Fréttir

Fjölmörgum framkvæmdum flýtt í endurskoðaðri samgönguáætlun

Gjald­taka verður í til­tek­inn tíma fyr­ir akst­ur um Sunda­braut, á nýrri brú yfir Ölfus­fljót, um tvö­föld Hval­fjarðargöng, um jarðgöng um Reyn­is­fjall og Ax­ar­veg. Um verður að ræða svo­kölluð sam­vinnu­verk­efni einkaaðila og rík­is þar sem gjald­taka verður í af­markaðan tíma en síðan verður eign­ar­hald innviða af­hent rík­inu í lok samn­ings­tíma. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundi ráðuneytisins sem haldinn var í Norræna húsinu í morgun.

Jaguar I-Pace bíll ársins 2020 á Íslandi

Jaguar I- Pace var valinn bíll ársins 2020 á Íslandi í gærkvöldi en það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem stendur að þessu kjöri. Átta blaðamenn tóku þátt í að dæma bílanna að þessu sinni og var því hæstu heildarstig sem hver bíll gat fengið 960 stig.

Forseti ASÍ segir veggjöld ekki til umræðu nema eitthvað fáist í staðinn

Alþýðusambandið myndi ekki samþykkja veggjöldin án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Veggjöldin væru algerlega óútfærð og því erfitt að vera með þeim eða á móti. Þetta kom fram í ræðu Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands, í ræðu hennar á formannafundi ASÍ í dag. Þetta kemur fram á eyjan.is

Ökumenn frá 21 þjóðlandi kærðir fyrir hraðakstur

70 ökumenn frá 21 landi voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Hraðast ók íslenskur karlmaður fæddur 1975 en bifreið hans mældist á 157 km/klst hraða á Suðurlandsvegi til móts við Oddgeirshóla.

Toyota innkallar Landcruiser, Avensis, C-HR og Auris

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 20 Toyota Landcruiser bifreiðar af árgerð 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að innspýtingarkerfi fyrir olíuverk sé ekki fest nægilega vel og gæti losnað. Viðgerð felst í því að skipt er um rör og klemmur.

Réttu hand­tökin að skipta um dekk

Hjörtur Gunnar Jóhannesson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir að það fyrsta sem ökumaður ætti að gera þegar dekk springur sé að huga að aðstæðum. „Ef springur á bíl á erfiðum stað, t.d. Reykjanesbrautinni, þá þarf að tryggja að aðstæður séu sem öruggastar,“ segir Hjörtur og minnir á að það er lögboðin skylda að hafa viðvörunarþríhyrning í bílnum.

Áhugi bílaframleiðenda á sýningum fer dvínandi

Í kjölfar árlegu bílasýningarinnar í Frankfurt sem fram fór á dögunum velta sérfræðingar því fyrir sér hver framtíð bílasýninga er í raun og veru. Áhugi bílaframleiðenda hefur farið dvínandi síðustu ár en á sýningunni í Frankfurt völdu nokkrir framleiðendur að taka ekki þátt.

Nóbelsverðlaun fyrir litíumjónarafhlöður

Konunglega sænska vísindaakademían greindi frá því í Stokkhólmi í dag að þrír einstaklingar deildu með sér nóbelsverðlaununum í efnafræði. Um er að ræða Bandaríkjamanninn John Goodenough, Bretann Stanley Whittingham og Akira Yoshino frá Japan.

Sundabraut í göngum álitlegasti kosturinn

Í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gærkvöldi var Sundabraut þar til umfjöllunar og í viðtali við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, kom fram að hann teldi að Sundabraut í göngum yrði langfarsælasta útfærslan á samgöngumannvirkinu. Hann hafi verið á þeirri skoðun í meira en áratug.

Fundur um umferðaröryggi í þéttbýli

Vegagerðin býður til morgunverðarfundar um umferðaröryggi í þéttbýli á Grand Hótel 15. október.Myrkur, rysjótt veður og slæmt skyggni eru fylgifiskar haustsins. Þessar aðstæður hafa truflandi áhrif á ökumenn og gangandi vegfarendur og auka hættu á slysum. Þá er mikilvægt að finna svar við spurningunni: Hvernig getum við aukið öryggi og fækkað slysum í umferðinni?