30.10.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á Dacia Duster bifreiðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. BL ehf mun senda eigendum viðkomandi bifreiða bréf vegna þessa.
27.10.2017
Íslendingar ganga að kjörborðinu á morgun, 28. október. Samgöngumál er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins og eins og komið hefur í ljós hefur þessi málaflokur verið mikið í umræðunni hjá flokkunum í aðdraganda kosningana. FÍB lagði spurningar, sem lúta að samgöngum, fyrir átta framboð sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir brugðust vel við óskum FÍB að taka þátt og má sjá svör þeirra hér fyrir neðan. FÍB kann flokkunum bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð. Síðustu spurningarnar sem lagðar voru fyrir framboðin og svö við þeim birtast hér. Miðflokkurinn baðst undan þátttöku sökum anna í undirbúningi fyrir kosningarnar.
27.10.2017
Stilling hefur ákveðið að loka varahlutaverslun sinni við Smiðjuveg í Kópavogi þann 1. nóvember næstkomandi og auka um leið sendingaþjónustu til verkstæða. Skutlum Stillingar verður fjölgað og ferðir með varahluti til verkstæða verða á klukkutíma fresti.
26.10.2017
Við höldum áfram að birta svör flokkanna við spurningum sem lúta að samgöngumálum í aðdraganda kosningana. Samgöngumál er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins og ljóst að þessi málaflokkur mun verða í brennidepli fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða á laugardaginn kemur, 28. október. FÍB lagði spurningar fyrir átta framboð sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir brugðust vel við óskum FÍB að taka þátt og kann FÍB flokkunum bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð. Svör við spurningunum sem lagaðar voru fyrir flokkana munu birtist á heimasíðu FÍB dagana sem fram undan eru fyrir kjördag. Svörin eru einnig að finna í FÍB-blaðinu sem borist hefur félagsmönnum. Miðflokkurinn baðst undan þátttöku sökum anna í undirbúningi fyrir kosningarnar.
26.10.2017
Hafnarfjörður varð í vikunni eitt af fyrstu sveitarfélögunum landsins til að setja upp hraðhleðslustöð fyrir rafbíla en stöðin er staðsett við verslunarmiðstöðina Fjörð.
25.10.2017
Samgöngumál er ein af grunnstoðum þjóðfélagsins og ljóst að þessi málaflokkur mun verða í brennidepli fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða 28. október. Í aðdraganda þeirra lagði FÍB spurningar, sem lúta að samgöngum fyrir átta framboð sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Flokkarnir brugðust vel við óskum FÍB að taka þátt og kann FÍB flokkunum bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð. Svör við spurningunum sem lagaðar voru fyrir flokkana munu birtist á heimasíðu FÍB dagana sem fram undan eru fyrir kjördag.
Miðflokkurinn baðst undan þátttöku sökum anna í undirbúningi fyrir kosningarnar.
23.10.2017
Nú styttist óðum í að vetur konungur gangi í garð og margur bíleigandinn hefur eflaust þegar komið að bílnum sínum straumlausum eftir frostkalda nótt eða á eftir að gera það. Haustið er nefnilega sá árstími sem best leiðir í ljós veikleika rafgeymisins í bílnum og hvort tími sé kominn til að endurnýja hann. En hvað kostar nýr rafgeymir í algengustu fólksbílana?
23.10.2017
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá þegar kemur að framleiðslu á rafmagnbílum á næstu árum. Stjórnvöld þar í landi hafa stór markmið uppi til minnka mengun sem er hvergi meiri en á götum Kína.
20.10.2017
Framan af árinu bárust fréttir að því að bílasala í Evrópu væri með ágætum og bílaframleiðendur kættust og voru bjartsýnir á framhaldið. Ekki er allt gull sem glóir því í sölutölur fyrir september gefa til kynna að samdrátt sem nemur 2%.
19.10.2017
Miklir erfiðleikar steðja að bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla um þessar mundir. Fyrirtækið stendur andspænis miklum töfum við smíði á Model 3 bílnum sem átti heldur betur á slá í gegn. Aðeins hefur tekist að smíða um 270 bíla á síðasta ársfjórðungi þessa árs en í áætlunum átti að framleiða um 1500 bíla.