Fréttir

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar áformar gríðarlega skattahækkun á bílanotkun

Í fjárlagafrumvarpi sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra kynnti í morgun verður olíu- og bensíngjald ,,jafnað" á næsta ári. Áhrif þess hefur í för með sér um 9 krónu hækkun á bensínlitra og um 22 krónu hækkun á dísilolíu. Þessar breytingar munu skila ríkissjóði um 6,6 milljörðum króna í auknar tekjur af eldsneytissköttum á næsta ári.

Rannsókn leiðir í ljós svindlbúnað í bílum frá PSA Peugeot Citroën

Grunur manna að ekki hafi allt verið með feldu í dísilbílasmíði PSA Peugeot Citroën í Frakklandi er líklega á rökum reistur.

Askja innkallar Mercedes-Benz vörubíla og BL Nissan Micra

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á Nissan Micra, framleiðsluár 2016-2017. Ástæða innköllunar er að sá möguleiki er staðar að samsetning tengis inná sviss sé ekki í lagi.

Umferðatafir á Kringlumýrarbraut næstu daga

Búast má við umferðartöfum á Kringlumýrarbraut dagana 12.-26. september þegar Veitur endurnýja stofnlögn kalds vatns frá lokahúsi við Stigahlíð 33a yfir Kringlumýrarbraut.

Jaguar með uppgerða og umbreytta útgáfu af hinum sögufræga sportbíl

Á tæknihátíðinni Tech Fest sem Jaguar Land Rover stóð fyrir í Central Saint Martins, University of the Arts í London í síðustu viku frumsýndi Jaguar Land Rover Jaguar E-Type Concept Zero; uppgerða og umbreytta útgáfu af hinum sögufræga sportbíl, Jaguar E-Type Roadster árgerð 1968, sem Enzo Ferrari sagði eitt sinn að væri fallegasti bíll sem nokkru sinni hefði verið hannaður.

93% gengu yfir gervigangbrautir við Austurbæjarskóla í morgun

Merkingar gangbrauta hjá borginni sem taka mið af umferðaröryggi náði einungis til 7% gangandi vegfarenda við Austurbæjarskóla í morgun. Allir þurfa að vita sýna stöðu í umferðinni, gangandi sem og akandi svo búum ekki í villta vestrinu varðandi umferðaröryggi.

Bílaumferðin jókst mest við Costco

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 6,5% í nýliðnum ágúst mánuði borið saman við sama mánuð á síðasta ári samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Þetta er mikil aukning þegar horft er til þess að ágúst mánuður er með umferðarmestu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og meðalaukning á ári frá árinu 2005 er tæp 3%. Mest jókst umferðin um sniðið á Reykjanesbraut (Costco-sniðið) eða um 11,5% en minnst jókst umferðin ofan Ártúnsbrekku eða um 3,4%.

Gríðarleg umferð um Hringveginn í ágúst

Enn heldur umferðin á Hringveginum áfram að aukast mjög mikið. Umferðin í ágúst á Hringveginum jókst um tæp átta prósent sem er gríðarlega mikil aukning. Samt ekki eins mikil og í fyrra þegar umferðin jókst um 13 prósent milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Töluverð aukning í bílasölu fyrstu átta mánuði ársins

Fyrstu átta mánuði ársins hefur bílasala í landinu aukist sem nemur tæpum 14%. Rúm 17 þúsund bílar voru nýskráðir á þessum tíma samanborið við rúmlega 15 þúsund nýskráningar í sömu mánuðum á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nýjar og áreiðanlegar prófanir taka gildi í Evrópusambandinu

Nýjar prófanir á útblæstri ökutækja taka í gildi í Evrópusambandinu í þessari viku þar sem eftirlitsaðilar leitast við að koma í veg fyrir að dísillosunarvandinn sem upp kom hjá Volkswagen endurtaki sig ekki. Eins og kunnugt er var bílaframleiðandinn staðinn að því að svindla á bandarískum dísilblástursprófum í september 2015.