Fréttir

Uber að hverfa af götum Lundúnaborgar

Leigubílaþjónustan Uber fær ekki endurnýjun fyrir áframhaldandi starfsleyfi í Lundúnaborg. Borgaryfirvöld hafa komist að þessari niðurstöðu að vel ígrunduðu máli og telja að þjónusta Uber hafi ekki komið vel út þegar hagsmunir borgarinnar eru hafðir að leiðarljósi.

Mitsubishi Motors innkallar Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Ástæða innköllunar er að ef árekstur uppfyllir skilyrði til að öryggispúði eigi að blása út, geta málmflísar úr púðahylki losnað og valdið meiðslum á farþegum.

Mikill kippur í sölu á nýjum bílum í Evrópu

Sala á nýjum bílum í einum mánuði í Evrópu hefur ekki verið meiri í 10 ár. Þetta gerðist í nýliðnum ágúst mánuði þegar nýskráningar bifreiða fór yfir 865 þúsund. Evrópskir bílaframleiðendur eru í skýjunum og eru mjög bjartsýnir á framhaldið.

Orka náttúrunnar tekur í notkun hraðhleðslu á Hvolsvelli

Orka náttúrunnar opnaði í síðustu viku hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Hvolsvelli. Næstu hlöður ON verða á þjónustustöðvum N1 í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Frá því ON tók forystu um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á árinu 2014 hefur fjöldi þeirra hér á landi fertugfaldast.

Farið fram á að VW greiði sömu bætur í Þýskalandi

Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC) hefur krafist þess að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen Group bjóði þýskum eigendum sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu sömu bætur og greiddar hafa verið í Bandaríkjunum.

Samgönguvika framundan

Reykjavíkurborg býður upp á spennandi dagskrá á Samgönguviku 201. Nefna má að málþing verður í ráðhúsi Reykjavíkur um samgöngusamninga fyrirtækja og samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar tilkynnt. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin í Hafnarfirði, frítt verður í strætó á bíllausa daginn.

Stóraukin skattheimta bitnar ekki síst á íbúum á landsbyggðinni

Miklar umræður hafa sprottið upp um fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytissköttum í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í vikunni en það muni leiða til þess að skattaálögur íslenska ríkisins á eldsneyti verði með þeim hæstu í Evrópu.

Mercedes-Benz styður við förgun eldri dísilbíla á Íslandi

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur hrundið af stað átaki sem ætlað er að draga úr mengun. Fyrirtækið ætlar að greiða 250.000 króna aukalega fyrir bíla sem tilheyra Euro 1 til Euro 4 mengunarstaðli óháð tegundum, akstri og ásigkomulagi og skuldbinda sig jafnframt til að farga bílum sem menga mest.

Aukin útgjöld á einn bíl um 30 til 60 þúsund krónur fyrir hverja fjölskyldu

Eldsneytiskostnaður er veigamikill þáttur í framfærslu heimilanna og hækkun skatta á eldsneyti eykur verðbólgu með tilheyrandi hækkun á verðtryggðum skuldum heimilanna og þyngri afborgunum. Það er ljóst að eldsneytishækkanirnar koma verst niður á þeim fjölskyldum sem hafa minni tekjur og þeim sem búa á jaðarsvæðum á landsbyggðinni og þurfa að sækja alla þjónustu um langan veg.

FÍB hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi hækkunum

Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2018 sem fjármálaráðherra kynnti í gær eru boðaðar miklar hækkanir á eldnsneytissköttum . Í kjölfarið fór af stað mikil umræða en bifreiðaeigendum finnst ansi hart að þeim vegið enda ljóst að reksturskostnaður bíla mun hækka umtalsvert.