Fréttir

Tímamót í sölu á Mitsubishi Outlander PHEV

Bílaumboðið Hekla afhenti um síðustu helgi sexhundraðasta Mitsubishi Outlander PHEV bílinn til nýrra eigenda. Viðtökur Íslendinga við 100 ára afmælistilboði Mitsubishi hafa verið frábærar og langt umfram bjartsýnustu spár. Raunar hefur salan slegið öll met og aukist um mörg hundruð prósent milli ára.

Landsþing FÍB 18. nóvember 2017

Félag íslenskra bifreiðaeigenda boðar til landsþings laugardaginn 18. nóvember kl. 9.30. Þingið verður haldið í fundarsal við Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, aðsetur félagsins er í sama húsi. Landsþing hefur æðsta vald í málefnum FÍB.

Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafa áhyggjur af aukinni mengun

Yfirvöld í Kaupmannahöfn hafa um nokkra hríð haft miklar áhyggjur af aukinni loftmengun í borginni. Nú er svo komið að yfirvöldum finnst ástandið vera orðið það alvarlegt að lagt hefur verið til að notkun nýrra dísilbifreiða verði bönnuð frá og með 1. janúar 2019.

Vetrardekkjakönnun FÍB 2017/2018

Ný könnun á gæðum vetrarhjólbarða er komin á vef FÍB og er aðgengileg félagsmönnum. Könnunin nær til vetrarhjólbarða sem sérstaklega eru gerðir til aksturs í vetrarríki norðlægra slóða. Könnuð eru afköst þeirra í slíkum aðstæðum og vega eiginleikar hjólbarðanna í hálku og snjó, bæði negldra og ónegldra, því þungt í könnuninni. Nánar má lesa um margvíslega getu og eiginleika hjólbarðanna úr töflum í könnun þessari og síðan að velja sér þá tegund og gerð sem best hentar þeim aðstæðum á helsta aksturssvæði viðkomandi ekils.

Umboð fyrir MINI tekur til starfa hjá BL

Umboð fyrir bílaframleiðandann MINI verður formlega kynnt sem nýtt merki hjá BL nk. laugardag, 14. október, þegar glæsilegur aldrifinn tengitvinnbíll, MINI Cooper S E Countryman ALL4, verður frumsýndur á bílasýningu BL við Sævarhöfða milli kl. 12 og 16.

Haustfagnaður hjá Toyota

Blásið verður til haustfagnaðar hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota á morgun, laugardag kl. 12 - 16.Í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi verður takmarkað magn af Land Cruiser 150 Black, Hilux Invincible, RAV4 og Toyota C-HR boðið á sjaldséðu verði.

SETBERGSSKÓLI HLÝTUR GANGBRAUTINA 2017

Félag íslenskra bifreiðareigenda, FÍB, afhenti í gær Setbergsskóla viðurkenninguna Gangbrautin 2017 sem veitt er fyrir vel skilgreindar og vel merktar gangbrautir við skólann.

Dekkjaskipti, 90% munur á hæsta og lægsta verði

Miðvikudaginn 11. október kannaði FÍB verð á umfelgun hjá 40 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar á landsbyggðinni á þessu hausti.

Fóru hringinn á rafbílum

Englendingarnir Stuart McBain og Mark Gorecki fóru á dögunum hringin í kringum Ísland á rafbílum en ferðin var haldin í tengslum við ráðstefnuna Charge – Energy Branding sem haldin var hér á landi í annað sinn.

Umferð á höfuðborgarsvæðinu sú næst mesta frá upphafi mælinga

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í september jókst um 7,2 prósent. Það sem af er ári hefur umferðin aukist um 8,4 prósent sem er næst mesta aukning umferðar á þessu tímabili frá því þessar mælingar hófust árið 2005.