Fréttir

Rétt rúmur helmingur nýskráðra bíla á Íslandi í ár eru dísilbílar

Rífandi gangur er í sölu nýrra bíla í flestum Evrópuríkjum um þessar mundir og er Ísland þar engin undantekning. Frá áramótum til loka júlímánaðar sl. voru nýskráðir 15.055 nýir bílar á Íslandi.

Brexit ógnar breskri Nissanverksmiðju

Nissan bílaverksmiðjan í Sunderland í Bretlandi er ein sú stærsta þar í landi og framleiðir um þriðja hvern bíl sem byggður er í landinu. Eftir að Bretar samþykktu útgöngu úr Evrópusambandinu í Brexitkosningunum ríkir óvissa um framtíð verksmiðjunnar í Sunderland.

13 ára málningarverkefni

Eyrarsundsbrúin sem tengt hefur saman Danmörku og Svíðþjóð með vegar- og járnbrautarsambandi undanfarin 16 ár er tekin að þarfnast viðhalds og málunar. Undirbúningur er hafinn en sjálf málningarvinnan hefst 2019 og lýkur 2032, 13 árum síðar

Mjög nákvæm rafræn vegakort - grundvöllur sjálfskeyrslutækninnar

Alger forsenda sjálfkeyrandi umferðar bíla að hluta eða öllu leyti er að hin rafrænu kort í leiðsögutækjum bílanna séu mjög nákvæm og sjálf tækin og GPS-gervitunglin verða að staðsetja farartækin mjög nákvæmlega á vegum og götum.

Delphi þróar sjálfkeyrandi leigubíla í Singapore

Delphi Automotive er bandarískur bílaíhlutaframleiðandi sem eitt sinn var í eigu GM og hét þá lengst af Delco. Delphi hefur ásamt fleiri stofnað sérstakt þróunarfélag til að prófa og þróa sjálfsakstursbúnað fyrir sex ökumannslausa Uber-leigubíla í þéttri borgarumferðinni í Singapore.

Kínverskir sólarbílar 2020

Kínverskt orkufyrirtæki sem sérhæft er í nýtingu sjálfbærrar orku eins og fallvatna-, vind- og sólarorku hefur tilkynnt að til standi að hefja framleiðslu á rafbílum sem nýta sólarorku. Framleiðslan á að hefjast árið 2020.

GM-rafbíllinn Bolt í fjöldaframleiðslu

GM hefur hafið prufuframleiðslu á nýja rafmagnsfólksbílnum Bolt í nýrri hátækniverksmiðju sinni í Michigan. Hin eiginlega fjöldaframleiðsla hefst svo síðar í haust og almenn sala hefst svo upp úr áramótum.

Bristol eftir 10 ára hlé

Bristol er gamalt breskt tegundarheiti yfir bíla, ekki síst vandaða sportbíla og kappakstursbíla millistríðsáranna.

Nissan Leaf rafbíll með yfir 400 km drægi?

Verkfræðingahópur hjá Nissan hefur endurbætt rafgeymasamstæðuna í nýjum Leaf rafbíl og þannig bætt drægi bílsins verulega eða úr ca 250 kílómetrum í rúmlega 400 km.

Hátt í 80 prósent bandarískra ökumanna snögg reiðast eða hafa uppi ógnandi hegðun í umferðinni

Nýleg bandarísk rannsókn gefur sterka vísbendingu um að allt að 8 milljón ökumenn hafi sýnt af sér ofsafengna hegðun í umferðinni á síðasta ári. Rannsóknin byggir á svörum 2705 bandarískra ökumanna um hegðun og framkomu þeirra í umferðinni.