Fréttir

Möguleiki á áframhaldandi gjaldtöku þvert á það sem samið var um

Fram kom í fréttum í vikunni að Innheimtu veggjalda í Hvalfjarðargöngum verður hætt í lok sumars enda sé það í takt við það sem samið var um áður en framkvæmdir við göngin hófust fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Stefnt sé að því að Spölur sem rekur Hvalfjarðargöng afhenti ríkinu göngin í lok sumar. Endanleg dagsetning liggi ekki fyrir í þeim efnum.

Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér

,,Niðurfelling á vörugjöldum og virðisaukaskatti á rafbílum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. Það hefur gert þessa bíla þarf af leiðandi mun samkeppnishæfari,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiða eigenda, FÍB, í umfjöllun Stöðvar 2 um mikla aukningu í sölu á rafbílum á síðasta ári.

Tesla að rétta úr kútnum

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur rafbílaframleiðandinn Tesla staðið frammi fyrir vanda en sala á bílum frá fyrirtækinu hafa ekki gengið sem skildi.

Gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum verður hætt í lok sumars

Innheimta veggjalda í Hvalfjarðargöngum verður hætt í lok sumars en fram kemur að það sé í takt við það sem samið var um áður en framkvæmdir við göngin hófust fyrir rösklega tuttugu árum síðan. Göngin, sem eru um 6 km löng, voru formlega opnuð 11. júlí 1998 en framkvæmdir hófust tveimur árum áður.

Stórauka þarf fjármagn í vegakerfið

Í tölum sem Vegagerðin birti í gær kemur í ljós að umferðin í fyrra jókst um 10,6 prósent sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Undanfarin ár, eða síðan 2012 hefur umferðin aukist tvöfalt meira en að meðaltali síðan 2005 eða um 7,6 prósent meðan meðaltalið á ári yfir allt tímabilið er 3,4 prósent.

Mikil aukning umferðar síðan 2012

Umferðin í desember jókst um 9,3 prósent, minna en á síðasta ári en samt er þetta mjög mikil aukning. Umferðin í fyrra jókst um 10,6 prósent sem er næstmesta aukning frá því samantekt af þessu tagi hófst árið 2005. Þetta kemur fram í gögnum frá Vegagerðinni sem komu út í dag.

Gríðarleg eftirspurn er eftir rafmagnsútgáfunni af Volkswagen Golf

Gríðarleg eftirspurn er eftir rafmagnsútgáfunni af Volkswagen Golf og hafa framleiðendur bílsins vart undan. Starfsfólki í bílaverksmiðjunni í Dresden hefur verið fjölgað til muna og þarf að tvöfalda framleiðsluna til að mæta pöntunum í þennan bíl.

Met slegið í bílasölu

Aldrei áður hafa nýskráningar ökutækja verið meiri en á nýliðnu ári. 26.226 ökutæki voru nýskráð 2017. Gamla metið var frá 2007 en þá var fjöldi nýskráðra bíla 25.715.