Fréttir

Þyrfti að hætta að selja bensínbíla eftir þrjú ár

Stöðva þyrfti sölu á bensín- og dísilbílum eftir þrjú ár ef ná á því markmiði umhverfisráðherra, að rafbílavæða bílaflotann fyrir 2030. Þetta segir framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB segir það bratt hjá umhverfisráðherra að ætla að rafbílavæða íslenska bílaflotann á næstu þrettán árum.

Mesta ferðahelgi ársins fram undan – hvernig er ástand bílsins?

Ein mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin er framundan. Ferðavenjur hafa breyst og sérstaða verslunarmannahelgarinnar er ekki eins mikil og áður því nú eru flestar helgar yfir sumarið orðnar stórar ferðahelgar og víða bæjarhátíðir.

,,Við erum að horfa á miklar breytingar í samgöngum og samgöngutækni“

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að horfa þyrfti til langtímastefnumótunar varðandi orkuskipti í samgöngum, en þetta kemur fram í viðtali við Runólf við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort sá möguleiki sé fyrir hendi hér á landi að segja skilið við notkun jarðefnaeldsneytis í bifreiðum. Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa á síðustu vikum tilkynnt að þau muni banna sölu á bensín- og dísilbílum frá og með árinu 2040.

108 þúsund ökutæki fóru daglega um Hringveginn í júlímánuði

Umferðin í júlí á Hringveginum jókst um 7,3 prósent sem er mikil aukning en heldur minni en verið hefur síðustu mánuði. Þannig að heldur dregur úr aukningarhraðanum.

Vöxtur á öllum mörkuðum hjá Renault Group

Sala Renault Group jókst um 10,4% á fyrri árshelmingi þegar alls um 1,9 milljónir bíla voru nýskráðir á sama tíma og heimsmarkaðurinn óx um 2,6%.

Strætisvagnar í Los Angeles rafmagnsknúnir fyrir 2030

Með tíð og tíma stefnir í að núverandi strætisvagnafloti Los Angeles borgar heyrir sögunni en samkvæmt stefnu borgaryfirvalda á að skipta út strætisvögnum út fyrir rafmagnsknúnum. Ef þessar áætlanir ganga eftir ætla borgaryfirvöld í Los Angeles að ná þessum markmiðum fyrir árið 2030.

Tafir gætu orðið á umferð upp á Keflavíkurflugvöll

Farþegar á leið sinni upp á Keflavíkurflugvöll gætu lent í töfum en á leiðinni þangað standa nú yfir malbikunarframkvæmdir í dag og á morgun.

Vöxtur Hyundai heldur áfram á Evrópumarkaði

Asíski bílaframleiðandinn Hyundai heldur áfram að styrkja stöðu sína á Evrópumarkaði. Vöxtur fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins í ár var í samræmi við áætlanir þegar alls voru um 271 þúsund bílar nýskráðir samkvæmt upplýsingum frá Samtökum evrópskra bifreiðaframleiðenda (ACEA).

Malbikunarframkvæmdir í fullum gangi

Malbikunarframkvæmdir standa nú sem hæst yfir víða um land. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Í kvöld, fimmtudaginn 27. júlí og aðfaranótt 28. júlí stefnt að því að malbika hringtorg á Reykjanesbraut við N1 í Hafnarfirði. Hringtorginu verður lokað á meðan framkvæmd stendur yfir og hjáleiðir settar upp.

Nýr Kia Optima SW í Plug-in Hybrid útfærslu

Kia hefur kynnt til leiks nýjan Optima Sportwagon í Plug-in Hybrid útfærslu. Bíllinn er með tengiltvinnvél sem samanstendur af 68 kílówatta rafmótor og tveggja lítra GDI bensínvél.