Fréttir

Leiðum út úr höfuð­borginni mögulega lokað í um sólar­hring

Veður­stofan hefur nú varað við slæmu veðri um allt land á morgun en appel­sínu­gul við­vörun hefur verið gefin út fyrir þriðju­dag og mið­viku­dag. Vega­gerðin hefur að auki til­kynnt víð­tækar lokanir um land allt næstu daga en búast má við að veðrið verði sem verst annað kvöld. Ekki úti­lokað að gefin verði út rauð veður­við­vörun

Framlög aukin og framkvæmdum flýtt í samgönguáætlun

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, lagði fram í vikunni á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Einnig lagði ráðherra fram tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun (aðgerðaáætlun) fyrir tímabilið 2020-2024.

Á næsta ári stefnir í metsölu á rafbílum í Noregi

Sala á rafbílum gengur hvergi betur en í Noregi og slagar fjöldi þeirra nú hátt í 200 þúsund talsins. Fyrsti Nissan Leaf kom á götuna í Noregi 2011 og hefur síðan notið mikilla vinsælda. Ekkert lát er á sölu rafbíla í Noregi og bendir margt til þess að salan slái öll met á næsta ári. Biðlistar eru eftir rafbílum og eru dæmi um að kaupendur þurfi að bíla í nokkra mánuði eftir nýjum bíl.

Tesla Model X skorar hátt í öryggisprófum Euro NCAP

Í dag birti Euro NCAP niðurstöður öryggisprófa samtakanna á 12 nýjum bílum. Euro NCAP eru samtök bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu og áreksturs prófar nýja bíla og metur öryggi þeirra á hlutlægan hátt.

Askja innkallar Mercedes Benz Sprinter bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf. um að innkalla þurfi 25 Merzedes Benz Sprinter bifreiðar af ótilgreindum árgerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að boltar sem halda húddlæsingu séu ekki nægilega vel hertir. Viðgerð felst í yfirferð á herslu.

Flestir veðja á vistvæna bíla

Meirihluti Akureyringa sem tóku afstöðu í nýrri könnun um bifreiðakaup stefnir á að kaupa bíl sem er að hluta eða öllu leyti drifinn áfram af vistvænum orkugjöfum. Rafbílar koma þar helst til greina, en þónokkur fjöldi fólks íhugar að kaupa tengi-tvinnbíl eða metanbíl.

Frumvarp sem opnar á starf­semi á borð við Uber og Lyft

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp til laga um leigu­bif­reiðaakst­ur sem hef­ur það að mark­miði að „tryggja gott aðgengi að hag­kvæmri, skil­virkri og ör­uggri leigu­bif­reiðaþjón­ustu fyr­ir neyt­end­ur á Íslandi,“ eins og seg­ir í frum­varp­inu. Frum­varpið er ekki síst til­komið vegna þess að litið er svo á að nú­gild­andi regl­ur séu ekki í fullu sam­ræmi við EES-samn­ing­inn. Með frum­varp­inu er meðal ann­ars opnað á starf­semi fyr­ir­tækja á borð við Uber og Lyft. Þetta kemur fram í umfjöllun á mbl.is um málið.

Í nógu að snúast í FÍB-Aðstoðinni í Borgarnesi

Það er stundum í nógu að snúast hjá FÍB-Aðstoðinni í Borgarnesi. Þar um slóðir fer í gegn mikil umferð allan ársins hring, þá alveg sérstaklega yfir sumarmánuðina. Stór sumarbústaðalönd eru þar í nágrenni og því gott að vita af aðstoðinni í Borgarnesi ef eitthvað kemur upp á.

20 börn voru alveg laus í bílum

Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Samgöngustofa gerðu fyrr á árinu um öryggi barna í bílum. Í könnuninni er gerð athugun á því hvort notaður sé öryggisbúnaður fyrir barnið eða ekki og hvernig búnað er notast við. Einnig er skráð hvort að ökumaður noti bílbelti eða ekki.