29.11.2017
Eins og komið hefur fram hefur Vegagerðin ákveðið að fjarlægja ákveðna tegund girðinga meðfram umferðargötum á höfuðborgarsvæðinu eftir banaslys á Miklubraut sl. laugardag. Í slysinu kastaðist maður út úr bíl og hafnaði á girðingu sömu gerðar og Vegagerðin ætlar að fjarlægja.
28.11.2017
Í kjölfar banaslyss á Miklubraut sl. laugardag hefur Vegagerðin ákveðið að fjarlægja allar grófar járngirðingar meðfram götum. Í banaslysinu kastaðist maður út úr bíl og hafnaði á járngirðingu en hann missti stjórn á bifreið sinni sem fór við það utan í vegrið.
27.11.2017
Samgöngumál er ein af grunnstoðum samfélagsins. Í ár er gert ráð fyrir að rösklega 70 milljarðar króna renni í ríkissjóð úr vasa bíleigenda. Á sama tíma á aðeins að verja um 30% af þessum skatttekjum til viðhalds og nýbyggingar vega.
27.11.2017
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf ehf um innköllun á Nissan bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2001 - 2013.
27.11.2017
Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar sem starfsfólk Samgöngustofu og félagar í Slysavarnadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerðu á öryggi barna í bílum núna í vor. Könnunin var gerð við 56 leikskóla í 29 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 2.060 börnum kannaður. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar undanfarin 32 ár.
24.11.2017
Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga 28. október 2017 lagði FÍB blaðið spurningar um samgöngumál og skatta á bíla og umferð fyrir þá stjórnmálaflokka sem buðu fram í öllum kjördæmum landsins. Þessa dagana standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það er því ekki úr vegi að rifja upp svör umræddra þriggja flokka við tveimur ákveðnum spurningum um auknar álögur á bílaeldsneyti sem birtust í 2. tbl. FÍB blaðsins 2017.
24.11.2017
Búið er bæta við hraðhleðslu í Borgarnesi og þannig fjölgað hleðslumöguleikum rafbílaeiganda á þessum fjölfarna stað. Nýja hraðhleðslan er við þjóðveginn á planinu hjá N1.
22.11.2017
Fyrirhugaðar skattahækkanir á eldsneyti í frumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið í umræðunni síðustu daga í fjölmiðlum. Ef þessar hækkanir verða að veruleika mun útsöluverð á bensínlítra hækka í 214,3 krónur og verð á dísillítra fara í 218,85 krónur. Þetta kemur fram í útreikningum sem FÍB vann fyrir Morgunblaðið fyrr í þessari viku. Verðið miðast við sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð hjá N1 og Olís.
21.11.2017
Það þarf rétt eldsneyti, rétta smurolíu og viðeigandi viðhald til að tryggja eðlilega endingu og mjúkan gang bensín- og dísilvéla. Sérfræðingar frá þýska skoðunarfyrirtækinu DEKRA, sem er öflugasta bílaskoðunarfyrirtæki Evrópu, segja að gott eftirlit og viðhald dragi verulega tíðni alvarlegra vélarbilana.
20.11.2017
Vegagerðin hefur komið á fót viðvörunarkerfi með SMS-skeytum um snjóflóðahættu til vegfarenda sem leið eiga um Ólafsfjarðarmúla.