmaður Bosch er sá maður sem fann upp ESC skrikvörnina sem nú er skyldubúnaður í öllum nýjum bílum í okkar heimshluta. Hann var sérstaklega heiðraður nýlega og ekki að ósekju: Talið er víst að 8500 manns í Evrópu einni, eigi búnaðinum líf sitt að lau

Framtíðar mótorhjólið – þríhjól með loftpúðum

Erlendur sérfræðingur um umferðaröryggismál sagði eitt sinn við FÍB blaðið sem svo að ef mótorhjólið hefði verið fundið upp á síðustu árum 20. aldarinnar, hefði það aldrei fengist viðurkennt né skráð sem farartæki í almennri umferð vegna þess hve það væri hættulegt.

Nissan hefur þróað efnarafal sem breytir etanóli í rafstraum

Nissan Motor Co. í Japan hefur þróað nýja gerð efnarafals í bíla sem breytir etanóli í rafstraum sem svo knýr bílinn. Nýjungin í þessu er sú að etanólið, sem er vökvi, er varðveitt í bílnum í venjulegum eldsneytistanki og kemur í stað vetnis sem geyma þarf í bílum undir gríðarlega miklum þrýstingi sem er bæði rándýrt og hugsanlega varasamt.

Daimler boðar frumgerð langdrægs raf-Benz í haust

Á blaðamannafundi í Stuttgart sl. föstudag boðaði Thomas Weber yfirmaður þróunardeildar og stjórnarmaður Daimler (Benz – Smart) frumgerð að nýjum langdrægum Benz rafbíl sem sýnd verður á bílasýningunni í París í október nk. Þessi bíll er hugsaður til höfuðs hinum nýja Tesla Model X og á að komast 500 km á rafhleðslunni.

Norðurlandaumboð fyrir Rolls Royce

Rolls Royce hefur verið kallaður bíll konunganna og konungur bílanna og í hugum margra er það vitnisburður um það að lengra verði vart komist í lífinu en það að hafa ráð á að eignast nýjan Rolls Royce og eiga hann og reka.

Corolla ennþá mest seldi bíll veraldar

Þrátt fyrir lítilsháttar sölusamdrátt fyrstu fjóra mánuði þessa árs þá er Toyota Corolla enn mest seldi bíll í veröldinni og langt bil milli Corolla og þeirra bíla sem næstir koma í baráttunni um „heimsmeistaratitilinn,“ Þeir eru VW Golf og Ford F-línan.

Bágt ástand vega og gatna landsins

Stjórn FÍB hefur ályktað um slæmt ástand vega og gatna og rýra endingu á malbiki. Ályktunin hefur verið send innanríkisráðherra. Hún er svohljóðandi:

Bílferðalag um Frakkland og meginland Evrópu

Ert þú að fara á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi? og ert að fara að keyra? FÍB hefur tekið saman 15 blaðsíður af gagnlegum upplýsingum sem eiga eftir að gagnast þér vel.

Ertu á leið til Evrópu í sumarfrí?

Hvers skal gæta þegar bíll er tekinn á leigu? Spyrðu réttu spurninganna!

Volkswagen ætlar að verða stærsti tvinn- og rafbílaframleiðandi heims

Volkswagen ætlar að verða fremst í framleiðslu rafbíla og tvinnbíla og verða sjálfbær í framleiðslu rafgeyma í nýrri risaverksmiðju sem byggð verður.