Fréttir

A. evrópsk þjófagengi ræna íhlutum úr bílum

Bílþjófar í Evrópu hafa í vaxandi mæli snúið sér að því að stela hlutum úr bílum, eins og rándýrum Xenon ljósum, loftpúðum, tölvum og stjórnbúnaði, hvarfakútum, felgum, og jafnvel heilu mælaborðunum úr bílum.

Chris Evans hættur í TopGear

Chris Evans aðalstjórnandi TopGear þáttanna á BBC er hættur. Hann tilkynnti þetta á Twitter fyrr í dag. Þar segist hann hafa gert sitt besta en það sé ekki alltaf nóg.

Dísilvélarnar á útleið?

Miklar breytingar eru að verða á bílum um þessar mundir. Í okkar heimshluta jókst hlutur dísilknúinna fólksbíla mjög með tilkomu samrásar-dísilvélanna (common-rail) um aldamótin síðustu. Dísilvélar sem áður höfðu verið hæggengar, háværar og viðbragðsseinar gerbreyttust og fengu flesta kosti bensínvélanna en voru sparneytnari.

Forstjóri VW: -Ekkert USA-samkomulag í Evrópu

Forstjóri Volkswagen hafnar alfarið umleitunum um að ljúka dísilhneykslinu í Evrópu á sama hátt og verður gert í Bandaríkjunum. Í viðtali við dagblaðið Welt am Sonntag segir hann að bandaríska niðurstaðan eigi ekki við í Evrópu og yrði auk þess allt of dýr

Þétt umferð, lokanir og tafir á hraðbrautum Evrópu um komandi helgi

Sumarumferðin á hraðbrautum Þýskalands, Frakklands og annarra ríkja á meginlandi Evrópu er nú að nálgast það sem hún verður mest. Skólum var lokað um síðustu helgi vegna sumarleyfa, milljónir fólks eru á faraldsfæti og umferðin á vegunum mikil og er búist við að hún verði gríðarleg um helgina sem framundan er.

Samkomulag VW við bandarísk yfirvöld kostar 15,3 milljarða dollara

Fulltrúar Volkswagen AG og bandarískra stjórnvalda gengu í gær frá samkomulagi um lendingu dísilsvikamálsins sem þar vestra er nefnt Dieselgate. Samkvæmt því skal VW ýmist kaupa til baka eða lagfæra þá dísilbíla í USA sem útbúnir voru með búnaði sem slökkti á mengunarhreinsibúnaði vélanna nema þegar þeir voru mengunarmældir

Lagfæringin á VW dísilbílunum prófuð af ADAC/FIA – engin neikvæð áhrif fundust

Sú upfærsla og breyting sem Volkswagen hyggst gera á þeim dísilbílum sem hinn ólöglegi búnaður sem fegraði útblástursmengunargildi bílanna er í, virðist ekki hafa áhrif á afl og afköst bílanna til hins verra. Rannsókn sem ADAC, systurfélag FÍB í Þýskalandi hefur gert í samvinnu við FIA, leiðir þetta í ljós.

Vegbætur sem borga sig í fækkun slysa

Sérstakt sameiginlegt átak EuroRAP / i-RAP og vegagerðarinnar í Slóvakíu í að endurbæta hraðbrautir og aðalvegi í Slóvakíu er afstaðið. Átakið fólst í því að fyrst var gerð EuroRAP-öryggisúttekt á vegunum og eftir að þeir ágallar og svartblettir sem úttektin leiddi í ljós, höfðu verið skilgreindir, staðsettir og síðan lagfærðir, er fullyrt að endurbæturnar afstýri 355 dauðaslysum og mjög alvarlegum slysum næstu 20 árin.

VW ætti að borga evrópskum neytendum skaðabætur

-Volkswagen Group ætti að eigin frumkvæði að bjóða evrópskum eigendum VW bíla með útblásturssvindlbúnaði samskonar skaðabætur og boðnar verða þeim bandarísku, segir Elzbieta Bienkowska yfirmaður (ígildi ráðherra) iðnaðarmála hjá Evrópusambandinu við dagblaðið Welt am Sonntag á sunnudag.

26.300 fórust í umferðinni í Evrópu 2015

European Transport Safety Council (ETSC) hefur gefið út samantekt um umferðarslys ársins 2015 í Evrópu. Samantektin er byggð á umferðarslysatölum hvers ríkis um sig og sýnir að banaslysum fjölgaði um eitt prósent miðað við árið á undan. ETSC bendir sérstaklega á fjóra megin áhættuþætti að baki slysanna.